Leggja fram sáttatilboð í Árskógamálinu Berghildur Erla Bernharðsdóttir og Tryggvi Páll Tryggvason skrifa 12. ágúst 2019 18:49 Félag eldri borgara reisti 68 nýjar íbúðir í Árskógum í Breiðholti fyrir félagsmenn sína. Vísir Félag eldri borgara í Reykjavík mun í kvöld leggja fram sáttatilboð í Árskógamálinu svokallaða og vonast forsvarsmenn félagsins til þess að þeir sem keypt hafa íbúðir í byggingum félagsins að Árskógum í Reykjavík muni taka tilboðinu. Líkt og greint hefur frá voru kaupendur krafðir um milljóna aukagreiðslu fyrir íbúðirnar vegna 400 milljóna aukakostnaðar sem varð til vegna vanáætlunar byggingarnefndar félagsins. Sumir kaupendur samþykktu að greiða aukagreiðsluna en aðrir hafa sagst ætla að fara í mál við félagið. Í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld greindi Sigríður Snæbjörnsdóttir varaformaður félagsins hins vegar frá því að sáttatilboð í málinu yrði kynnt í kvöld. „Það liggur fyrst og fremst í því að fjármögnunaraðilar og framkvæmdaaðilar hafa komið á móts við kaupendur um að lækka þennan mismun sem liggur núna í 252 milljónum króna en var áður í rúmum 400 milljónum,“ sagði Sigríður. Þetta myndi hafa þau áhrif að aukagreiðslur kaupenda muni lækka. „Þetta hefur víðtæk áhrif. Til dæmis má nefna að þeir kaupendur sem voru áður í stórum íbúðum og þurftu að greiða sjö milljónir þurfa núna að greiða 4,4 milljónir. Þeir sem voru í smærri íbúðum og þurftu að greiða 4 milljónir en greiða nú 2,5 milljónir. Í því liggur tilboðið,“ sagði Sigríður. Sagði hún að kaupendum yrði kynnt tilboðið eins hratt og mögulegt er og vonir stæðu til að allir kaupendur þeirra 68 íbúða sem um ræðir myndu taka tilboðinu. „Í því liggur von okkar.“Hver kaupandi greiði 37 prósent minna en áður var krafist Í tilkynningu frá Félagi eldri borgar segir að allir félagsmenn sem eru kaupendur íbúða við Árskóga 1 og 3 í Reykjavík og undirrita, eða hafa undirritað, skilmálabreytingu vegna kaupsamninga fái niðurfelldan hluta af kostnaðarverði íbúða sinna. „Í kjölfar viðræðna sem staðið hafa yfir síðustu daga við framkvæmdar- og fjármögnunaraðila verkefnisins, hefur félagið samið um að fá afslátt af kostnaðarverði íbúðanna. Þá leggur félagið einnig sjálft til fjármuni til sáttarinnar en samtals eru það 149 milljónir króna sem dreifast á kaupendur í formi afsláttar.“Það þýði að hver kaupandi greiði 37 prósent minna en áður hafði verið gerð krafa um. Þeir kaupendur sem sátu í byggingarnefnd eða gegndu trúnaðarstörfum hjá félaginu á byggingartímanum hafa lýst því yfir að þeir afsali sér rétti til afsláttarins. Þeirra hlutur í afslættinum dreifist því til hækkunar á hlut annarra kaupenda sem ganga að þessu sáttaboði og er inni í heildarlækkuninni sem fram kemur hér að framan, að því er fram kemur í tilkynningunni.Sigríður Snæbjörnsdóttir, varaformaður Félags eldri borgara.Vísir/SigurjónByggingarnefndin stígur til hliðar og málið rannsakað Þá greinir stjórn Félags eldri borgara í Reykjavík frá því að byggingarnefnd félagsins hafi óskað eftir því að stíga til hliðar vegna þess í hvaða farveg málið er komið og til að stuðla að sátt.Það sé von félagsins að samstaða náist um framangreinda tillögu hjá öllum kaupendum íbúða að Árskógum 1-3. „Ljóst er að draga verður lærdóm af þeim afdrífaríku mistökum sem gerð voru í tengslum við verðlagningu og samninga vegna íbúðanna. Endurskoða þarf með hvaða hætti staðið er að framkvæmdum sem þessum. Stjórnin hyggst í framhaldinu láta fara fram rannsókn á því hvernig mistökin áttu sér stað.Allir sem hafa orðið fyrir áhrifum af mistökunum og búið hafa við óvissu vegna þeirra eru beðnir innilega velvirðingar,“ segir í tilkynningunni. Húsnæðismál Mest lesið Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Innlent Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Innlent Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Innlent Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Innlent Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Innlent „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Erlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent Fleiri fréttir „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Sjá meira
