Leitin ekki borið árangur Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 11. ágúst 2019 19:00 Leit að ferðamanni við Þingvallavatn hefur ekki borið árangur. Leit er lokið í dag og verður staðan metin á morgun. Að sögn yfirlögregluþjóns á Suðurlandi er sérsveit ríkislögreglustjóra á leið Austur að kanna aðstæður fyrir kafara. Björgunarsveitir voru kallaðar út til leitar á og í Þingvallavatni í gær eftir að mannlaus bátur fannst á floti í vatninu. Gengið er út frá því að manneskja hafi veriðí bátnum. Við leitina í gær fannst bakpoki í flæðarmálinu en báturinn og bakpokinn tilheyra sama manni. Aðgerðarstjóri björgunarsveitar Árnessýslu segir leitina hafa gengið vel en þó án árangurs. „Í dag leituðum við aðallega gangangi, gengum vatnsbakkana og allan hringinn i kringum vatnið. Þyrla Landhelgisgæslunnar kom og flaug yfir hluta leitarsvæðinu með okkur. Við leituðum einnig með hundi og svo vorum við með bát sem sigldi um vatnið. Síðan í gær hefur ekkert nýtt fundist, báturinn og bakpokinn fundust í gær en síðan þá hefur ekkert nýtt komið,“ sagði Þorvaldur Guðmundsson, í aðgerðarstjórn björgunarsveitar Árnessýslu. Ekki var óskað eftir aðstoð þyrlu Landhelgisgæslunnar, en að sögn upplýsingafulltrúa gæslunnar var þyrlan TF-LÍF á leið í annað útkall á Kili sem var afturkallað. Í bakaleiðinni var því tekin ákvörðun um að nýta ferðina og aðstoðaði við leitina um klukkan 13.30 í dag. Leitað er að erlendum ferðamanni við Þingvallavatn en að sögn yfirlögreglustjóra er vitað um hvern sé að ræða. Sérsveit ríkislögreglustjóra á leið austur til að kanna aðstæður í Þingvallavatni til þess að athuga hvort fært sé fyrir kafara á svæðinu. Leit er lokið í dag og verður fundað um framhaldið á morgun. „Við erum semsagt hætt leit í dag og framhaldið verður síðan ákveðið með lögreglu á morgun,“ sagði Guðmundur. Björgunarsveitir Grímsnes- og Grafningshreppur Þingvellir Tengdar fréttir Leitin við Þingvallavatn hefst að nýju Leitin að manneskjunni sem gengið er út frá að hafi verið í bátnum sem fannst mannlaus á floti í Þingvallavatni síðdegis í gær hefst aftur um klukkan níu í dag. Hlé var gert á leitinni laust fyrir klukkan ellefu í gærkvöldi. 11. ágúst 2019 08:48 Aðstæður fyrir köfun í Þingvallavatni kannaðar Verið er að athuga hvort hægt verði að senda kafara niður við inntak Steingrímsstöðvar í Þingvallavatni. 11. ágúst 2019 16:07 Fundu bakpoka í flæðarmálinu Enn er gengið út frá því að manneskja hafi verið í bátnum sem fannst mannlaus á floti í Þingvallavatni síðdegis í dag. Leitarmenn fundu bakpoka í flæðarmálinu fyrir skömmu, sem kann að gefa vísbendingu um mannaferðir. 10. ágúst 2019 20:22 Um fimmtíu manns við leit í Þingvallavatni Á fimmta tímanum í dag voru björgunarsveitir kallaðar út til leitar á Þingvallavatni eftir að tilkynnt var um hlut á floti í vatninu. 10. ágúst 2019 18:28 Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
