Köfun yrði gerð í samráði við Sérsveit Ríkislögreglustjóra og stöðvarstjóra virkjunarinnar.
Leit stóð yfir í dag og tóku hátt í sextíu björgunarsveitarmenn þátt í leitinni í dag auk þess sem þyrla Landhelgisgæslunnar, TF-LÍF, flaug yfir svæðið.
Í gær fannst bakpoki í eigu erlends ferðamanns og uppblásinn eins manns kajak í flæðarmáli vatnsins.