Helgi: Skammaði Castillion fyrir þetta Svava Kristín Gretarsdóttir skrifar 12. ágúst 2019 22:26 Helgi var ekki sáttur við gula spjaldið sem Castillion fékk í seinni hálfleik. vísir/bára „Þetta er mikill léttir,“ sagði Helgi Sigurðsson, þjálfari Fylkis, eftir 2-1 sigurinn á Grindavík í kvöld. Fylkir skoraði tvö mörk strax í upphafi leiks og missti þá forystu ekki niður. „Við vissum að þetta yrði hörkuleikur og mér fannst þetta vera nokkuð öruggt allan tímann. Við náðum að skora tvö mörk snemma leiks og náðum að halda þeim að mestu frá markinu. Við vissum alveg að þeir myndu fá einhver færi í leiknum, það pirraði mig samt að þeir skyldu skora þetta mark í lokin en við unnum leikinn og það er það sem er mikilvægast.“ Fylkir þétti vörnina í seinni hálfleik og voru Grindvíkingar meira með boltann meðan Fylkismenn gáfu full mikið færi á sér. Helgi segir að það hafi ekki verið planið en að þeir hafi viljað halda hreinu og sigurinn sé það sem skiptir öllu máli. „Það sem við vildum gera í seinni hálfleik var að halda markinu hreinu, vera grimmir, vinna boltann á miðju svæðinu og keyra hratt á þá á meðan þeir reyndu að minnka muninn. Við vissum alltaf að þeir kæmu með einhver áhlaup en við vorum bara ekki nógu klókir. Við vörðumst hins vegar vel og sigurinn var sanngjarn.“ Geoffrey Castillion fékk að líta gula spjaldið er hann henti frá sér boltanum. Engu líkara var en að hann hafi reynt að sækja sér þetta spjald sem setur hann í leikbann í næstu umferð. Næsti leikur er gegn FH en hann hefði ekki spilað þann leik hvort sem var þar sem hann er á láni frá FH. Helgi segir að ekkert hafi verið á bakvið þetta spjald hjá Castillion. „Nei, ekki neitt, enda skammaði ég hann fyrir þetta,“ sagði Helgi sem hafði ekkert meira um þetta að segja. Fylkir mætir, eins og áður sagði FH, í næstu umferð. Helgi segir að þeir séu meðvitaðir um mikilvægi allra leikja á þessum tímapunkti og að það sé ekki í boði að slaka á í eina einustu mínútu það sem eftir er tímabils. „Allir leikir í þessari deild eru erfiðir sama hvort það sé FH eða Grindavík, þetta eru allt úrslitaleikir miðað við það hvernig deildin er að spilast. Maður getur ekki leyft sér að slappa af í mínútu og við erum alveg meðvitaðir um það. FH leikurinn er gott próf fyrir okkur, við gerðum jafntefli við þá síðast og ætlum okkur það ef ekki meira,“ sagði Helgi um leikinn gegn FH í næstu umferð. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Enski boltinn Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Fótbolti Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslenski boltinn Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Handbolti Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Enski boltinn Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Fótbolti Fleiri fréttir Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Guy Smit frá KR til Vestra Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Vigdís Lilja seld til Anderlecht KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð KR Reykjavíkurmeistari eftir öruggan sigur á Val Páll sækist ekki eftir endurkjöri hjá KR Norðurálsmótið fagnar fjörutíu ára afmæli í ár Atli Guðna auglýsir eftir strákum í fótbolta: „Markmiðið að hafa gaman“ Tvö af þremur félögum í úrslitaleik Reykjavíkurmóts kvenna eru frá Garðabæ Einbeittur brotavilji Víkinga ÍBV fær stóran og sterkan miðvörð Mætti Barcelona í byrjun mánaðar en spilar með Fram í Bestu í sumar Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Þróttur fær aðra úr Árbænum Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Víkingar fá mikinn liðsstyrk Valur semur við norskan miðvörð Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Atli á leið til Víkings Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Sjá meira
„Þetta er mikill léttir,“ sagði Helgi Sigurðsson, þjálfari Fylkis, eftir 2-1 sigurinn á Grindavík í kvöld. Fylkir skoraði tvö mörk strax í upphafi leiks og missti þá forystu ekki niður. „Við vissum að þetta yrði hörkuleikur og mér fannst þetta vera nokkuð öruggt allan tímann. Við náðum að skora tvö mörk snemma leiks og náðum að halda þeim að mestu frá markinu. Við vissum alveg að þeir myndu fá einhver færi í leiknum, það pirraði mig samt að þeir skyldu skora þetta mark í lokin en við unnum leikinn og það er það sem er mikilvægast.“ Fylkir þétti vörnina í seinni hálfleik og voru Grindvíkingar meira með boltann meðan Fylkismenn gáfu full mikið færi á sér. Helgi segir að það hafi ekki verið planið en að þeir hafi viljað halda hreinu og sigurinn sé það sem skiptir öllu máli. „Það sem við vildum gera í seinni hálfleik var að halda markinu hreinu, vera grimmir, vinna boltann á miðju svæðinu og keyra hratt á þá á meðan þeir reyndu að minnka muninn. Við vissum alltaf að þeir kæmu með einhver áhlaup en við vorum bara ekki nógu klókir. Við vörðumst hins vegar vel og sigurinn var sanngjarn.“ Geoffrey Castillion fékk að líta gula spjaldið er hann henti frá sér boltanum. Engu líkara var en að hann hafi reynt að sækja sér þetta spjald sem setur hann í leikbann í næstu umferð. Næsti leikur er gegn FH en hann hefði ekki spilað þann leik hvort sem var þar sem hann er á láni frá FH. Helgi segir að ekkert hafi verið á bakvið þetta spjald hjá Castillion. „Nei, ekki neitt, enda skammaði ég hann fyrir þetta,“ sagði Helgi sem hafði ekkert meira um þetta að segja. Fylkir mætir, eins og áður sagði FH, í næstu umferð. Helgi segir að þeir séu meðvitaðir um mikilvægi allra leikja á þessum tímapunkti og að það sé ekki í boði að slaka á í eina einustu mínútu það sem eftir er tímabils. „Allir leikir í þessari deild eru erfiðir sama hvort það sé FH eða Grindavík, þetta eru allt úrslitaleikir miðað við það hvernig deildin er að spilast. Maður getur ekki leyft sér að slappa af í mínútu og við erum alveg meðvitaðir um það. FH leikurinn er gott próf fyrir okkur, við gerðum jafntefli við þá síðast og ætlum okkur það ef ekki meira,“ sagði Helgi um leikinn gegn FH í næstu umferð.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Enski boltinn Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Fótbolti Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslenski boltinn Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Handbolti Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Enski boltinn Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Fótbolti Fleiri fréttir Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Guy Smit frá KR til Vestra Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Vigdís Lilja seld til Anderlecht KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð KR Reykjavíkurmeistari eftir öruggan sigur á Val Páll sækist ekki eftir endurkjöri hjá KR Norðurálsmótið fagnar fjörutíu ára afmæli í ár Atli Guðna auglýsir eftir strákum í fótbolta: „Markmiðið að hafa gaman“ Tvö af þremur félögum í úrslitaleik Reykjavíkurmóts kvenna eru frá Garðabæ Einbeittur brotavilji Víkinga ÍBV fær stóran og sterkan miðvörð Mætti Barcelona í byrjun mánaðar en spilar með Fram í Bestu í sumar Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Þróttur fær aðra úr Árbænum Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Víkingar fá mikinn liðsstyrk Valur semur við norskan miðvörð Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Atli á leið til Víkings Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Sjá meira