„Spark í rassinn til að gíra okkur upp í þetta“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 22. ágúst 2025 10:31 Hólmar Örn spilar sinn fyrsta úrslitaleik á Laugardalsvelli í kvöld. sýn sport skjáskot „Minn fyrsti bikarúrslitaleikur hérna heima, þannig að menn eru spenntir“ segir Hólmar Örn Eyjólfsson fyrirliði Vals fyrir úrslitaleikinn gegn Vestra sem fer fram á Laugardalsvelli í kvöld. Hann stefnir á að lyfta báðum titlunum sem eru í boði í íslenska boltanum og vonar að skellurinn gegn ÍBV í síðasta leik lyfti liðinu upp á tærnar. Mikil eftirvænting Valur hefur ellefu sinnum áður orðið bikarmeistari en ekki spilað úrslitaleik síðan 2016. „Þetta hefur mikla þýðingu fyrir klúbb eins og Val. Það er alltaf stefnt á báða titlana og við erum á réttri leið með það“ segir Hólmar en Valur situr einmitt í efsta sæti Bestu deildarinnar og á góðan möguleika á því að vinna tvöfalt. Eftirvæntingin er mikil fyrir bikarúrslitaleiknum og Hólmar segist finna fyrir því á æfingum. „Það er óhjákvæmilegt að það verði aðeins meiri spenningur en það þarf líka að passa að spennustigið verði ekki of mikið, halda ákveðnu jafnvægi í þessu og spila okkar leik.“ Spark í rassinn í Vestmannaeyjum Valur fékk slæman skell í síðasta deildarleik og tapaði 4-1 fyrir ÍBV í Vestmannaeyjum, eftir að hafa farið taplaust í gegnum sjö leiki á undan. Hólmar segir það ekki hafa áhrif. „Þetta eru tvær mismunandi keppnir og við höfum nú áður fengið svona skell á þessu tímabili, eftir það komum við virkilega sterkir til baka. Þurfum að nota það sem alvöru spark í rassinn til að gíra okkur upp í þetta.“ Gríðarlega vel skipulagt Vestralið Vestri er að spila bikarúrslitaleik í fyrsta sinn í sögu félagsins en liðið hefur áður leikið á Laugardalsvelli, þegar það tryggði sér sæti í Bestu deildinni í úrslitaleik gegn Aftureldingu. „Vestri er lið sem er gott að setja upp einstaka leiki. Gríðarlega vel skipulagðir og hafa sýnt það í allt sumar. Erfitt að brjóta þá niður og erfitt að skapa færi á móti þeim. Við þurfum að finna leiðir til að brjóta þá aftur og vera klárir gegn skyndisóknunum hjá þeim.“ Góð stemning og verður vonandi betri Stuðningsmenn Vals hafa fjölmennt á leiki undanfarið og liðið hefur lagt mikið upp úr því að fá fólk til að klappa og hvetja. „Búin að vera mikil stemning hjá okkur á leikjum undanfarið og verður vonandi bara enn meiri á Laugardalsvellinum“ segir Hólmar en viðtalið í heild sinni má sjá hér fyrir neðan. Klippa: Hólmar Örn fyrir bikarúrslitaleikinn Bikarúrslitaleikur Vals og Vestra hefst klukkan sjö í kvöld og verður í beinni textalýsingu á Vísi. Mjólkurbikar karla Valur Vestri Tengdar fréttir „Stór og merkilegur viðburður fyrir okkur“ „Ég trúi ekki öðru en að fólk nýti þetta tækifæri,“ segir Davíð Smári Lamude, þjálfari Vestra, fyrir stærsta leik í sögu félagsins en í kvöld mætir Vestri liði Vals í úrslitaleik Mjólkurbikarsins í fótbolta. 22. ágúst 2025 08:59 Mest lesið Hafþór Júlíus keppir á „Steraleikunum“ Sport Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Íslenski boltinn Hversu lengi þolir Liverpool-fólk þennan hundleiðinlega fótbolta? Enski boltinn Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Íslenski boltinn „Við erum meistarar, ekki þeir“ Enski boltinn Sakfelldur fyrir að framleiða barnaníðsefni en fer ekki í fangelsi Enski boltinn Hafnaði Val og fer heim til Eyja Handbolti Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Íslenski boltinn Nýfæddur sonur Stefáns Teits tefur félagaskiptin Fótbolti Sjáðu sögulega seint sigurmark og Manchester-liðin missa frá sér sigra Enski boltinn Fleiri fréttir Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Elías mættur til meistaranna KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Sjá meira