Leit að ferðamanni við Þingvallavatn hefur ekki borið árangur. Leit er lokið í dag og verður staðan metin á morgun. Að sögn yfirlögregluþjóns á Suðurlandi er sérsveit ríkislögreglustjóra á leið Austur að kanna aðstæður fyrir kafara. Björgunarsveitir voru kallaðar út til leitar á og í Þingvallavatni í gær eftir að mannlaus bátur fannst á floti í vatninu. Gengið er út frá því að manneskja hafi veriðí bátnum. Við leitina í gær fannst bakpoki í flæðarmálinu en báturinn og bakpokinn tilheyra sama manni. Aðgerðarstjóri björgunarsveitar Árnessýslu segir leitina hafa gengið vel en þó án árangurs. „Í dag leituðum við aðallega gangangi, gengum vatnsbakkana og allan hringinn i kringum vatnið. Þyrla Landhelgisgæslunnar kom og flaug yfir hluta leitarsvæðinu með okkur. Við leituðum einnig með hundi og svo vorum við með bát sem sigldi um vatnið. Síðan í gær hefur ekkert nýtt fundist, báturinn og bakpokinn fundust í gær en síðan þá hefur ekkert nýtt komið,“ sagði Þorvaldur Guðmundsson, í aðgerðarstjórn björgunarsveitar Árnessýslu. Ekki var óskað eftir aðstoð þyrlu Landhelgisgæslunnar, en að sögn upplýsingafulltrúa gæslunnar var þyrlan TF-LÍF á leið í annað útkall á Kili sem var afturkallað. Í bakaleiðinni var því tekin ákvörðun um að nýta ferðina og aðstoðaði við leitina um klukkan 13.30 í dag. Leitað er að erlendum ferðamanni við Þingvallavatn en að sögn yfirlögreglustjóra er vitað um hvern sé að ræða. Sérsveit ríkislögreglustjóra á leið austur til að kanna aðstæður í Þingvallavatni til þess að athuga hvort fært sé fyrir kafara á svæðinu. Leit er lokið í dag og verður fundað um framhaldið á morgun. „Við erum semsagt hætt leit í dag og framhaldið verður síðan ákveðið með lögreglu á morgun,“ sagði Guðmundur.
Björgunarsveitir Grímsnes- og Grafningshreppur Þingvellir Tengdar fréttir Leitin við Þingvallavatn hefst að nýju Leitin að manneskjunni sem gengið er út frá að hafi verið í bátnum sem fannst mannlaus á floti í Þingvallavatni síðdegis í gær hefst aftur um klukkan níu í dag. Hlé var gert á leitinni laust fyrir klukkan ellefu í gærkvöldi. 11. ágúst 2019 08:48 Aðstæður fyrir köfun í Þingvallavatni kannaðar Verið er að athuga hvort hægt verði að senda kafara niður við inntak Steingrímsstöðvar í Þingvallavatni. 11. ágúst 2019 16:07 Fundu bakpoka í flæðarmálinu Enn er gengið út frá því að manneskja hafi verið í bátnum sem fannst mannlaus á floti í Þingvallavatni síðdegis í dag. Leitarmenn fundu bakpoka í flæðarmálinu fyrir skömmu, sem kann að gefa vísbendingu um mannaferðir. 10. ágúst 2019 20:22 Um fimmtíu manns við leit í Þingvallavatni Á fimmta tímanum í dag voru björgunarsveitir kallaðar út til leitar á Þingvallavatni eftir að tilkynnt var um hlut á floti í vatninu. 10. ágúst 2019 18:28 Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
Leitin við Þingvallavatn hefst að nýju Leitin að manneskjunni sem gengið er út frá að hafi verið í bátnum sem fannst mannlaus á floti í Þingvallavatni síðdegis í gær hefst aftur um klukkan níu í dag. Hlé var gert á leitinni laust fyrir klukkan ellefu í gærkvöldi. 11. ágúst 2019 08:48
Aðstæður fyrir köfun í Þingvallavatni kannaðar Verið er að athuga hvort hægt verði að senda kafara niður við inntak Steingrímsstöðvar í Þingvallavatni. 11. ágúst 2019 16:07
Fundu bakpoka í flæðarmálinu Enn er gengið út frá því að manneskja hafi verið í bátnum sem fannst mannlaus á floti í Þingvallavatni síðdegis í dag. Leitarmenn fundu bakpoka í flæðarmálinu fyrir skömmu, sem kann að gefa vísbendingu um mannaferðir. 10. ágúst 2019 20:22
Um fimmtíu manns við leit í Þingvallavatni Á fimmta tímanum í dag voru björgunarsveitir kallaðar út til leitar á Þingvallavatni eftir að tilkynnt var um hlut á floti í vatninu. 10. ágúst 2019 18:28