Telur þriðja orkupakkann brenna heitar á landsbyggðinni Berghildur Erla Bernharðsdóttir og Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifa 10. ágúst 2019 13:00 Fjölmennur fundur stendur nú yfir í Valhöll. Vísir/Hanna Opinn fundur hófst í Valhöll í morgun þar sem Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins ræðir stjórnmálaviðhorfið og aðrir þingmenn sitja fyrir svörum. Þó að það komi ekki sérstaklega fram að fundurinn fjalli um orkupakka þrjú er næsta öruggt að það mál sé til umræðu á fundinum. Fullt er út úr dyrum í Valhöll og ekki sæti fyrir alla fundargesti. Það var fjölmennt þegar fundurinn hófst í Valhöll í morgun og mátti sjá talsverða eftirvæntingu hjá flokksmönnum. Rætt var við Jón Kára Jónsson sem er einn af forystumönnum hverfafélaga sjálfstæðismanna í Reykjavík en hann hefur efnt til undirskriftasöfnunar um atkvæðisgreiðslu meðal flokksbundinna sjálfstæðismanna þar sem fólk er hvatt til að kjósa um þriðja orkupakkann. Hann bjóst fastlega við því að orkupakki þrjú yrði til umræðu þegar heyrt var í honum í morgun. Atkvæðagreiðslan hófst á þriðjudag á síðunni xd5000.is og segir Jón að hún hefði farið vel af stað. „Það er greinilegt að þetta mál brennur enn heitar á landsbyggðinni en hér í borginni. Það kann að vera vegna þess að sum af þessum svæðum eru kynnt [með] raforku. Þannig að óttinn við hækkandi orkuverð þegar allt er hér orðið frjálst með verðlagningu brennur þar eflaust heitar á landsbyggðinni. Mér finnst það líklegt og eðlilegt.“ Jón er sannfærður um að ef þriðji orkupakkinn verði innleiddur þýði það afsal á fullveldi yfir orkuauðlindum. „Evrópusambandið smíðar regluverkið. Ef menn taka upp regluverkið verða þeir að hlíða þeim leikreglum sem þar eru,“ segir Jón.Þétt er setið á fundinum í Valhöll.vísir/Berghildur ErlaÞannig að þegar menn segja að þetta þýði ekki afsal á yfirráðum yfir auðlindum þá eru þeir ekki búnir að kynna sér þetta mál nægilega vel að þínu mati?„Já það er bara þannig, það mun ekki gerast á morgun eða hinn. Þetta mun gerast hægt og bítandi. Við munum smátt og smátt tapa yfirráðunum yfir þessari auðlind.“Er það þróun sem þú getur bent á að hafi orðið í öðrum löndum?„Viltu horfa á til dæmis Belgíu núna þar er Evrópusambandið komið í málaferli við Belgíu núna því þar hefur ekki verið staðið rétt að innleiðingu þriðja orkupakkans,“ segir Jón.Bjarni Benediktsson situr fyrir svörum.vísir/Berghildur ErlaSíðustu vikur hefur verið erfitt að ná í flokksforystuna vegna málsins en Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir varaformaður Sjálfstæðisflokksins tjáði sig um málið eftir ríkisstjórnarfund í vikunni. „Við erum auðvitað með mál í höndunum sem við höfum rætt lengi og mikið um og gert breytingar á. Ég þekki að sjálfsögðu vel skoðanaskipti um málið innan míns flokks. Málið er inni í þinginu. Það er búið að afgreiða nefndarálit,“ sagði Þórdís Kolbrún. „Við erum að koma saman í lok ágúst til að klára það. Ég mun halda áfram að funda með mínu fólki um landið og við þingmenn. Það er verkefni þá næstu daga, þangað til við komum saman á þingi í lok ágúst.“Bindurðu vonir við að þessir tveir dagar þar muni ljúka málinu?„Já, um það snýst samkomulagið. Að ljúka málinu þá.“Heldurðu að það muni lægja öldurnar í þínum flokki?„Já, þetta er auðvitað ekki í fyrsta sinn sem við erum með í höndunum mál sem er umdeilt.“ Alþingi Sjálfstæðisflokkurinn Þriðji orkupakkinn Tengdar fréttir „EES-samningurinn er til fyrir Íslendinga“ Arnar Þór Jónsson héraðsdómari segir að Alþingi ætti að hafna þingsályktunartillögu um innleiðingu þriðja orkupakkans þegar það kemur saman í ágúst. Þá segir hann að íslensk stjórnvöld verði að gæta hagsmuna Íslendinga betur við upptöku gerða í EES-samninginn. 29. júlí 2019 18:30 Sjálfstæðismenn safna undirskriftum gegn 3. orkupakkanum Með framtakinu nýtir Jón Kári sér 6. grein skipulagsreglna flokksins sem kveður á um að miðstjórn Sjálfstæðisflokksins skuli boða til atkvæðagreiðslu ef að minnsta kosti fimm þúsund flokksbundnir félagar óska eftir því. 6. ágúst 2019 11:47 Mest lesið Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolinn bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Sjá meira
