Tónleikar Ed Sheeran fram úr björtustu vonum að mati gesta Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 11. ágúst 2019 20:00 Tónleikagestir voru ánægðir með frammistöðu Ed Sheeran á Laugardalsvelli í gær og sögðu þeir að hann hafi farið fram úr björtustu vonum. Nokkurrar óánægju gætti þó meðal þeirra sem þurftu að bíða í allt að tvo tíma eftir að komast inn á svæðið. Mikil stemning ríkti í Laugardal í gær þar sem þrjátíu þúsund manns voru saman komnir til að hlusta á ljúfa tóna breska söngvarans. Þegar Laugardalsvöllur opnaði klukkan 16 sást fólk hlaupa inn á svæðið til að ná sem besta plássi. Allt ætlaði um koll að keyra þegar rauðbirkni Sheeran sást nálgast sviðið. Gestir virtust gestir njóta sín vel í faðmi vina þegar þeir hreyfðu sig við ljúfa tóna. Nokkrir lýstu yfir óánægju með fyrirkomulag skipuleggjanda í gær, en ansi löng röð myndaðist inn á tónleikasvæðið og greindu nokkrir tónlistargestir frá því að hafa beðið í nokkra klukkutíma til að komast inn á svæðið. Þegar röðin var sem lengst náði hún frá Laugardalsvelli, upp að Glæsibæ og að Álfheimum. „Já ég hef beðið í einn og hálfan tíma. Þetta er alveg ömurlegt skipulag. Röðin náði upp að Álfheimum. Hún gengur mjög hægt. Sena þetta er stór skita,“ sagði tónleikagesturinn Emil. Nýtt skipulag verður á tónleikunum í kvöld þegar fólki verður hleypt inn á tónleikasvæðið. Af viðbrögðum fólks eftir tónleikana að dæma virtist röðin ekki hafa spillt fyrir gleðinni. „Þetta var æðislegt,“ sagði Stefanía. Hvernig var upplifunin? „Upplifunin var rosaleg, æðisleg, hann spilaði öll lög sem ég vonaði að hann myndi spila,“ sagði Goði Már. „Alveg einstakt að upplifa Ed Sheeran live,“ sagði Sigurgeir. „Þeir voru geðveikir og betri upplifun en ég átti von á,“ sagði Hanna Rún. „Þeir voru rosalega skemmtilegir,“ sagði Elísabet. „Jú þetta fór klárlega fram út væntingum. Ég bjóst ekki við þessari umgjörð hjá Ed Sheeran,“ sagði Sigurgeir. „Ég myndi fara aftur,“ sagði Hanna Rún. Vel gekk að rýma svæðið og tók það um klukkustund að tæma Laugardalinn í gær. Þá nýttu fjölmargir sér gjaldfrjálsa þjónustu strætó frá Laugardalsvelli að Kringlunni. Að sögn upplýsingafulltrúa strætó voru 40 vagnar notaðir í kringum tónleikana til að koma fólki frá vellinum. Ed Sheeran á Íslandi Laugardalsvöllur Reykjavík Tengdar fréttir Tónleikagestir ánægðir með upplifunina þrátt fyrir langa bið Nokkrir lýstu yfir óánægju með fyrirkomulag skipuleggjanda í gær, en ansi löng röð myndaðist inn á tónleikasvæðið og greindu nokkrir tónlistargestir frá því að hafa beðið í nokkra klukkutíma til að komast inn á svæðið. 11. ágúst 2019 12:09 Ed Sheeran fékk sér íslenskt brennivín úr ísskúlptúr af sjálfum sér Poppstjarnan Ed Sheeran virtist skemmta sér konunglega í eftirpartýi sem haldið var eftir tónleika hans sem fóru fram á Laugardalsvelli í gær. 11. ágúst 2019 15:49 Vinsældir Ed Sheeran megi rekja til þess hve vingjarnlegur hann er Uppselt er á fyrri tónleika Ed Sheeran sem fara fram í kvöld, en tónleikarnir eru sagðir þeir stærstu í Íslandssögunni 10. ágúst 2019 13:00 Breyta fyrirkomulagi eftir langa röð á fyrri tónleikana Skipulagi á röðinni inn á tónleika Eds Sheeran á Laugardalsvelli í gærkvöldi var breytt þegar ljóst var orðið að röðin inn á standandi svæði vallarins gengi of hægt fyrir sig. Nýja skipulagið verður notað á seinni tónleikum söngvarans í kvöld. 