NBA-stjarnan hrósaði Tryggva og segir að Sviss eigi að læra af íslenska liðinu Víkingur Goði Sigurðarson skrifar 10. ágúst 2019 18:41 Capela í baráttunni í kvöld. vísir/bára Clint Capela leikmaður Houston Rockets spilaði í dag með svissnenska landsliðinu í landsleik á móti Íslandi. Ísland vann leikinn 83-82 eftir magnað lokaskot frá Martin Hermannssyni. „Ég er ekki viss hvort ég sé svekktur. Mér fannst við spila mjög vel miðað við útileik. Við áttum ekki von á að vera á þeirra getustigi. Við komum mjög einbeittir inn í leikinn.“ Sviss byrjuðu leikinn betur en Ísland vann sig jafnóðum inn í leikinn og komust fyrst yfir í byrjun seinni hálfleiks. „Þeir komu betur inn í seinni hálfleikinn og pressuðu okkur svo við misstum boltann að óþörfu. Þeir settu stór skot eins og við gerðum líka. Þeir áttu lokaorðið með þessu stóra skoti í lokin.“ Íslenska liðið var ekki endilega að hitta vel fyrir utan í fyrstu 3 leikhlutunum. Þeir náðu samt að skora nóg með góðum ákvarðanatökum til þess að halda sér í leiknum. „Þeir spiluðu mjög vel sem lið. Þeir voru alltaf að taka réttu ákvarðanirnar. Fyrir okkur sem lið ættum við læra það af þeim hvernig þeir taka alltaf réttu ákvörðunina.“ Capela þurfti að glíma við Tryggva Snæ Hlinason í dag en þetta hafði hann að segja um Tryggva. „Hann getur verið mjög góður í Evrópuski kerfunum. Þeir voru að finna hann vel í kvöld og ég vona að hann standi sig vel með sínu liði. Hann stóð sig vel í kvöld.“ Tryggvi byrjaði bara að æfa körfubolta fyrir tæplega 5 árum. Hann er samt orðinn lykilmaður í landsliðinu sem stóð alveg í NBA-stjörnunni. „Hann heldur boltanum uppi og þekkir sína styrkleika. Hann veit að hann er stór svo hann heldur boltanum uppi þar sem hann getur gripið hann og er með góðar hendur í kringum körfuna.“ Clint Capela er nú ekki þekktur fyrir að vera mikill skotmaður. Í leik dagsins var hinsvegar mikið að taka langskot meðal annars af dripplinu tvisvar sem er oftast erfiðara. „Það tók mig minna en hálfa mínutu að setja niður skot utan af velli svo mér leið vel. Ég var ekki að hika við að skjóta. Þetta er gott tækifæri fyrir mig til að þróa leikinn minn.“ NBA-stjörnur eins og Capela spila ekki endilega með landsliðunum sínum í svona leikjum í undankeppni. Capela ákvað hinsvegar að taka slaginn með sínum mönnum og hefur gaman af. „Ég er að skemmta mér vel með strákunum. Menn eru að leggja sig alla fram og eru mjög einbeittir. Ég byrjaði bara að æfa með þeim einum degi áður en við spiluðum á móti Portúgal svo ég veit að erum ekki farnir að spila fullkomnlega saman ennþá inni á vellinum. Við erum samt ennþá samkeppnishæfir og stóðum okkur vel í kvöld en þeir settu bara þetta stóra skot. Ég óska þeim bara til hamingju með það.“ Körfubolti Tengdar fréttir Umfjöllun: Ísland - Sviss 83-82 | Hetjuskot Martins björguðu Íslandi Martin Hermannsson tryggði Íslandi gríðarlega mikilvægan sigur á Sviss í forkeppni undankeppni EM 2021 í dag. 10. ágúst 2019 15:30 Mest lesið Sveindís Jane til bjargar á síðustu stundu Fótbolti Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enski boltinn Hafþór Júlíus fagnaði tólfta titlinum með því að rífa bolinn af sér Sport Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Enski boltinn Hákon gaf syni Dagnýjar treyjuna sína Fótbolti Dagskráin: Enski boltinn byrjar og risaleikur í Bestu Sport Arnar með met í 100 km: „Sýnist þetta vera níundi hraðasti tíminn í heiminum“ Sport Japanskur hnefaleikakappi lést eftir bardaga Sport Nunez farinn frá Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Serbi inn í teig hjá Stólunum: „Ég veit að áhorfendurnir elska körfubolta“ Stelpurnar spila um sjöunda sætið á Eurobasket „Þeir eiga allir skilið að fara í lokahópinn“ Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Celtics festa þjálfarann í sessi NBA stjarna borin út Litáen of stór biti fyrir íslensku stelpurnar Öruggar með besta árangur Íslands á EM frá upphafi Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Sjá meira
