Manshaus réðst vopnaður inn í moskuna Al-Noor í Bærum í Noregi um helgina. Hann var klæddur hvítum einkennisbúningi, skotheldu vesti og hjálmi. Hann er grunaður um að hafa framið morð á 17 ára stjúpsystur sinni og sært einn með skotvopni í moskunni.
Manshaus leit illa út þegar hann var leiddur fyrir dómara í Osló í dag. Hann var allur bólginn og marinn eftir átök við Mohammed Rafiq, fyrrverandi hermann í pakistanska flughernum, í al-Noor moskunni í Bærum.
Rafiq náði að yfirbuga Manshaus eftir að hinn síðarnefndi náði að særa einn með skotvopni.
Manshaus neitar sök og hefur hingað til kosið að svara ekki spurningum lögreglunnar. Hann hyggst heldur ekki taka afstöðu til ákæru fyrir dómi.