Byggingarlóðir gefnar í Sveitarfélaginu Hornafirði Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 11. ágúst 2019 19:30 Um tuttugu og fimm ný íbúðarhúsnæði eru nú í byggingu í Sveitarfélaginu Hornafirði, langflest á Höfn. Ástæðuna fyrir þessari miklu uppbyggingu má meðal annars rekja til þess að bæjarstjórn samþykkti að gefa allar nýjar lóðir undir nýbyggingar í sveitarfélaginu. Á Höfn búa um 1800 manns en í sveitarfélaginu öllu um 2200 manns. Mikið er byggt á Höfn um þessar myndir í nýju hverfi þar sem ungar fjölskyldur eru aðallega að byggja sér framtíðarhúsnæði. Atvinnuástand er gott í sveitarfélaginu og mannlífið blómstrar sem aldrei fyrr. Matthildur Ásmundardóttir, bæjarstjóri Sveitarfélagsins Hornafjarðar.Mynd/Magnús Hlynur Hreiðarsson.„Fyrir um þremur árum síðan tók bæjarstjórn ákvörðum um að gefa lóðir á þessu svæði hér. Það var hvatning til uppbyggingar og síðan þá eru bara þrjár lóðir held ég eftir til úthlutunar þannig að það eru í kringum 20 til 25 hús í uppbyggingu í sveitarfélaginu öllu, sem er frábær viðsnúningur því það hafði ekki verið byggð það mörg hús hér á undanförnum árum,“ segir Matthildur Ásmundardóttir, bæjarstjóri Sveitarfélagsins Hornafjarðar.Nú eru um tuttugu ný hús í byggingu á Höfn og um fimm annars staðar í sveitarfélaginu.Magnús Hlynur Hreiðarsson.Matthildur segir að það sé fjölgun í sveitarfélaginu og það hafi vantað húsnæði og því sé sérstaklega ánægjulegt að sjá fullt af nýjum húsum í byggingu.En hvaða fólk er aðallega að flytja í nýju húsin? „Það eru mest íbúar sem hafa búið hér til margra ára, svolítið af fólki sem er að minnka við sig og fara í smærri hús og losa sig við stærra húsnæði, þannig að það hefur kannski vantað smærra húsnæði fyrir það fólk sem hefur ekkert að gera með stærra húsnæði lengur. Þetta eru mest bara heimamenn,“ segir Matthildur. Hornafjörður Húsnæðismál Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Fleiri fréttir Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögreguaðgerð gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Sjá meira
Um tuttugu og fimm ný íbúðarhúsnæði eru nú í byggingu í Sveitarfélaginu Hornafirði, langflest á Höfn. Ástæðuna fyrir þessari miklu uppbyggingu má meðal annars rekja til þess að bæjarstjórn samþykkti að gefa allar nýjar lóðir undir nýbyggingar í sveitarfélaginu. Á Höfn búa um 1800 manns en í sveitarfélaginu öllu um 2200 manns. Mikið er byggt á Höfn um þessar myndir í nýju hverfi þar sem ungar fjölskyldur eru aðallega að byggja sér framtíðarhúsnæði. Atvinnuástand er gott í sveitarfélaginu og mannlífið blómstrar sem aldrei fyrr. Matthildur Ásmundardóttir, bæjarstjóri Sveitarfélagsins Hornafjarðar.Mynd/Magnús Hlynur Hreiðarsson.„Fyrir um þremur árum síðan tók bæjarstjórn ákvörðum um að gefa lóðir á þessu svæði hér. Það var hvatning til uppbyggingar og síðan þá eru bara þrjár lóðir held ég eftir til úthlutunar þannig að það eru í kringum 20 til 25 hús í uppbyggingu í sveitarfélaginu öllu, sem er frábær viðsnúningur því það hafði ekki verið byggð það mörg hús hér á undanförnum árum,“ segir Matthildur Ásmundardóttir, bæjarstjóri Sveitarfélagsins Hornafjarðar.Nú eru um tuttugu ný hús í byggingu á Höfn og um fimm annars staðar í sveitarfélaginu.Magnús Hlynur Hreiðarsson.Matthildur segir að það sé fjölgun í sveitarfélaginu og það hafi vantað húsnæði og því sé sérstaklega ánægjulegt að sjá fullt af nýjum húsum í byggingu.En hvaða fólk er aðallega að flytja í nýju húsin? „Það eru mest íbúar sem hafa búið hér til margra ára, svolítið af fólki sem er að minnka við sig og fara í smærri hús og losa sig við stærra húsnæði, þannig að það hefur kannski vantað smærra húsnæði fyrir það fólk sem hefur ekkert að gera með stærra húsnæði lengur. Þetta eru mest bara heimamenn,“ segir Matthildur.
Hornafjörður Húsnæðismál Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Fleiri fréttir Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögreguaðgerð gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Sjá meira