Er Sigmundur Davíð orðinn Shakespeare? Michel Sallé skrifar 29. ágúst 2019 08:00 Ermarsundsgöngin sem tengja saman Frakkland og Bretland eru 25 ára. Hvað heyrði maður ekki á Bretlandseyjum þegar vinna við göngin hófst? Að óð dýr myndu ryðjast inn í landið, sem og hryðjuverkamenn, vínviðarmygla myndi yfirtaka hinar dásamlegu vínekrur Kents, og eins væri von á heilum her franskra köngulóa. Óttinn náði nær upp á hæstu svið konungsríkisins þegar Margaret Thatcher neitaði nokkurri hjálp hins opinbera. Shakespeare var kallaður til hjálpar (Ríkharður II):The other Eden, demi-paradise, / This fortress built by Nature for herself / Against infection and the hand of war, / This happy breed of men, this little world, / This precious stone set in the silver sea, / Which serves it in the office of a wall, / Or as a moat defensive to a house, / Against the envy of less happier lands, / This blessed plot, this earth, this realm, this (… Iceland?) Svo ég haldi áfram tilvitnunum í öðrum, ekki eins skáldlegum anda, en mjög líklegum, ef ekki sönnum, þá á breski verkamaðurinn sem ruddi burt síðasta steininum sem aðskildi Frakkland og Bretland að hafa hrópað upp: „Hér er hvítlaukslykt.“ Síðan þá hafa 430 milljónir farþega farið um göngin, og 86 milljónir farartækja; að sjálfsögðu hafa engar þessar heimsendaspár ræst, ekki einu sinni hvítlaukslyktin. Boris Johnson hefur ekki enn beðið um að göngunum verði lokað. Er þá Sigmundur Davíð orðinn að Ríkharði II? Ég læt Íslendingum eftir að ákveða sjálfir hvort eyja þeirra er „gimsteinn skorðaður í silfursjó“, og hvort þeir líti allir á sig sem „þetta heppna kyn“, beina afkomendur þeirra víkinga sem náttúran valdi til að komast til eyjunnar, koma sér þar fyrir og lifa af. En aðalspurningin er um víggirðingar og varnarskurði, og því miður er hún spurð með afskræmdum hætti: „Eigum við að gefa frá okkur þessar víggirðingar og varnarskurði til að þóknast evrópskum skrifstofublókum sem vinna í Ljubljana, aðsetri ACER?“ Eins og andrúmsloft er í dag þarf mikið hugrekki til að svara játandi. Þó varð ég hissa þegar ég var nú nýlega á Íslandi hve erfitt var fyrir þá neikvæðu að finna sterk rök fyrir afstöðu sinni. Þau voru oftast svipuð þeim sem heyrðust í Bretlandi fyrir 25 árum. Það er alger synd að mál þetta skuli vera svona afskræmt af skammarræðum Sigmundar Davíðs og vina hans. Það er augljóst að hans eini tilgangur er að hefna sín á brottrekstri úr Framsóknarflokknum eftir birtingu Panamaskjalanna. Því þessi spurning er mikilvæg og svar við henni þarf að vera laust við ástæðulausa tortryggni eða falsanir. Hér má til dæmis geta þess að franska rafmagninu er stjórnað í París en ekki í Ljubljana, franska ríkisstjórnin er með í ráðum hvað varðar verð, og rafmagnsfyrirtækin, hvort sem þau eru ríkisfyrirtæki eða einkafyrirtæki, ákveða sjálf það magn sem flutt er út eða inn á hverjum tíma, af því að það er erfitt að geyma rafmagn. Eyjan telur nú 360 þúsund íbúa, flesta þeirra borgarbúa, með réttmætu stolti af því sem náðst hefur, fjárhagslega og félagslega. Hún á fátt sameiginlegt með því sem var fyrir einni öld. Hún er nú á straumamótum: Á hún að dragast saman, ein úti á hafi, eða berast með þeim straumum, ekki bara efnahagslegum heldur líka félagslegum, sem hún hefur þegar haft mikinn hagnað af? Allt val felur í sér að einhverju verður að afsala. Er nær að afsala þér Evrópska efnahagssvæðinu frekar en víggirðingum og varnarskurðum? Hrunið mikla 2008 sýndi hve þessi vörn var mikil sjónblekking. Tekur því að bíða eftir næsta hruni til að fá staðfestingu á því?Höfundur er doktor frá Sorbonne-háskóla í stjórnmálafræðum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Brexit Panama-skjölin Mest lesið Fúsk eða laumuspil? Eva Hauksdóttir Skoðun Fjórða þorskastríðið er fram undan Gunnar Smári Egilsson Skoðun Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Landsbyggðin án háskóla? Ketill Sigurður Jóelsson Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Fjör á fjármálamarkaði Fastir pennar Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir skrifar Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson skrifar Skoðun Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson skrifar Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hagræn áhrif íþrótta og mikilvægi þeirra á Íslandi Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Frjósemisvitund ungs fólks Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson skrifar Sjá meira
Ermarsundsgöngin sem tengja saman Frakkland og Bretland eru 25 ára. Hvað heyrði maður ekki á Bretlandseyjum þegar vinna við göngin hófst? Að óð dýr myndu ryðjast inn í landið, sem og hryðjuverkamenn, vínviðarmygla myndi yfirtaka hinar dásamlegu vínekrur Kents, og eins væri von á heilum her franskra köngulóa. Óttinn náði nær upp á hæstu svið konungsríkisins þegar Margaret Thatcher neitaði nokkurri hjálp hins opinbera. Shakespeare var kallaður til hjálpar (Ríkharður II):The other Eden, demi-paradise, / This fortress built by Nature for herself / Against infection and the hand of war, / This happy breed of men, this little world, / This precious stone set in the silver sea, / Which serves it in the office of a wall, / Or as a moat defensive to a house, / Against the envy of less happier lands, / This blessed plot, this earth, this realm, this (… Iceland?) Svo ég haldi áfram tilvitnunum í öðrum, ekki eins skáldlegum anda, en mjög líklegum, ef ekki sönnum, þá á breski verkamaðurinn sem ruddi burt síðasta steininum sem aðskildi Frakkland og Bretland að hafa hrópað upp: „Hér er hvítlaukslykt.“ Síðan þá hafa 430 milljónir farþega farið um göngin, og 86 milljónir farartækja; að sjálfsögðu hafa engar þessar heimsendaspár ræst, ekki einu sinni hvítlaukslyktin. Boris Johnson hefur ekki enn beðið um að göngunum verði lokað. Er þá Sigmundur Davíð orðinn að Ríkharði II? Ég læt Íslendingum eftir að ákveða sjálfir hvort eyja þeirra er „gimsteinn skorðaður í silfursjó“, og hvort þeir líti allir á sig sem „þetta heppna kyn“, beina afkomendur þeirra víkinga sem náttúran valdi til að komast til eyjunnar, koma sér þar fyrir og lifa af. En aðalspurningin er um víggirðingar og varnarskurði, og því miður er hún spurð með afskræmdum hætti: „Eigum við að gefa frá okkur þessar víggirðingar og varnarskurði til að þóknast evrópskum skrifstofublókum sem vinna í Ljubljana, aðsetri ACER?“ Eins og andrúmsloft er í dag þarf mikið hugrekki til að svara játandi. Þó varð ég hissa þegar ég var nú nýlega á Íslandi hve erfitt var fyrir þá neikvæðu að finna sterk rök fyrir afstöðu sinni. Þau voru oftast svipuð þeim sem heyrðust í Bretlandi fyrir 25 árum. Það er alger synd að mál þetta skuli vera svona afskræmt af skammarræðum Sigmundar Davíðs og vina hans. Það er augljóst að hans eini tilgangur er að hefna sín á brottrekstri úr Framsóknarflokknum eftir birtingu Panamaskjalanna. Því þessi spurning er mikilvæg og svar við henni þarf að vera laust við ástæðulausa tortryggni eða falsanir. Hér má til dæmis geta þess að franska rafmagninu er stjórnað í París en ekki í Ljubljana, franska ríkisstjórnin er með í ráðum hvað varðar verð, og rafmagnsfyrirtækin, hvort sem þau eru ríkisfyrirtæki eða einkafyrirtæki, ákveða sjálf það magn sem flutt er út eða inn á hverjum tíma, af því að það er erfitt að geyma rafmagn. Eyjan telur nú 360 þúsund íbúa, flesta þeirra borgarbúa, með réttmætu stolti af því sem náðst hefur, fjárhagslega og félagslega. Hún á fátt sameiginlegt með því sem var fyrir einni öld. Hún er nú á straumamótum: Á hún að dragast saman, ein úti á hafi, eða berast með þeim straumum, ekki bara efnahagslegum heldur líka félagslegum, sem hún hefur þegar haft mikinn hagnað af? Allt val felur í sér að einhverju verður að afsala. Er nær að afsala þér Evrópska efnahagssvæðinu frekar en víggirðingum og varnarskurðum? Hrunið mikla 2008 sýndi hve þessi vörn var mikil sjónblekking. Tekur því að bíða eftir næsta hruni til að fá staðfestingu á því?Höfundur er doktor frá Sorbonne-háskóla í stjórnmálafræðum.
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar
Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar