Birta myndskeið af tilræðismanninum í Kaupmannahöfn Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 12. ágúst 2019 15:15 Sprengingin við hverfislögreglustöð við Norðurbrú aðfaranótt föstudags er níunda í röðinni á innan við hálfu ári. Lögreglan í Kaupmannahöfn hefur birt myndskeið úr öryggismyndavélum sem sýnir sökudólginn sem kom fyrir sprengju við fyrir utan lögreglustöð við Hermodsgade í Kaupmannahöfn aðfaranótt föstudagsins. Lögreglan birti myndskeiðið í þeirri von að hægt verði að upplýsa um þann sem ber ábyrgð á sprengjuárásinni í Norðurbrú. Um er að ræða níundu sprengjuárásina í Kaupmannahöfn á innan við hálfu ári. Sprengingin við lögreglustöðina varð örfáum dögum eftir kraftmikla sprengingu við aðalskrifstofur dönsku Skattstofuna í Austurbrú. Myndskeiðið sýnir tilræðismanninn við Hermodsgade í Norðurbrú leggja frá sér svartan plastpoka við lögreglustöðina en talið er að sprengjan hafi verið í pokanum. Athygli vekur að maðurinn klæddist dökklituðum vetrarklæðnaði. Lögreglan biðlar til almennings að hafa samband ef einhver verður var við dularfulla manneskju í fatnaði sem hæfir ekki árstíðinni. Hátt í 80 landsmenn hafa haft samband við lögreglu og komið á framfæri ábendingum og mögulegum vísbendingum. Lögregluyfirvöldum virðist þó ekki hafa orðið ágengt í leitinni en á blaðamannafundi í dag kallaði lögreglan eftir því að tiltekin vitni gæfu sig fram við lögreglu í tengslum við rannsókn málsins. Á meðal þeirra voru leigubílstjóri og tveir hjólreiðarmenn sem fóru framhjá dönsku Skattstofunni rétt áður en árásarmaðurinn lét til skarar skríða. Enginn slasaðist í sprengingunni en skemmdir urðu á framhlið lögrelgustöðvarinnar, rétt eins og á dönsku Skattstofunni. Lögreglan hefur þó sagt að of snemmt sé að álykta um að málin tvö tengist.Danska ríkisútvarpið hefur eftir Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur, ástandið sé talið alvarlegt og að ástæða hefði þótt til að kalla saman öryggisnefnd ríkisins. „Það er lykilatriði að lögreglan og þegnar þessa lands geti fundið til öryggis í vinnunni og á röltinu á milli staða í borginni,“ sagði Mette. Kraftmikil sprenging varð á ellefta tímanum við dönsku Skattstofuna síðastliðið þriðjudagskvöld. Enginn slasaðist alvarlega en einn varð fyrir braki frá sprengingunni og þurfti að leita á sjúkrahús. Framhlið Skattstofunnar fór illa í sprengingunni þannig að stórsá á anddyri byggingarinnar. Starfsfólk Skattstofunnar sneri aftur til vinnu á föstudag og var uggandi vegna tilræðisins og upplifði sig ekki öruggt í vinnunni. Danmörk Tengdar fréttir Sprenging við dönsku Skattstofuna: "Þetta er afar ofbeldisfullur verknaður“ Íbúar í nærliggjandi húsum í Austurbrú hrukku í kút við hvellinn og lýstu því við fréttastofu DR hvernig rúðurnar á heimili þeirra nötruðu. 7. ágúst 2019 08:01 Kraftaverk að enginn slasaðist alvarlega Forsætisráðherra Danmerkur hélt stutta ræðu á blaðamannafundi vegna sprengingarinnar sem varð í Austurbrú í gær. 7. ágúst 2019 11:16 Sprenging við lögreglustöð í Kaupmannahöfn Sprenging varð fyrir utan lögreglustöð í Kaupmannahöfn í nótt, aðeins nokkrum dögum eftir að sambærileg sprenging varð fyrir utan Skattstofu Danmerkur á þriðjudagskvöld. Engin slys urðu á fólki. 10. ágúst 2019 08:55 Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ Innlent Fleiri fréttir Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Sjá meira
Lögreglan í Kaupmannahöfn hefur birt myndskeið úr öryggismyndavélum sem sýnir sökudólginn sem kom fyrir sprengju við fyrir utan lögreglustöð við Hermodsgade í Kaupmannahöfn aðfaranótt föstudagsins. Lögreglan birti myndskeiðið í þeirri von að hægt verði að upplýsa um þann sem ber ábyrgð á sprengjuárásinni í Norðurbrú. Um er að ræða níundu sprengjuárásina í Kaupmannahöfn á innan við hálfu ári. Sprengingin við lögreglustöðina varð örfáum dögum eftir kraftmikla sprengingu við aðalskrifstofur dönsku Skattstofuna í Austurbrú. Myndskeiðið sýnir tilræðismanninn við Hermodsgade í Norðurbrú leggja frá sér svartan plastpoka við lögreglustöðina en talið er að sprengjan hafi verið í pokanum. Athygli vekur að maðurinn klæddist dökklituðum vetrarklæðnaði. Lögreglan biðlar til almennings að hafa samband ef einhver verður var við dularfulla manneskju í fatnaði sem hæfir ekki árstíðinni. Hátt í 80 landsmenn hafa haft samband við lögreglu og komið á framfæri ábendingum og mögulegum vísbendingum. Lögregluyfirvöldum virðist þó ekki hafa orðið ágengt í leitinni en á blaðamannafundi í dag kallaði lögreglan eftir því að tiltekin vitni gæfu sig fram við lögreglu í tengslum við rannsókn málsins. Á meðal þeirra voru leigubílstjóri og tveir hjólreiðarmenn sem fóru framhjá dönsku Skattstofunni rétt áður en árásarmaðurinn lét til skarar skríða. Enginn slasaðist í sprengingunni en skemmdir urðu á framhlið lögrelgustöðvarinnar, rétt eins og á dönsku Skattstofunni. Lögreglan hefur þó sagt að of snemmt sé að álykta um að málin tvö tengist.Danska ríkisútvarpið hefur eftir Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur, ástandið sé talið alvarlegt og að ástæða hefði þótt til að kalla saman öryggisnefnd ríkisins. „Það er lykilatriði að lögreglan og þegnar þessa lands geti fundið til öryggis í vinnunni og á röltinu á milli staða í borginni,“ sagði Mette. Kraftmikil sprenging varð á ellefta tímanum við dönsku Skattstofuna síðastliðið þriðjudagskvöld. Enginn slasaðist alvarlega en einn varð fyrir braki frá sprengingunni og þurfti að leita á sjúkrahús. Framhlið Skattstofunnar fór illa í sprengingunni þannig að stórsá á anddyri byggingarinnar. Starfsfólk Skattstofunnar sneri aftur til vinnu á föstudag og var uggandi vegna tilræðisins og upplifði sig ekki öruggt í vinnunni.
Danmörk Tengdar fréttir Sprenging við dönsku Skattstofuna: "Þetta er afar ofbeldisfullur verknaður“ Íbúar í nærliggjandi húsum í Austurbrú hrukku í kút við hvellinn og lýstu því við fréttastofu DR hvernig rúðurnar á heimili þeirra nötruðu. 7. ágúst 2019 08:01 Kraftaverk að enginn slasaðist alvarlega Forsætisráðherra Danmerkur hélt stutta ræðu á blaðamannafundi vegna sprengingarinnar sem varð í Austurbrú í gær. 7. ágúst 2019 11:16 Sprenging við lögreglustöð í Kaupmannahöfn Sprenging varð fyrir utan lögreglustöð í Kaupmannahöfn í nótt, aðeins nokkrum dögum eftir að sambærileg sprenging varð fyrir utan Skattstofu Danmerkur á þriðjudagskvöld. Engin slys urðu á fólki. 10. ágúst 2019 08:55 Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ Innlent Fleiri fréttir Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Sjá meira
Sprenging við dönsku Skattstofuna: "Þetta er afar ofbeldisfullur verknaður“ Íbúar í nærliggjandi húsum í Austurbrú hrukku í kút við hvellinn og lýstu því við fréttastofu DR hvernig rúðurnar á heimili þeirra nötruðu. 7. ágúst 2019 08:01
Kraftaverk að enginn slasaðist alvarlega Forsætisráðherra Danmerkur hélt stutta ræðu á blaðamannafundi vegna sprengingarinnar sem varð í Austurbrú í gær. 7. ágúst 2019 11:16
Sprenging við lögreglustöð í Kaupmannahöfn Sprenging varð fyrir utan lögreglustöð í Kaupmannahöfn í nótt, aðeins nokkrum dögum eftir að sambærileg sprenging varð fyrir utan Skattstofu Danmerkur á þriðjudagskvöld. Engin slys urðu á fólki. 10. ágúst 2019 08:55