Clint Capela leikmaður Houston Rockets spilaði í dag með svissnenska landsliðinu í landsleik á móti Íslandi. Ísland vann leikinn 83-82 eftir magnað lokaskot frá Martin Hermannssyni. „Ég er ekki viss hvort ég sé svekktur. Mér fannst við spila mjög vel miðað við útileik. Við áttum ekki von á að vera á þeirra getustigi. Við komum mjög einbeittir inn í leikinn.“ Sviss byrjuðu leikinn betur en Ísland vann sig jafnóðum inn í leikinn og komust fyrst yfir í byrjun seinni hálfleiks. „Þeir komu betur inn í seinni hálfleikinn og pressuðu okkur svo við misstum boltann að óþörfu. Þeir settu stór skot eins og við gerðum líka. Þeir áttu lokaorðið með þessu stóra skoti í lokin.“ Íslenska liðið var ekki endilega að hitta vel fyrir utan í fyrstu 3 leikhlutunum. Þeir náðu samt að skora nóg með góðum ákvarðanatökum til þess að halda sér í leiknum. „Þeir spiluðu mjög vel sem lið. Þeir voru alltaf að taka réttu ákvarðanirnar. Fyrir okkur sem lið ættum við læra það af þeim hvernig þeir taka alltaf réttu ákvörðunina.“ Capela þurfti að glíma við Tryggva Snæ Hlinason í dag en þetta hafði hann að segja um Tryggva. „Hann getur verið mjög góður í Evrópuski kerfunum. Þeir voru að finna hann vel í kvöld og ég vona að hann standi sig vel með sínu liði. Hann stóð sig vel í kvöld.“ Tryggvi byrjaði bara að æfa körfubolta fyrir tæplega 5 árum. Hann er samt orðinn lykilmaður í landsliðinu sem stóð alveg í NBA-stjörnunni. „Hann heldur boltanum uppi og þekkir sína styrkleika. Hann veit að hann er stór svo hann heldur boltanum uppi þar sem hann getur gripið hann og er með góðar hendur í kringum körfuna.“ Clint Capela er nú ekki þekktur fyrir að vera mikill skotmaður. Í leik dagsins var hinsvegar mikið að taka langskot meðal annars af dripplinu tvisvar sem er oftast erfiðara. „Það tók mig minna en hálfa mínutu að setja niður skot utan af velli svo mér leið vel. Ég var ekki að hika við að skjóta. Þetta er gott tækifæri fyrir mig til að þróa leikinn minn.“ NBA-stjörnur eins og Capela spila ekki endilega með landsliðunum sínum í svona leikjum í undankeppni. Capela ákvað hinsvegar að taka slaginn með sínum mönnum og hefur gaman af. „Ég er að skemmta mér vel með strákunum. Menn eru að leggja sig alla fram og eru mjög einbeittir. Ég byrjaði bara að æfa með þeim einum degi áður en við spiluðum á móti Portúgal svo ég veit að erum ekki farnir að spila fullkomnlega saman ennþá inni á vellinum. Við erum samt ennþá samkeppnishæfir og stóðum okkur vel í kvöld en þeir settu bara þetta stóra skot. Ég óska þeim bara til hamingju með það.“
Körfubolti Tengdar fréttir Umfjöllun: Ísland - Sviss 83-82 | Hetjuskot Martins björguðu Íslandi Martin Hermannsson tryggði Íslandi gríðarlega mikilvægan sigur á Sviss í forkeppni undankeppni EM 2021 í dag. 10. ágúst 2019 15:30 Mest lesið Sveindís Jane til bjargar á síðustu stundu Fótbolti Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enski boltinn Hafþór Júlíus fagnaði tólfta titlinum með því að rífa bolinn af sér Sport Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Enski boltinn Hákon gaf syni Dagnýjar treyjuna sína Fótbolti Dagskráin: Enski boltinn byrjar og risaleikur í Bestu Sport Arnar með met í 100 km: „Sýnist þetta vera níundi hraðasti tíminn í heiminum“ Sport Japanskur hnefaleikakappi lést eftir bardaga Sport Nunez farinn frá Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Serbi inn í teig hjá Stólunum: „Ég veit að áhorfendurnir elska körfubolta“ Stelpurnar spila um sjöunda sætið á Eurobasket „Þeir eiga allir skilið að fara í lokahópinn“ Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Celtics festa þjálfarann í sessi NBA stjarna borin út Litáen of stór biti fyrir íslensku stelpurnar Öruggar með besta árangur Íslands á EM frá upphafi Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Sjá meira
Umfjöllun: Ísland - Sviss 83-82 | Hetjuskot Martins björguðu Íslandi Martin Hermannsson tryggði Íslandi gríðarlega mikilvægan sigur á Sviss í forkeppni undankeppni EM 2021 í dag. 10. ágúst 2019 15:30