Opinn fundur hófst í Valhöll í morgun þar sem Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins ræðir stjórnmálaviðhorfið og aðrir þingmenn sitja fyrir svörum. Þó að það komi ekki sérstaklega fram að fundurinn fjalli um orkupakka þrjú er næsta öruggt að það mál sé til umræðu á fundinum. Fullt er út úr dyrum í Valhöll og ekki sæti fyrir alla fundargesti. Það var fjölmennt þegar fundurinn hófst í Valhöll í morgun og mátti sjá talsverða eftirvæntingu hjá flokksmönnum. Rætt var við Jón Kára Jónsson sem er einn af forystumönnum hverfafélaga sjálfstæðismanna í Reykjavík en hann hefur efnt til undirskriftasöfnunar um atkvæðisgreiðslu meðal flokksbundinna sjálfstæðismanna þar sem fólk er hvatt til að kjósa um þriðja orkupakkann. Hann bjóst fastlega við því að orkupakki þrjú yrði til umræðu þegar heyrt var í honum í morgun. Atkvæðagreiðslan hófst á þriðjudag á síðunni xd5000.is og segir Jón að hún hefði farið vel af stað. „Það er greinilegt að þetta mál brennur enn heitar á landsbyggðinni en hér í borginni. Það kann að vera vegna þess að sum af þessum svæðum eru kynnt [með] raforku. Þannig að óttinn við hækkandi orkuverð þegar allt er hér orðið frjálst með verðlagningu brennur þar eflaust heitar á landsbyggðinni. Mér finnst það líklegt og eðlilegt.“ Jón er sannfærður um að ef þriðji orkupakkinn verði innleiddur þýði það afsal á fullveldi yfir orkuauðlindum. „Evrópusambandið smíðar regluverkið. Ef menn taka upp regluverkið verða þeir að hlíða þeim leikreglum sem þar eru,“ segir Jón.Þétt er setið á fundinum í Valhöll.vísir/Berghildur ErlaÞannig að þegar menn segja að þetta þýði ekki afsal á yfirráðum yfir auðlindum þá eru þeir ekki búnir að kynna sér þetta mál nægilega vel að þínu mati?„Já það er bara þannig, það mun ekki gerast á morgun eða hinn. Þetta mun gerast hægt og bítandi. Við munum smátt og smátt tapa yfirráðunum yfir þessari auðlind.“Er það þróun sem þú getur bent á að hafi orðið í öðrum löndum?„Viltu horfa á til dæmis Belgíu núna þar er Evrópusambandið komið í málaferli við Belgíu núna því þar hefur ekki verið staðið rétt að innleiðingu þriðja orkupakkans,“ segir Jón.Bjarni Benediktsson situr fyrir svörum.vísir/Berghildur ErlaSíðustu vikur hefur verið erfitt að ná í flokksforystuna vegna málsins en Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir varaformaður Sjálfstæðisflokksins tjáði sig um málið eftir ríkisstjórnarfund í vikunni. „Við erum auðvitað með mál í höndunum sem við höfum rætt lengi og mikið um og gert breytingar á. Ég þekki að sjálfsögðu vel skoðanaskipti um málið innan míns flokks. Málið er inni í þinginu. Það er búið að afgreiða nefndarálit,“ sagði Þórdís Kolbrún. „Við erum að koma saman í lok ágúst til að klára það. Ég mun halda áfram að funda með mínu fólki um landið og við þingmenn. Það er verkefni þá næstu daga, þangað til við komum saman á þingi í lok ágúst.“Bindurðu vonir við að þessir tveir dagar þar muni ljúka málinu?„Já, um það snýst samkomulagið. Að ljúka málinu þá.“Heldurðu að það muni lægja öldurnar í þínum flokki?„Já, þetta er auðvitað ekki í fyrsta sinn sem við erum með í höndunum mál sem er umdeilt.“
Alþingi Sjálfstæðisflokkurinn Þriðji orkupakkinn Tengdar fréttir „EES-samningurinn er til fyrir Íslendinga“ Arnar Þór Jónsson héraðsdómari segir að Alþingi ætti að hafna þingsályktunartillögu um innleiðingu þriðja orkupakkans þegar það kemur saman í ágúst. Þá segir hann að íslensk stjórnvöld verði að gæta hagsmuna Íslendinga betur við upptöku gerða í EES-samninginn. 29. júlí 2019 18:30 Sjálfstæðismenn safna undirskriftum gegn 3. orkupakkanum Með framtakinu nýtir Jón Kári sér 6. grein skipulagsreglna flokksins sem kveður á um að miðstjórn Sjálfstæðisflokksins skuli boða til atkvæðagreiðslu ef að minnsta kosti fimm þúsund flokksbundnir félagar óska eftir því. 6. ágúst 2019 11:47 Mest lesið Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolinn bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Sjá meira
„EES-samningurinn er til fyrir Íslendinga“ Arnar Þór Jónsson héraðsdómari segir að Alþingi ætti að hafna þingsályktunartillögu um innleiðingu þriðja orkupakkans þegar það kemur saman í ágúst. Þá segir hann að íslensk stjórnvöld verði að gæta hagsmuna Íslendinga betur við upptöku gerða í EES-samninginn. 29. júlí 2019 18:30
Sjálfstæðismenn safna undirskriftum gegn 3. orkupakkanum Með framtakinu nýtir Jón Kári sér 6. grein skipulagsreglna flokksins sem kveður á um að miðstjórn Sjálfstæðisflokksins skuli boða til atkvæðagreiðslu ef að minnsta kosti fimm þúsund flokksbundnir félagar óska eftir því. 6. ágúst 2019 11:47