Óli Stefán: Þurftum stríðsmenn ekki dansara í dag Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 11. ágúst 2019 19:23 Óli Stefán hrósaði sínum mönnum fyrir frammistöðun gegn Stjörnunni. vísir/bára „Ég er gríðarlega stoltur af strákunum því þeir lögðu mikla vinnu í leikinn og stóðu við stóru orðin. Við þurftum að svara fyrir okkur eftir skituna gegn Breiðabliki,“ sagði Óli Stefán Flóventsson, þjálfari KA, í samtali við Vísi eftir sigurinn á Stjörnunni í dag. KA-menn voru flengdir af Blikum á fimmtudaginn en sýndu allt aðra og betri frammistöðu í dag. „Þá vantaði grunnvinnuna, vilja og dugnað, sem verður að einkenna lið eins og KA og hefur einkennt okkur á góðu köflunum í sumar. Fyrir leikinn sagði ég við strákana að við þyrftum stríðsmenn ekki dansara í dag,“ sagði Óli Stefán. Aðstæður voru mjög erfiðar í dag en völlurinn var blautur og þungur. „Í svona aðstæðum er það oft liðið sem vill þetta meira sem stendur uppi sem sigurvegari og mér fannst við gera það í dag,“ sagði Óli Stefán. Með sigrinum í dag komst KA upp úr fallsæti. Akureyringar eru samt í erfiðri stöðu og ef Grindvíkingar vinna Fylkismenn annað kvöld dettur KA aftur niður í fallsæti. „Þetta er bara staðan sem við erum í. Við tökum bara eitt verkefni fyrir í einu. Næst er erfiður útileikur gegn ÍBV. Í dag vorum við án sex leikmanna sem hafa verið í byrjunarliðinu, þar af fimm í öftustu línu, en vonandi tínast þeir inn einn af öðrum,“ sagði Óli Stefán. Einn þeirra sem var fjarverandi í dag var markvörðurinn Aron Dagur Birnuson sem meiddist gegn Breiðabliki. „Hann fékk þungt högg á lærið og er enn bólginn. Með svona meiðsli gætu þetta verið nokkrir dagar eða nokkrar vikur. Þetta kemur betur í ljós þegar bólgan hjaðnar,“ sagði Óli Stefán að endingu. Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun og einkunnir: KA - Stjarnan 4-2 | KA-menn upp úr fallsæti Veðrið lék stórt hlutverk í 4-2 sigri KA á Stjörnunni. KA-menn komust upp úr fallsæti með sigrinum. 11. ágúst 2019 18:45 Mest lesið Íslenskt stuðningsfólk varar við svindli í höllinni Handbolti Stærsta blað Slóveníu: Sársaukafull kennslustund Handbolti HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Handbolti Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Íslenski boltinn Einkunnir Strákanna okkar á móti Slóveníu: Viktor! Gísli! Hallgrímsson! Handbolti Solskjær: Lét mig vinna launalaust Fótbolti Óvænt rekinn með símtali rétt áður en Elísabet tók við Fótbolti Ísland byrjar á Egyptum og spilar tvo kvöldleiki Handbolti „Hann á eftir að verða betri, áttiði ykkur á því“ Handbolti Samfélagsmiðlar yfir sigrinum á Slóveníu: „Viktor Gísli bestur í heimi eða?“ Handbolti Fleiri fréttir Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Þróttur fær aðra úr Árbænum Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Víkingar fá mikinn liðsstyrk Valur semur við norskan miðvörð Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Atli á leið til Víkings Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Sjá meira
„Ég er gríðarlega stoltur af strákunum því þeir lögðu mikla vinnu í leikinn og stóðu við stóru orðin. Við þurftum að svara fyrir okkur eftir skituna gegn Breiðabliki,“ sagði Óli Stefán Flóventsson, þjálfari KA, í samtali við Vísi eftir sigurinn á Stjörnunni í dag. KA-menn voru flengdir af Blikum á fimmtudaginn en sýndu allt aðra og betri frammistöðu í dag. „Þá vantaði grunnvinnuna, vilja og dugnað, sem verður að einkenna lið eins og KA og hefur einkennt okkur á góðu köflunum í sumar. Fyrir leikinn sagði ég við strákana að við þyrftum stríðsmenn ekki dansara í dag,“ sagði Óli Stefán. Aðstæður voru mjög erfiðar í dag en völlurinn var blautur og þungur. „Í svona aðstæðum er það oft liðið sem vill þetta meira sem stendur uppi sem sigurvegari og mér fannst við gera það í dag,“ sagði Óli Stefán. Með sigrinum í dag komst KA upp úr fallsæti. Akureyringar eru samt í erfiðri stöðu og ef Grindvíkingar vinna Fylkismenn annað kvöld dettur KA aftur niður í fallsæti. „Þetta er bara staðan sem við erum í. Við tökum bara eitt verkefni fyrir í einu. Næst er erfiður útileikur gegn ÍBV. Í dag vorum við án sex leikmanna sem hafa verið í byrjunarliðinu, þar af fimm í öftustu línu, en vonandi tínast þeir inn einn af öðrum,“ sagði Óli Stefán. Einn þeirra sem var fjarverandi í dag var markvörðurinn Aron Dagur Birnuson sem meiddist gegn Breiðabliki. „Hann fékk þungt högg á lærið og er enn bólginn. Með svona meiðsli gætu þetta verið nokkrir dagar eða nokkrar vikur. Þetta kemur betur í ljós þegar bólgan hjaðnar,“ sagði Óli Stefán að endingu.
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun og einkunnir: KA - Stjarnan 4-2 | KA-menn upp úr fallsæti Veðrið lék stórt hlutverk í 4-2 sigri KA á Stjörnunni. KA-menn komust upp úr fallsæti með sigrinum. 11. ágúst 2019 18:45 Mest lesið Íslenskt stuðningsfólk varar við svindli í höllinni Handbolti Stærsta blað Slóveníu: Sársaukafull kennslustund Handbolti HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Handbolti Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Íslenski boltinn Einkunnir Strákanna okkar á móti Slóveníu: Viktor! Gísli! Hallgrímsson! Handbolti Solskjær: Lét mig vinna launalaust Fótbolti Óvænt rekinn með símtali rétt áður en Elísabet tók við Fótbolti Ísland byrjar á Egyptum og spilar tvo kvöldleiki Handbolti „Hann á eftir að verða betri, áttiði ykkur á því“ Handbolti Samfélagsmiðlar yfir sigrinum á Slóveníu: „Viktor Gísli bestur í heimi eða?“ Handbolti Fleiri fréttir Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Þróttur fær aðra úr Árbænum Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Víkingar fá mikinn liðsstyrk Valur semur við norskan miðvörð Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Atli á leið til Víkings Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Sjá meira
Umfjöllun og einkunnir: KA - Stjarnan 4-2 | KA-menn upp úr fallsæti Veðrið lék stórt hlutverk í 4-2 sigri KA á Stjörnunni. KA-menn komust upp úr fallsæti með sigrinum. 11. ágúst 2019 18:45