11. ágúst 2019 11:29 Tvo tíma á leiðinni inn en innan við fimmtán mínútur út Innan við fimmtán mínútur liðu frá því að stórtónleikum breska tónlistarmannsins Ed Sheerans á Laugardalsvelli lauk og þar til síðustu gestir höfðu yfirgefið tónleikasvæðið. 11. ágúst 2019 01:02 Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Innlent „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Erlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent „Það er öllu stjórnað með ógn þarna“ Innlent Fleiri fréttir Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Sjá meira
Tónleikagestir voru ánægðir með frammistöðu Ed Sheeran á Laugardalsvelli í gær og sögðu þeir að hann hafi farið fram úr björtustu vonum. Nokkurrar óánægju gætti þó meðal þeirra sem þurftu að bíða í allt að tvo tíma eftir að komast inn á svæðið. Mikil stemning ríkti í Laugardal í gær þar sem þrjátíu þúsund manns voru saman komnir til að hlusta á ljúfa tóna breska söngvarans. Þegar Laugardalsvöllur opnaði klukkan 16 sást fólk hlaupa inn á svæðið til að ná sem besta plássi. Allt ætlaði um koll að keyra þegar rauðbirkni Sheeran sást nálgast sviðið. Gestir virtust gestir njóta sín vel í faðmi vina þegar þeir hreyfðu sig við ljúfa tóna. Nokkrir lýstu yfir óánægju með fyrirkomulag skipuleggjanda í gær, en ansi löng röð myndaðist inn á tónleikasvæðið og greindu nokkrir tónlistargestir frá því að hafa beðið í nokkra klukkutíma til að komast inn á svæðið. Þegar röðin var sem lengst náði hún frá Laugardalsvelli, upp að Glæsibæ og að Álfheimum. „Já ég hef beðið í einn og hálfan tíma. Þetta er alveg ömurlegt skipulag. Röðin náði upp að Álfheimum. Hún gengur mjög hægt. Sena þetta er stór skita,“ sagði tónleikagesturinn Emil. Nýtt skipulag verður á tónleikunum í kvöld þegar fólki verður hleypt inn á tónleikasvæðið. Af viðbrögðum fólks eftir tónleikana að dæma virtist röðin ekki hafa spillt fyrir gleðinni. „Þetta var æðislegt,“ sagði Stefanía. Hvernig var upplifunin? „Upplifunin var rosaleg, æðisleg, hann spilaði öll lög sem ég vonaði að hann myndi spila,“ sagði Goði Már. „Alveg einstakt að upplifa Ed Sheeran live,“ sagði Sigurgeir. „Þeir voru geðveikir og betri upplifun en ég átti von á,“ sagði Hanna Rún. „Þeir voru rosalega skemmtilegir,“ sagði Elísabet. „Jú þetta fór klárlega fram út væntingum. Ég bjóst ekki við þessari umgjörð hjá Ed Sheeran,“ sagði Sigurgeir. „Ég myndi fara aftur,“ sagði Hanna Rún. Vel gekk að rýma svæðið og tók það um klukkustund að tæma Laugardalinn í gær. Þá nýttu fjölmargir sér gjaldfrjálsa þjónustu strætó frá Laugardalsvelli að Kringlunni. Að sögn upplýsingafulltrúa strætó voru 40 vagnar notaðir í kringum tónleikana til að koma fólki frá vellinum.