Félag eldri borgara í Reykjavík mun í kvöld leggja fram sáttatilboð í Árskógamálinu svokallaða og vonast forsvarsmenn félagsins til þess að þeir sem keypt hafa íbúðir í byggingum félagsins að Árskógum í Reykjavík muni taka tilboðinu. Líkt og greint hefur frá voru kaupendur krafðir um milljóna aukagreiðslu fyrir íbúðirnar vegna 400 milljóna aukakostnaðar sem varð til vegna vanáætlunar byggingarnefndar félagsins. Sumir kaupendur samþykktu að greiða aukagreiðsluna en aðrir hafa sagst ætla að fara í mál við félagið. Í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld greindi Sigríður Snæbjörnsdóttir varaformaður félagsins hins vegar frá því að sáttatilboð í málinu yrði kynnt í kvöld. „Það liggur fyrst og fremst í því að fjármögnunaraðilar og framkvæmdaaðilar hafa komið á móts við kaupendur um að lækka þennan mismun sem liggur núna í 252 milljónum króna en var áður í rúmum 400 milljónum,“ sagði Sigríður. Þetta myndi hafa þau áhrif að aukagreiðslur kaupenda muni lækka. „Þetta hefur víðtæk áhrif. Til dæmis má nefna að þeir kaupendur sem voru áður í stórum íbúðum og þurftu að greiða sjö milljónir þurfa núna að greiða 4,4 milljónir. Þeir sem voru í smærri íbúðum og þurftu að greiða 4 milljónir en greiða nú 2,5 milljónir. Í því liggur tilboðið,“ sagði Sigríður. Sagði hún að kaupendum yrði kynnt tilboðið eins hratt og mögulegt er og vonir stæðu til að allir kaupendur þeirra 68 íbúða sem um ræðir myndu taka tilboðinu. „Í því liggur von okkar.“Hver kaupandi greiði 37 prósent minna en áður var krafist Í tilkynningu frá Félagi eldri borgar segir að allir félagsmenn sem eru kaupendur íbúða við Árskóga 1 og 3 í Reykjavík og undirrita, eða hafa undirritað, skilmálabreytingu vegna kaupsamninga fái niðurfelldan hluta af kostnaðarverði íbúða sinna. „Í kjölfar viðræðna sem staðið hafa yfir síðustu daga við framkvæmdar- og fjármögnunaraðila verkefnisins, hefur félagið samið um að fá afslátt af kostnaðarverði íbúðanna. Þá leggur félagið einnig sjálft til fjármuni til sáttarinnar en samtals eru það 149 milljónir króna sem dreifast á kaupendur í formi afsláttar.“Það þýði að hver kaupandi greiði 37 prósent minna en áður hafði verið gerð krafa um. Þeir kaupendur sem sátu í byggingarnefnd eða gegndu trúnaðarstörfum hjá félaginu á byggingartímanum hafa lýst því yfir að þeir afsali sér rétti til afsláttarins. Þeirra hlutur í afslættinum dreifist því til hækkunar á hlut annarra kaupenda sem ganga að þessu sáttaboði og er inni í heildarlækkuninni sem fram kemur hér að framan, að því er fram kemur í tilkynningunni.Sigríður Snæbjörnsdóttir, varaformaður Félags eldri borgara.Vísir/SigurjónByggingarnefndin stígur til hliðar og málið rannsakað Þá greinir stjórn Félags eldri borgara í Reykjavík frá því að byggingarnefnd félagsins hafi óskað eftir því að stíga til hliðar vegna þess í hvaða farveg málið er komið og til að stuðla að sátt.Það sé von félagsins að samstaða náist um framangreinda tillögu hjá öllum kaupendum íbúða að Árskógum 1-3. „Ljóst er að draga verður lærdóm af þeim afdrífaríku mistökum sem gerð voru í tengslum við verðlagningu og samninga vegna íbúðanna. Endurskoða þarf með hvaða hætti staðið er að framkvæmdum sem þessum. Stjórnin hyggst í framhaldinu láta fara fram rannsókn á því hvernig mistökin áttu sér stað.Allir sem hafa orðið fyrir áhrifum af mistökunum og búið hafa við óvissu vegna þeirra eru beðnir innilega velvirðingar,“ segir í tilkynningunni.
Húsnæðismál Mest lesið Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Innlent Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Innlent Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Innlent Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Innlent Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Innlent „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Erlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent Fleiri fréttir „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Sjá meira