Móðir tilkynnti sig til barnaverndar Kristinn Haukur Guðnason skrifar 28. ágúst 2019 06:00 Barnaverndarstofa Fréttablaðið/Pjetur Frá því að ellefu ára dóttir Birnu Markúsdóttur greindist með ADHD fyrir fimm árum hefur hún beðið eftir að kerfið veiti stúlkunni þá þjónustu sem hún þarfnast nauðsynlega. „Hún þarf mikla þjónustu og sum hegðunin kemur ekki fram í skólanum. Við upplifðum og upplifum það sterklega að ekki hafi verið hlustað á okkur fyrr en við hittum sérfræðing í tengslameðferð á BUGL,“ segir Birna sem fann strax að greiningin væri ekki tekin nógu alvarlega til að dóttir hennar fengi viðeigandi aðstoð innan skólans og félagsmálakerfisins. Mál stúlkunnar hefur verið inni á borði hjá Reykjavíkurborg þegar fjölskyldan bjó þar, síðar hjá Hafnarfjarðarbæ, Þroska- og hegðunarstöð og nú hjá BUGL. „Kerfið er bæði tyrfið og hægfara. Við erum sífellt send á milli staða, förum á marga fundi og látin bíða þótt við séum algjörlega komin í þrot,“ segir Birna sem að lokum greip til þess örþrifaráðs að tilkynna fjölskylduna sjálf til barnaverndar.Birna Markúsdóttir„Til að fá aðstoð fyrir dóttur okkar og taka okkur fjölskylduna til meðferðar áður en allt myndi springa.“ Hún bætir við að sex mánuðum eftir að málið barst fjölskyldu- og skólaþjónustu Hafnarfjarðar hafi starfsmaður þar sent skriflega tilkynningu til barnaverndar. Birna segir þetta hafa verið gert með samþykki og vilja hennar og fjölskyldunnar. „Ef ég hefði vitað að ég gæti sjálf tilkynnt mig til barnaverndar þá hefði ég gert það miklu fyrr, mér var ekki kunnugt um að það væri mögulegt. Það er ekki beint það fyrsta sem maður hugsar um sem foreldri. Að tilkynna sig.“ Ástæðurnar sem gefnar eru upp fyrir töfunum eru mannekla, sumarfrí, biðlistar og fleira. Birna er þroskaþjálfi og hefur unnið að réttindamálum fullorðins fólk með fötlun og undrast hve erfitt er að fá hjálp fyrir börn í mikilli vanlíðan. „Ég finn fyrir því að fólk er viljugt til að hjálpa en kerfið sjálft er vandamálið,“ segir Birna en hún og framkvæmdastjóri Sjónarhóls ræða einnig baráttu foreldra barna með vanda við Fréttablaðið.is í dag. Barnavernd Birtist í Fréttablaðinu Börn og uppeldi Hafnarfjörður Mest lesið Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent Brestir í MAGA-múrnum Erlent Fleiri fréttir Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Sjá meira
Frá því að ellefu ára dóttir Birnu Markúsdóttur greindist með ADHD fyrir fimm árum hefur hún beðið eftir að kerfið veiti stúlkunni þá þjónustu sem hún þarfnast nauðsynlega. „Hún þarf mikla þjónustu og sum hegðunin kemur ekki fram í skólanum. Við upplifðum og upplifum það sterklega að ekki hafi verið hlustað á okkur fyrr en við hittum sérfræðing í tengslameðferð á BUGL,“ segir Birna sem fann strax að greiningin væri ekki tekin nógu alvarlega til að dóttir hennar fengi viðeigandi aðstoð innan skólans og félagsmálakerfisins. Mál stúlkunnar hefur verið inni á borði hjá Reykjavíkurborg þegar fjölskyldan bjó þar, síðar hjá Hafnarfjarðarbæ, Þroska- og hegðunarstöð og nú hjá BUGL. „Kerfið er bæði tyrfið og hægfara. Við erum sífellt send á milli staða, förum á marga fundi og látin bíða þótt við séum algjörlega komin í þrot,“ segir Birna sem að lokum greip til þess örþrifaráðs að tilkynna fjölskylduna sjálf til barnaverndar.Birna Markúsdóttir„Til að fá aðstoð fyrir dóttur okkar og taka okkur fjölskylduna til meðferðar áður en allt myndi springa.“ Hún bætir við að sex mánuðum eftir að málið barst fjölskyldu- og skólaþjónustu Hafnarfjarðar hafi starfsmaður þar sent skriflega tilkynningu til barnaverndar. Birna segir þetta hafa verið gert með samþykki og vilja hennar og fjölskyldunnar. „Ef ég hefði vitað að ég gæti sjálf tilkynnt mig til barnaverndar þá hefði ég gert það miklu fyrr, mér var ekki kunnugt um að það væri mögulegt. Það er ekki beint það fyrsta sem maður hugsar um sem foreldri. Að tilkynna sig.“ Ástæðurnar sem gefnar eru upp fyrir töfunum eru mannekla, sumarfrí, biðlistar og fleira. Birna er þroskaþjálfi og hefur unnið að réttindamálum fullorðins fólk með fötlun og undrast hve erfitt er að fá hjálp fyrir börn í mikilli vanlíðan. „Ég finn fyrir því að fólk er viljugt til að hjálpa en kerfið sjálft er vandamálið,“ segir Birna en hún og framkvæmdastjóri Sjónarhóls ræða einnig baráttu foreldra barna með vanda við Fréttablaðið.is í dag.
Barnavernd Birtist í Fréttablaðinu Börn og uppeldi Hafnarfjörður Mest lesið Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent Brestir í MAGA-múrnum Erlent Fleiri fréttir Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Sjá meira