Ed Sheeran á Íslandi Laugardalsvöllur Reykjavík Tengdar fréttir Tónleikagestir ánægðir með upplifunina þrátt fyrir langa bið Nokkrir lýstu yfir óánægju með fyrirkomulag skipuleggjanda í gær, en ansi löng röð myndaðist inn á tónleikasvæðið og greindu nokkrir tónlistargestir frá því að hafa beðið í nokkra klukkutíma til að komast inn á svæðið. 11. ágúst 2019 12:09 Ed Sheeran fékk sér íslenskt brennivín úr ísskúlptúr af sjálfum sér Poppstjarnan Ed Sheeran virtist skemmta sér konunglega í eftirpartýi sem haldið var eftir tónleika hans sem fóru fram á Laugardalsvelli í gær. 11. ágúst 2019 15:49 Vinsældir Ed Sheeran megi rekja til þess hve vingjarnlegur hann er Uppselt er á fyrri tónleika Ed Sheeran sem fara fram í kvöld, en tónleikarnir eru sagðir þeir stærstu í Íslandssögunni 10. ágúst 2019 13:00 Breyta fyrirkomulagi eftir langa röð á fyrri tónleikana Skipulagi á röðinni inn á tónleika Eds Sheeran á Laugardalsvelli í gærkvöldi var breytt þegar ljóst var orðið að röðin inn á standandi svæði vallarins gengi of hægt fyrir sig. Nýja skipulagið verður notað á seinni tónleikum söngvarans í kvöld. 11. ágúst 2019 11:29 Tvo tíma á leiðinni inn en innan við fimmtán mínútur út Innan við fimmtán mínútur liðu frá því að stórtónleikum breska tónlistarmannsins Ed Sheerans á Laugardalsvelli lauk og þar til síðustu gestir höfðu yfirgefið tónleikasvæðið. 11. ágúst 2019 01:02 Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Innlent „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Erlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent „Það er öllu stjórnað með ógn þarna“ Innlent Fleiri fréttir Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Sjá meira
Tónleikagestir ánægðir með upplifunina þrátt fyrir langa bið Nokkrir lýstu yfir óánægju með fyrirkomulag skipuleggjanda í gær, en ansi löng röð myndaðist inn á tónleikasvæðið og greindu nokkrir tónlistargestir frá því að hafa beðið í nokkra klukkutíma til að komast inn á svæðið. 11. ágúst 2019 12:09
Ed Sheeran fékk sér íslenskt brennivín úr ísskúlptúr af sjálfum sér Poppstjarnan Ed Sheeran virtist skemmta sér konunglega í eftirpartýi sem haldið var eftir tónleika hans sem fóru fram á Laugardalsvelli í gær. 11. ágúst 2019 15:49
Vinsældir Ed Sheeran megi rekja til þess hve vingjarnlegur hann er Uppselt er á fyrri tónleika Ed Sheeran sem fara fram í kvöld, en tónleikarnir eru sagðir þeir stærstu í Íslandssögunni 10. ágúst 2019 13:00
Breyta fyrirkomulagi eftir langa röð á fyrri tónleikana Skipulagi á röðinni inn á tónleika Eds Sheeran á Laugardalsvelli í gærkvöldi var breytt þegar ljóst var orðið að röðin inn á standandi svæði vallarins gengi of hægt fyrir sig. Nýja skipulagið verður notað á seinni tónleikum söngvarans í kvöld. 11. ágúst 2019 11:29
Tvo tíma á leiðinni inn en innan við fimmtán mínútur út Innan við fimmtán mínútur liðu frá því að stórtónleikum breska tónlistarmannsins Ed Sheerans á Laugardalsvelli lauk og þar til síðustu gestir höfðu yfirgefið tónleikasvæðið. 11. ágúst 2019 01:02