Fer fram á að þingfundum verði frestað: „Svartur blettur í sögu bresks lýðræðis“ Andri Eysteinsson skrifar 28. ágúst 2019 09:40 Boris Johnson við komuna á fund G7 ríkjanna. Getty Nýskipuð ríkisstjórn Boris Johnson forsætisráðherra Bretlands mun fara fram á að Elísabet II. Englandsdrottning fresti þingfundum einungis örfáum dögum eftir þingið kemur saman að nýju eftir sumarfrí.BBC segir að verði drottningin við bón Johnson og félaga gefist nýrri ríkisstjórn tími til þess að halda stefnuræðu, svokallaða Queen‘s Speech, þar sem áform ríkisstjórnarinnar verða útlistuð. Að sama skapi er talið að frestunin komi í veg fyrir að þingmenn neðri deildar þingsins geti komið í gegnum þingið lögum sem ætlað er að stöðva útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu samningslaust í lok október.Brexit-andstæðingurinn og þingmaður Íhaldsflokks Johnson, Dominic Grieve segir að ákvörðunin sé svívirðileg og gæti orðið til þess að lögð verði fram vantrauststillaga á Boris Johnson og ríkisstjórnina.Samherjar Johnson verja þó ákvörðunina og segja mikilvægt fyrir nýja ríkisstjórn að fá að ráða sínum ráðum og skipuleggja næstu skref Bretlands eftir útgönguna úr ESB.Ákvörðunin sögð svívirðileg móðgun við lýðræðið Þing stendur yfirleitt yfir í eitt ár, þangað til að þingfundum er frestað og nýtt þing tekur við, líkt og venjan er á Alþingi. Drottningin frestar þinginu í skamman tíma áður en nýtt þing hefst, að beiðni forsætisráðherra. Núverandi þing hefur staðið látlaust yfir í tvö ár eða allt frá þingkosningunum árið 2017. Ekki eru um að ræða að þingið verði rofið og verður því ekki boðað til nýrra kosninga. Þegar þingfundum hefur verið frestað eru engir þingfundnir haldnir og frumvörp sem ekki hafa komist í gegnum umræður á þinginu falla niður. Andstæðingar Íhaldsflokksins eru vægast sagt ósáttir með ákvörðun forsætisráðherra og ríkisstjórnarinnar.Forsætisráðherra Skotlands, Nicola Sturgeon, segir að dagurinn í dag sé svartur blettur í sögu breska lýðræðisins. Tom Watson í Verkamannaflokknum segir að ákvörðunin sé móðgun við lýðræðið.Stjórnarandstaðan er því sameinuð í andstöðu sinni við ákvörðunina sem hún segir að geti komið í veg fyrir lýðræðislega stjórnarhætti í undanfara Brexit.Heimildir BBC herma þá að fáir ráðherrar og starfsmenn ríkisstjórnarinnar hafi vitað af áformum Johnson og telja því líklegt að eitthvað uppsteyt verði í Íhaldsflokknum á næstu dögum Bretland Brexit Tengdar fréttir Veitti Bretum ráð vegna Brexit í beinni á Sky Sigmundur Davið Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, hvatti Breta í viðtali á Sky News í morgun til að sækja um tímabundna aðild að Evrópska efnahagssvæðinu eftir að þeir ganga úr Evrópusambandinu. 28. ágúst 2019 09:26 Landamærin enn til trafala fyrir Boris Fundir með Merkel og Macron gerðu lítið til þess að slá á áhyggjur af samningslausu Brexit. Landamæri Írlands og Norður-Írlands eru enn stærsta hindrunin. 24. ágúst 2019 08:45 Farage býður til samstarfs Ef ríkisstjórn Íhaldsflokksins í Bretlandi, undir forsæti Boris Johnson, kemur Bretlandi út úr Evrópusambandinu án samnings í október næstkomandi ætlar hinn nýi Brexitflokkur Nigels Farage ekki að bjóða fram í næstu þingkosningum. Þetta sagði Farage við stuðningsmenn í gær. 28. ágúst 2019 07:00 „Boris Johnson vill ekki að hans verði minnst sem herra enginn samningur“ Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, er í þröngri stöðu því hann hefur verið yfirlýsingaglaður á sama tíma og fulltrúar Evrópusambandsins eru við það að missa þolinmæðina. 24. ágúst 2019 11:38 Mest lesið Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Innlent Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Innlent Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Innlent „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Erlent Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Erlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Innlent Segir Kínverja munu „berjast til hins síðasta“ í stríði við Bandaríkin Erlent Anna Kristín Arngrímsdóttir er látin Innlent Langflest börn brjóti ekki aftur á öðrum börnum eftir meðferð Innlent Fleiri fréttir Vonir bundnar við uppgötvun nýrrar virkni ónæmiskerfisins Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Segir Kínverja munu „berjast til hins síðasta“ í stríði við Bandaríkin „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Íhugar að bjóða fram fælingarmátt kjarnorkuvopnabúrsins Arabaríkin samþykkja áætlun um 53 milljarða dala uppbyggingu Gasa Bandaríkin muni eignast Grænland með einum eða öðrum hætti 170 mæður á Bretlandi drepnar af sonum sínum á fimmtán árum Hótanir í tollamálum en sáttartónn í garð Úkraínu Gaseitrun talin ólíkleg þrátt fyrir gasleka Fer í hart við konuna sem sakaði hann um nauðgun Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Arababandalagið fundar um framtíð Gasa í dag Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Sjá meira
Nýskipuð ríkisstjórn Boris Johnson forsætisráðherra Bretlands mun fara fram á að Elísabet II. Englandsdrottning fresti þingfundum einungis örfáum dögum eftir þingið kemur saman að nýju eftir sumarfrí.BBC segir að verði drottningin við bón Johnson og félaga gefist nýrri ríkisstjórn tími til þess að halda stefnuræðu, svokallaða Queen‘s Speech, þar sem áform ríkisstjórnarinnar verða útlistuð. Að sama skapi er talið að frestunin komi í veg fyrir að þingmenn neðri deildar þingsins geti komið í gegnum þingið lögum sem ætlað er að stöðva útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu samningslaust í lok október.Brexit-andstæðingurinn og þingmaður Íhaldsflokks Johnson, Dominic Grieve segir að ákvörðunin sé svívirðileg og gæti orðið til þess að lögð verði fram vantrauststillaga á Boris Johnson og ríkisstjórnina.Samherjar Johnson verja þó ákvörðunina og segja mikilvægt fyrir nýja ríkisstjórn að fá að ráða sínum ráðum og skipuleggja næstu skref Bretlands eftir útgönguna úr ESB.Ákvörðunin sögð svívirðileg móðgun við lýðræðið Þing stendur yfirleitt yfir í eitt ár, þangað til að þingfundum er frestað og nýtt þing tekur við, líkt og venjan er á Alþingi. Drottningin frestar þinginu í skamman tíma áður en nýtt þing hefst, að beiðni forsætisráðherra. Núverandi þing hefur staðið látlaust yfir í tvö ár eða allt frá þingkosningunum árið 2017. Ekki eru um að ræða að þingið verði rofið og verður því ekki boðað til nýrra kosninga. Þegar þingfundum hefur verið frestað eru engir þingfundnir haldnir og frumvörp sem ekki hafa komist í gegnum umræður á þinginu falla niður. Andstæðingar Íhaldsflokksins eru vægast sagt ósáttir með ákvörðun forsætisráðherra og ríkisstjórnarinnar.Forsætisráðherra Skotlands, Nicola Sturgeon, segir að dagurinn í dag sé svartur blettur í sögu breska lýðræðisins. Tom Watson í Verkamannaflokknum segir að ákvörðunin sé móðgun við lýðræðið.Stjórnarandstaðan er því sameinuð í andstöðu sinni við ákvörðunina sem hún segir að geti komið í veg fyrir lýðræðislega stjórnarhætti í undanfara Brexit.Heimildir BBC herma þá að fáir ráðherrar og starfsmenn ríkisstjórnarinnar hafi vitað af áformum Johnson og telja því líklegt að eitthvað uppsteyt verði í Íhaldsflokknum á næstu dögum
Bretland Brexit Tengdar fréttir Veitti Bretum ráð vegna Brexit í beinni á Sky Sigmundur Davið Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, hvatti Breta í viðtali á Sky News í morgun til að sækja um tímabundna aðild að Evrópska efnahagssvæðinu eftir að þeir ganga úr Evrópusambandinu. 28. ágúst 2019 09:26 Landamærin enn til trafala fyrir Boris Fundir með Merkel og Macron gerðu lítið til þess að slá á áhyggjur af samningslausu Brexit. Landamæri Írlands og Norður-Írlands eru enn stærsta hindrunin. 24. ágúst 2019 08:45 Farage býður til samstarfs Ef ríkisstjórn Íhaldsflokksins í Bretlandi, undir forsæti Boris Johnson, kemur Bretlandi út úr Evrópusambandinu án samnings í október næstkomandi ætlar hinn nýi Brexitflokkur Nigels Farage ekki að bjóða fram í næstu þingkosningum. Þetta sagði Farage við stuðningsmenn í gær. 28. ágúst 2019 07:00 „Boris Johnson vill ekki að hans verði minnst sem herra enginn samningur“ Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, er í þröngri stöðu því hann hefur verið yfirlýsingaglaður á sama tíma og fulltrúar Evrópusambandsins eru við það að missa þolinmæðina. 24. ágúst 2019 11:38 Mest lesið Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Innlent Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Innlent Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Innlent „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Erlent Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Erlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Innlent Segir Kínverja munu „berjast til hins síðasta“ í stríði við Bandaríkin Erlent Anna Kristín Arngrímsdóttir er látin Innlent Langflest börn brjóti ekki aftur á öðrum börnum eftir meðferð Innlent Fleiri fréttir Vonir bundnar við uppgötvun nýrrar virkni ónæmiskerfisins Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Segir Kínverja munu „berjast til hins síðasta“ í stríði við Bandaríkin „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Íhugar að bjóða fram fælingarmátt kjarnorkuvopnabúrsins Arabaríkin samþykkja áætlun um 53 milljarða dala uppbyggingu Gasa Bandaríkin muni eignast Grænland með einum eða öðrum hætti 170 mæður á Bretlandi drepnar af sonum sínum á fimmtán árum Hótanir í tollamálum en sáttartónn í garð Úkraínu Gaseitrun talin ólíkleg þrátt fyrir gasleka Fer í hart við konuna sem sakaði hann um nauðgun Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Arababandalagið fundar um framtíð Gasa í dag Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Sjá meira
Veitti Bretum ráð vegna Brexit í beinni á Sky Sigmundur Davið Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, hvatti Breta í viðtali á Sky News í morgun til að sækja um tímabundna aðild að Evrópska efnahagssvæðinu eftir að þeir ganga úr Evrópusambandinu. 28. ágúst 2019 09:26
Landamærin enn til trafala fyrir Boris Fundir með Merkel og Macron gerðu lítið til þess að slá á áhyggjur af samningslausu Brexit. Landamæri Írlands og Norður-Írlands eru enn stærsta hindrunin. 24. ágúst 2019 08:45
Farage býður til samstarfs Ef ríkisstjórn Íhaldsflokksins í Bretlandi, undir forsæti Boris Johnson, kemur Bretlandi út úr Evrópusambandinu án samnings í október næstkomandi ætlar hinn nýi Brexitflokkur Nigels Farage ekki að bjóða fram í næstu þingkosningum. Þetta sagði Farage við stuðningsmenn í gær. 28. ágúst 2019 07:00
„Boris Johnson vill ekki að hans verði minnst sem herra enginn samningur“ Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, er í þröngri stöðu því hann hefur verið yfirlýsingaglaður á sama tíma og fulltrúar Evrópusambandsins eru við það að missa þolinmæðina. 24. ágúst 2019 11:38