Mikil eftirvænting Valur hefur ellefu sinnum áður orðið bikarmeistari en ekki spilað úrslitaleik síðan 2016. „Þetta hefur mikla þýðingu fyrir klúbb eins og Val. Það er alltaf stefnt á báða titlana og við erum á réttri leið með það“ segir Hólmar en Valur situr einmitt í efsta sæti Bestu deildarinnar og á góðan möguleika á því að vinna tvöfalt. Eftirvæntingin er mikil fyrir bikarúrslitaleiknum og Hólmar segist finna fyrir því á æfingum. „Það er óhjákvæmilegt að það verði aðeins meiri spenningur en það þarf líka að passa að spennustigið verði ekki of mikið, halda ákveðnu jafnvægi í þessu og spila okkar leik.“ Spark í rassinn í Vestmannaeyjum Valur fékk slæman skell í síðasta deildarleik og tapaði 4-1 fyrir ÍBV í Vestmannaeyjum, eftir að hafa farið taplaust í gegnum sjö leiki á undan. Hólmar segir það ekki hafa áhrif. „Þetta eru tvær mismunandi keppnir og við höfum nú áður fengið svona skell á þessu tímabili, eftir það komum við virkilega sterkir til baka. Þurfum að nota það sem alvöru spark í rassinn til að gíra okkur upp í þetta.“ Gríðarlega vel skipulagt Vestralið Vestri er að spila bikarúrslitaleik í fyrsta sinn í sögu félagsins en liðið hefur áður leikið á Laugardalsvelli, þegar það tryggði sér sæti í Bestu deildinni í úrslitaleik gegn Aftureldingu. „Vestri er lið sem er gott að setja upp einstaka leiki. Gríðarlega vel skipulagðir og hafa sýnt það í allt sumar. Erfitt að brjóta þá niður og erfitt að skapa færi á móti þeim. Við þurfum að finna leiðir til að brjóta þá aftur og vera klárir gegn skyndisóknunum hjá þeim.“ Góð stemning og verður vonandi betri Stuðningsmenn Vals hafa fjölmennt á leiki undanfarið og liðið hefur lagt mikið upp úr því að fá fólk til að klappa og hvetja. „Búin að vera mikil stemning hjá okkur á leikjum undanfarið og verður vonandi bara enn meiri á Laugardalsvellinum“ segir Hólmar en viðtalið í heild sinni má sjá hér fyrir neðan. Klippa: Hólmar Örn fyrir bikarúrslitaleikinn Bikarúrslitaleikur Vals og Vestra hefst klukkan sjö í kvöld og verður í beinni textalýsingu á Vísi.
Mjólkurbikar karla Valur Vestri Tengdar fréttir „Stór og merkilegur viðburður fyrir okkur“ „Ég trúi ekki öðru en að fólk nýti þetta tækifæri,“ segir Davíð Smári Lamude, þjálfari Vestra, fyrir stærsta leik í sögu félagsins en í kvöld mætir Vestri liði Vals í úrslitaleik Mjólkurbikarsins í fótbolta. 22. ágúst 2025 08:59 Mest lesið Hafþór Júlíus keppir á „Steraleikunum“ Sport Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Íslenski boltinn Hversu lengi þolir Liverpool-fólk þennan hundleiðinlega fótbolta? Enski boltinn Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Íslenski boltinn „Við erum meistarar, ekki þeir“ Enski boltinn Sakfelldur fyrir að framleiða barnaníðsefni en fer ekki í fangelsi Enski boltinn Hafnaði Val og fer heim til Eyja Handbolti Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Íslenski boltinn Nýfæddur sonur Stefáns Teits tefur félagaskiptin Fótbolti Sjáðu sögulega seint sigurmark og Manchester-liðin missa frá sér sigra Enski boltinn Fleiri fréttir Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Elías mættur til meistaranna KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Sjá meira
„Stór og merkilegur viðburður fyrir okkur“ „Ég trúi ekki öðru en að fólk nýti þetta tækifæri,“ segir Davíð Smári Lamude, þjálfari Vestra, fyrir stærsta leik í sögu félagsins en í kvöld mætir Vestri liði Vals í úrslitaleik Mjólkurbikarsins í fótbolta. 22. ágúst 2025 08:59