Einfalt að skipta skipaeldsneyti út fyrir rafmagn en vantar fjármagn Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 11. ágúst 2019 20:15 Hafnarstjóri Faxaflóahafna segir að efla þurfi eftirlit með því hvort að farþegaskip virði bann um að nota ekki svartolíu við hafnir hér á landi. Þá þurfi að koma til opinbert framlag svo að hægt sé að hraða uppbyggingu á umhverfisvænum háspennustöðvum í íslenskum höfnum sem sjái skipunum fyrir rafmagni í stað eldneytis. Árlega koma um 1500 skip til Reykjavíkurhafnar og hafa Faxaflóahafnir mælt útstreymi koltvísýrings frá þeim síðustu þrjú ár. Gísli Gíslason hafnarstjóri Faxaflóahafna segir skipin losa mikið magn koltvísýrings út í andrúmsloftið á hverju ári. „Árleg losun koltvísýrings er um 40-50 þúsund tonn og af þeim eru um 15 þúsund tonn frá um 200 skemmtiferðaskipakomum,“ segir Gísli. Ef landið allt er talið er árleg losun skipa um 30% af allri losun koltvísírings hér á landi samkvæmt upplýsingum frá Umhverfisstofnun. Hafnarstjóri segir að hægt sé að koma í veg fyrir stóran hluta þessarar mengunar með því að koma upp svokölluðum landtengingum með háspennustöðvum sem gætu þá séð þessum skipum fyrir rafmagni í stað eldsneytis. Slíkt verkefni sé þó afar dýrt og mikilvægt að hið opinbera styrki hafnirnar í að setja upp slíkan búnað. „Hafnirnar þyrftu að sjá um þetta en fjárhagur þeirra leyfir aðeins takmarkaða uppsetningu. Þá er spurning hvernig orkufyrirtækin gætu komið að þessu. Og svo er það þannig að í nágrannalöndum okkar fá hafnirnar opinbera styrki til svona verkefna en við erum svolítið einmana þegar kemur að þessum málum hér á landi,“ segir Gísli. Gísli segir enn fremur að bannað sé að nota svartolíu í íslenskum höfnum en til að framfylgja slíku banni þurfi að vera virkt eftirlit með skipunum. „Við erum með mikið af eftirliti sem þarfnast auka fjármagns og meiri mannafla með þessum málum. Það er mjög mikilvægt að reglum sem settar eru um þessi mál sé fylgt,“ segir Gísli. Umhverfismál Tengdar fréttir Skemmtiferðaskip losar fínt svifryk á við þúsundir bíla Mengunin getur orðið enn meiri undan vindi yfir byggð, að sögn dansks umhverfisverkfræðings sem mældi svifryksmegnun í Sundahöfn. 7. ágúst 2019 10:00 Telja skemmtiferðaskipin á réttri leið í mengunarmálum Hafnarstjórar Faxaflóahafna og Akureyrarhafnar eru sammála því að langt sé í að stærstu skemmtiferðaskipin geti tengst rafmagni í höfnum landsins sem myndi draga úr loftmengun. Fyrst þurfi að byggja upp innviði sem dugi minni skipunum. Komum skemmtiferðaskipa hefur fjölgað mikið á undanförnum árum. 20. júlí 2019 07:15 Útiloka stór skemmtiferðaskip frá vissum stöðum í Feneyjum Ítölsk stjórnvöld ætla að banna skemmtiferðaskipum yfir eitt þúsund tonn að sigla um elsta hluta Feneyja. Bannið sem tekur gildi í september er sett í kjölfar slyss er risaskemmtiferðaskip rakst á bryggju. 10. ágúst 2019 07:45 Mest lesið Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Segir Selenskí á leið til Washington Erlent Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Innlent Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Innlent Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Innlent Slökkviliðsmenn felldu samninginn Innlent „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Fleiri fréttir Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Slökkviliðsmenn felldu samninginn Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Ofbýður hvað Reykjavík er ljót „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sjá meira
Hafnarstjóri Faxaflóahafna segir að efla þurfi eftirlit með því hvort að farþegaskip virði bann um að nota ekki svartolíu við hafnir hér á landi. Þá þurfi að koma til opinbert framlag svo að hægt sé að hraða uppbyggingu á umhverfisvænum háspennustöðvum í íslenskum höfnum sem sjái skipunum fyrir rafmagni í stað eldneytis. Árlega koma um 1500 skip til Reykjavíkurhafnar og hafa Faxaflóahafnir mælt útstreymi koltvísýrings frá þeim síðustu þrjú ár. Gísli Gíslason hafnarstjóri Faxaflóahafna segir skipin losa mikið magn koltvísýrings út í andrúmsloftið á hverju ári. „Árleg losun koltvísýrings er um 40-50 þúsund tonn og af þeim eru um 15 þúsund tonn frá um 200 skemmtiferðaskipakomum,“ segir Gísli. Ef landið allt er talið er árleg losun skipa um 30% af allri losun koltvísírings hér á landi samkvæmt upplýsingum frá Umhverfisstofnun. Hafnarstjóri segir að hægt sé að koma í veg fyrir stóran hluta þessarar mengunar með því að koma upp svokölluðum landtengingum með háspennustöðvum sem gætu þá séð þessum skipum fyrir rafmagni í stað eldsneytis. Slíkt verkefni sé þó afar dýrt og mikilvægt að hið opinbera styrki hafnirnar í að setja upp slíkan búnað. „Hafnirnar þyrftu að sjá um þetta en fjárhagur þeirra leyfir aðeins takmarkaða uppsetningu. Þá er spurning hvernig orkufyrirtækin gætu komið að þessu. Og svo er það þannig að í nágrannalöndum okkar fá hafnirnar opinbera styrki til svona verkefna en við erum svolítið einmana þegar kemur að þessum málum hér á landi,“ segir Gísli. Gísli segir enn fremur að bannað sé að nota svartolíu í íslenskum höfnum en til að framfylgja slíku banni þurfi að vera virkt eftirlit með skipunum. „Við erum með mikið af eftirliti sem þarfnast auka fjármagns og meiri mannafla með þessum málum. Það er mjög mikilvægt að reglum sem settar eru um þessi mál sé fylgt,“ segir Gísli.
Umhverfismál Tengdar fréttir Skemmtiferðaskip losar fínt svifryk á við þúsundir bíla Mengunin getur orðið enn meiri undan vindi yfir byggð, að sögn dansks umhverfisverkfræðings sem mældi svifryksmegnun í Sundahöfn. 7. ágúst 2019 10:00 Telja skemmtiferðaskipin á réttri leið í mengunarmálum Hafnarstjórar Faxaflóahafna og Akureyrarhafnar eru sammála því að langt sé í að stærstu skemmtiferðaskipin geti tengst rafmagni í höfnum landsins sem myndi draga úr loftmengun. Fyrst þurfi að byggja upp innviði sem dugi minni skipunum. Komum skemmtiferðaskipa hefur fjölgað mikið á undanförnum árum. 20. júlí 2019 07:15 Útiloka stór skemmtiferðaskip frá vissum stöðum í Feneyjum Ítölsk stjórnvöld ætla að banna skemmtiferðaskipum yfir eitt þúsund tonn að sigla um elsta hluta Feneyja. Bannið sem tekur gildi í september er sett í kjölfar slyss er risaskemmtiferðaskip rakst á bryggju. 10. ágúst 2019 07:45 Mest lesið Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Segir Selenskí á leið til Washington Erlent Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Innlent Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Innlent Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Innlent Slökkviliðsmenn felldu samninginn Innlent „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Fleiri fréttir Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Slökkviliðsmenn felldu samninginn Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Ofbýður hvað Reykjavík er ljót „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sjá meira
Skemmtiferðaskip losar fínt svifryk á við þúsundir bíla Mengunin getur orðið enn meiri undan vindi yfir byggð, að sögn dansks umhverfisverkfræðings sem mældi svifryksmegnun í Sundahöfn. 7. ágúst 2019 10:00
Telja skemmtiferðaskipin á réttri leið í mengunarmálum Hafnarstjórar Faxaflóahafna og Akureyrarhafnar eru sammála því að langt sé í að stærstu skemmtiferðaskipin geti tengst rafmagni í höfnum landsins sem myndi draga úr loftmengun. Fyrst þurfi að byggja upp innviði sem dugi minni skipunum. Komum skemmtiferðaskipa hefur fjölgað mikið á undanförnum árum. 20. júlí 2019 07:15
Útiloka stór skemmtiferðaskip frá vissum stöðum í Feneyjum Ítölsk stjórnvöld ætla að banna skemmtiferðaskipum yfir eitt þúsund tonn að sigla um elsta hluta Feneyja. Bannið sem tekur gildi í september er sett í kjölfar slyss er risaskemmtiferðaskip rakst á bryggju. 10. ágúst 2019 07:45