Hinsegin dagar á Eyrinni Jón Sigurður Eyjólfsson skrifar 13. ágúst 2019 07:00 Hvað verður um aurinn þinn? Verður megnið eftir í bankanum til að borga af lánum á ríflegum vöxtum? Ertu í þeim sívaxandi hópi sem greiðir leigufélögum fyrir skjólið? Svo er það Costco, fer mikið þangað? Og þá fá símafyrirtækin náttúrlega sinn skerf útaf gemsanum og öllu tæknigumsinu. Er eitthvað eftir til að panta eitthvað á Amazon? Fyrirtækið sem er síður en svo þekkt fyrir rausnarskap þegar kemur að starfsmannahaldi. Hversu mikið fer til einhvers sem finnur fyrir því að þú hefur komið við og keypt eitthvað? Líklegast ekki mikið. Kostnaðarliðir okkar leggjast sífellt í færri og stærri vasa. Þegar hagræðingin nær hámarki fer þetta líklegast allt í annan hvorn rassvasann á sömu brókinni. Þessi þróun setur einnig mark sitt á spænskar borgir og bæi. Í mörgum miðbænum eru tómar verslanir og ófáir uppgjafakaupmenn með rýmingarútsölu. Á sama tíma rísa risavaxnir stórmarkaðir í úthverfum bæjanna og í borgunum stærðarinnar verslunarkjarnar með gríðarlegt úrval af bragðlausum matvælum og glansfatnaði framleiddum í þrælaverksmiðjum í Asíulöndum. Innvolsið í þessum risahöllum er ávallt hið sama, hvort sem þú ert í Madríd eða Murcia, alls staðar eru það sömu verslunarkeðjurnar sem seðja græðgi gestanna. Sömu veitingahúsakeðjur sjá um sullið ofan í fólkið meðan illa launað starfsfólk reynir að komast í gegnum daginn og yfir öllu glymur kauphvetjandi hávaði kenndur við tónlist. Er ekki ráð að fara að halda hinsegin daga á Eyrinni áður en þetta fer að snúast uppí eitthvað sem minnir á danska einokunardaga? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Jón Sigurður Eyjólfsson Mest lesið Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Halldór 25.10.2025 Halldór Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar Skoðun Lýðræði og samfélagsmiðlar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks skrifar Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Samfélag sem stendur saman Benóný Valur Jakobsson skrifar Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson skrifar Skoðun Hver er að væla? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke skrifar Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Konan - Vinnan - Kjörin í 40 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Íslenskur her og íslensk leyniþjónusta Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Er jafnrétti fyrir allar? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ættu konur að fara í háskólanám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Verðmætasköpunarlaust haust Jón Gunnarsson skrifar Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Einfaldar lausnir á vaxtamálavanda bankanna Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er sköpun í skólastarfi? Bryngeir Valdimarsson skrifar Sjá meira
Hvað verður um aurinn þinn? Verður megnið eftir í bankanum til að borga af lánum á ríflegum vöxtum? Ertu í þeim sívaxandi hópi sem greiðir leigufélögum fyrir skjólið? Svo er það Costco, fer mikið þangað? Og þá fá símafyrirtækin náttúrlega sinn skerf útaf gemsanum og öllu tæknigumsinu. Er eitthvað eftir til að panta eitthvað á Amazon? Fyrirtækið sem er síður en svo þekkt fyrir rausnarskap þegar kemur að starfsmannahaldi. Hversu mikið fer til einhvers sem finnur fyrir því að þú hefur komið við og keypt eitthvað? Líklegast ekki mikið. Kostnaðarliðir okkar leggjast sífellt í færri og stærri vasa. Þegar hagræðingin nær hámarki fer þetta líklegast allt í annan hvorn rassvasann á sömu brókinni. Þessi þróun setur einnig mark sitt á spænskar borgir og bæi. Í mörgum miðbænum eru tómar verslanir og ófáir uppgjafakaupmenn með rýmingarútsölu. Á sama tíma rísa risavaxnir stórmarkaðir í úthverfum bæjanna og í borgunum stærðarinnar verslunarkjarnar með gríðarlegt úrval af bragðlausum matvælum og glansfatnaði framleiddum í þrælaverksmiðjum í Asíulöndum. Innvolsið í þessum risahöllum er ávallt hið sama, hvort sem þú ert í Madríd eða Murcia, alls staðar eru það sömu verslunarkeðjurnar sem seðja græðgi gestanna. Sömu veitingahúsakeðjur sjá um sullið ofan í fólkið meðan illa launað starfsfólk reynir að komast í gegnum daginn og yfir öllu glymur kauphvetjandi hávaði kenndur við tónlist. Er ekki ráð að fara að halda hinsegin daga á Eyrinni áður en þetta fer að snúast uppí eitthvað sem minnir á danska einokunardaga?
Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar
Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar