Farage hæddist að konungsfjölskyldunni vegna loftslagsbreytinga Kjartan Kjartansson skrifar 12. ágúst 2019 09:49 Farage á ráðstefnu hægrimanna í Sydney um helgina. Vísir/EPA Nigel Farage, leiðtogi Brexit-flokksins, fór háðulegum orðum um bresku konungsfjölskylduna, sérstaklega Hinrik prins og bandaríska konu hans, Meghan Markle, í ræðu hjá áströlskum íhaldsmönnum. Ástæðan er meðal annars umhverfishyggja Hinriks og konungsfjölskyldunnar. Breska blaðið The Guardian segir frá ummælum Farage á ráðstefnu íhaldsmanna í Sydney á laugardag. Ræðan var ekki opin fjölmiðlum en blaðið heyrði upptöku af hluta hennar. Þar heyrist Farage lofa Elísabetu drottningu en gera gys að Karli Bretaprinsi og syni hans Hinriki. Fullyrti Farage að „græningjar“ hefðu tekið yfir Bretland. „Þegar það kemur að syni hennar, þegar það kemur að drengnum Kalla og loftslagsbreytingum, æ, æ, æ. Móðir hennar, hennar hátign drottningarmóðirin, var aðeins í yfirþyngd, keðjureykjandi gindrykkjukona sem lifði til 101 árs aldurs. Allt sem ég get sagt er að drengurinn Kalli er núna á áttræðisaldri…megi drottningin lifa mjög, mjög lengi,“ sagði Farage. Líkt og margir aðrir þjóðernispopúlistar á Vesturlöndum hefur Farage lýst vanskilningi á orsökum og afleiðingum loftslagsbreytinga af völdum manna. Hann var eini Evrópuþingmaðurinn sem neitaði að klappa við ræðu Karls Bretaprins um loftslagsbreytingar árið 2008.Hertogahjónin af Sussex ætla ekki að eignast fleiri en tvö börn af umhverfisástæðum. Það finnst Farage kjánalegt.Vísir/EPAKennir Markle um hvernig Hinrik hefur breyst Hinrik prins og kona hans Meghan Markle fengu ekki betri útreið hjá Farage sem vísaði til orða Hinriks um að þau hjónin ætluðu ekki að eignast fleiri en tvö börn til að lágmarka umhverfisfótspor þeirra. „Ef ég vil að drottningin lifi lengi til að koma í veg fyrir að drengurinn Kalli verður konungur þá vil ég að drengurinn Kalli lifi enn lengur og að Vilhjálmur lifi að eilífu til að koma í veg fyrir að Hinrik verði konungur,“ sagði Farage. Kenndi Brexit-leiðtoginn Markle um hvernig hann taldi illa komið fyrir Hinriki prins. „Hryllilegt! Hér var Hinrik, þessi ungi, hugrakki, fyrirgangssamur, karlmaður út í gegn, að lenda í vandræðum, mæta í steggjapartí í óviðeigandi fötum, drekka of mikið og valda alls kyns glundroða. Hann var sá vinsælasti af yngri kynslóð konungsfjölskyldunnar sem við höfum sé ð í hundrað ár. Og svo hitti hann Meghan Markle og þetta hefur allt hrunið,“ sagði Farage. Virtist hann þar vísa til uppákomu þegar Hinrik prins mætti í samkvæmi í nasistabúning á sínum yngri árum. Talsmaður Farage segir að orð hans í Ástralíu hafi verið tekin úr samhengi. Hann hafi til að mynda alls ekki ráðist að drotningarmóðurinni. Bretland Kóngafólk Loftslagsmál Mest lesið Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent „Gamla góða Ísland, bara betra“ Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Erlent Fleiri fréttir Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Sjá meira
Nigel Farage, leiðtogi Brexit-flokksins, fór háðulegum orðum um bresku konungsfjölskylduna, sérstaklega Hinrik prins og bandaríska konu hans, Meghan Markle, í ræðu hjá áströlskum íhaldsmönnum. Ástæðan er meðal annars umhverfishyggja Hinriks og konungsfjölskyldunnar. Breska blaðið The Guardian segir frá ummælum Farage á ráðstefnu íhaldsmanna í Sydney á laugardag. Ræðan var ekki opin fjölmiðlum en blaðið heyrði upptöku af hluta hennar. Þar heyrist Farage lofa Elísabetu drottningu en gera gys að Karli Bretaprinsi og syni hans Hinriki. Fullyrti Farage að „græningjar“ hefðu tekið yfir Bretland. „Þegar það kemur að syni hennar, þegar það kemur að drengnum Kalla og loftslagsbreytingum, æ, æ, æ. Móðir hennar, hennar hátign drottningarmóðirin, var aðeins í yfirþyngd, keðjureykjandi gindrykkjukona sem lifði til 101 árs aldurs. Allt sem ég get sagt er að drengurinn Kalli er núna á áttræðisaldri…megi drottningin lifa mjög, mjög lengi,“ sagði Farage. Líkt og margir aðrir þjóðernispopúlistar á Vesturlöndum hefur Farage lýst vanskilningi á orsökum og afleiðingum loftslagsbreytinga af völdum manna. Hann var eini Evrópuþingmaðurinn sem neitaði að klappa við ræðu Karls Bretaprins um loftslagsbreytingar árið 2008.Hertogahjónin af Sussex ætla ekki að eignast fleiri en tvö börn af umhverfisástæðum. Það finnst Farage kjánalegt.Vísir/EPAKennir Markle um hvernig Hinrik hefur breyst Hinrik prins og kona hans Meghan Markle fengu ekki betri útreið hjá Farage sem vísaði til orða Hinriks um að þau hjónin ætluðu ekki að eignast fleiri en tvö börn til að lágmarka umhverfisfótspor þeirra. „Ef ég vil að drottningin lifi lengi til að koma í veg fyrir að drengurinn Kalli verður konungur þá vil ég að drengurinn Kalli lifi enn lengur og að Vilhjálmur lifi að eilífu til að koma í veg fyrir að Hinrik verði konungur,“ sagði Farage. Kenndi Brexit-leiðtoginn Markle um hvernig hann taldi illa komið fyrir Hinriki prins. „Hryllilegt! Hér var Hinrik, þessi ungi, hugrakki, fyrirgangssamur, karlmaður út í gegn, að lenda í vandræðum, mæta í steggjapartí í óviðeigandi fötum, drekka of mikið og valda alls kyns glundroða. Hann var sá vinsælasti af yngri kynslóð konungsfjölskyldunnar sem við höfum sé ð í hundrað ár. Og svo hitti hann Meghan Markle og þetta hefur allt hrunið,“ sagði Farage. Virtist hann þar vísa til uppákomu þegar Hinrik prins mætti í samkvæmi í nasistabúning á sínum yngri árum. Talsmaður Farage segir að orð hans í Ástralíu hafi verið tekin úr samhengi. Hann hafi til að mynda alls ekki ráðist að drotningarmóðurinni.
Bretland Kóngafólk Loftslagsmál Mest lesið Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent „Gamla góða Ísland, bara betra“ Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Erlent Fleiri fréttir Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Sjá meira