"Réttlætið hefur aldrei fengið að sigra í þessu máli“ Eiður Þór Árnason skrifar 27. ágúst 2019 20:16 Epstein (f.m.) þegar hann var handtekinn á Flórída árið 2008. Hann átti yfir höfði sér lífstíðarfangelsi fyrir brotin sem hann var sakaður um en saksóknarar felldu niður ítarlega ákæru gegn honum. AP/Uma Sanghvi/Palm Beach Post Konur sem saka látna auðkýfinginn Jeffrey Epstein um kynferðislega misnotkun telja sumar að hann hafi komist undan réttlætinu með því að fremja sjálfsvíg en konurnar gáfu skýrslu fyrir dómstól í Manhattan í dag. Um fimmtán konur tjáðu sig um meint brot Epstein en líkur eru taldar á því að málinu verði vísað frá í kjölfar andláts hans. Saksóknarar hafa þó gefið út að rannsóknin á málum Epstein haldi áfram og að ákærur geti enn verið gefnar út á hendur samverkamanna hans. „Ég er mjög reið og sorgmædd. Réttlætið hefur aldrei fengið að sigra í þessu máli,“ sagði Courtney Wild, sem hefur sakað Epstein um að hafa misnotað sig kynferðislega þegar hún var fjórtán ára gömul. Wild sem segir að hún hafi verið ráðin sem nuddari í einkaþotu Epstein sem var gjarnan titluð „Lolita Express,“ kallaði hann „hugleysingja“ sem hafi tekist að „hagræða dómskerfinu okkar.“ Sjá einnig: Trump fordæmdur fyrir að dreifa rakalausri samsæriskenningu um dauða Epstein Jennifer Araoz, sem hefur sakað Epstein um að nauðga sér þegar hún var fimmtán ára gömul sagði fyrir framan réttinn að Epstein hafi „rænt mig draumum mínum og möguleikanum til að sækjast eftir þeim starfsferil sem ég dýrkaði.“ „Sú staðreynd að ég mun aldrei eiga þess möguleika að mæta árásarmanni mínum í dómssal étur mig að innan. Þau leyfðu þessum manni að drepa sig og drepa um leið möguleika margra á að fá réttlætinu fullnægt,“ sagði Araoz jafnframt. Talinn hafa framið sjálfsvíg Dánardómstjóri hefur úrskurðað að Epstein hafi framið sjálfsvíg fyrr í mánuðinum þegar hann fannst meðvitundarlaus í fangaklefa sínum. Auðkýfingurinn, sem var ákærður fyrir mansal á ungum stúlkum, beið málsmeðferðar þegar hann fannst látinn í fangaklefa sínum þann 10. ágúst síðastliðinn. Andlát Epstein bar að daginn eftir að réttarskjöl sem telja hundruð blaðsíðna voru birt, þar sem nýjar ásakanir um kynferðislega misnotkun og ofbeldi á hendur Epstein og samverkamanna hans voru birtar. Fólk með sjálfsvígshugsanir er minnt á Hjálparsíma Rauða krossins, 1717, og netspjallið. Þjálfaðir og reynslumiklir sjálfboðaliðar á öllum aldri svara þeim símtölum og spjöllum sem berast. Fullum trúnaði er heitið. Nánari upplýsingar hér. Bandaríkin Mál Jeffrey Epstein Mál Andrésar prins Tengdar fréttir Níddist á brotnum stúlkum Fjármálamaðurinn Jeffrey Epstein braut kynferðislega á fjölda unglingsstúlkna um árabil; hélt kynlífsveislur og bauð voldugum vinum og frægum. Vinir hans, auðkýfingar og stjórnmálamenn, keppast nú við að sverja hann af sér. 17. ágúst 2019 08:45 Barnaníð í Frakklandi rannsökuð í tengslum við Epstein Aðalsaksóknari Parísar tilkynnti í dag að embættið hyggðist opna rannsókn á kynferðisbrotum gegn ólögráða einstaklingum í tengslum við Jeffrey Epstein. 23. ágúst 2019 18:17 FBI gerði rassíu á „barnaníðingaeyju“ Epsteins Bandaríska alríkislögreglan FBI réðst í leit á einkaeyju auðkýfingsins Jeffrey Epstein í Karíbahafinu á mánudag. 13. ágúst 2019 16:48 Andrés prins segist ekki hafa vitað af glæpum Epstein Í yfirlýsingunni segist Andrés koma ýmsum hlutum á hreint varðandi samband sitt við Epstein. 24. ágúst 2019 13:56 Mest lesið Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn Innlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Erlent Fleiri fréttir Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Sjá meira
Konur sem saka látna auðkýfinginn Jeffrey Epstein um kynferðislega misnotkun telja sumar að hann hafi komist undan réttlætinu með því að fremja sjálfsvíg en konurnar gáfu skýrslu fyrir dómstól í Manhattan í dag. Um fimmtán konur tjáðu sig um meint brot Epstein en líkur eru taldar á því að málinu verði vísað frá í kjölfar andláts hans. Saksóknarar hafa þó gefið út að rannsóknin á málum Epstein haldi áfram og að ákærur geti enn verið gefnar út á hendur samverkamanna hans. „Ég er mjög reið og sorgmædd. Réttlætið hefur aldrei fengið að sigra í þessu máli,“ sagði Courtney Wild, sem hefur sakað Epstein um að hafa misnotað sig kynferðislega þegar hún var fjórtán ára gömul. Wild sem segir að hún hafi verið ráðin sem nuddari í einkaþotu Epstein sem var gjarnan titluð „Lolita Express,“ kallaði hann „hugleysingja“ sem hafi tekist að „hagræða dómskerfinu okkar.“ Sjá einnig: Trump fordæmdur fyrir að dreifa rakalausri samsæriskenningu um dauða Epstein Jennifer Araoz, sem hefur sakað Epstein um að nauðga sér þegar hún var fimmtán ára gömul sagði fyrir framan réttinn að Epstein hafi „rænt mig draumum mínum og möguleikanum til að sækjast eftir þeim starfsferil sem ég dýrkaði.“ „Sú staðreynd að ég mun aldrei eiga þess möguleika að mæta árásarmanni mínum í dómssal étur mig að innan. Þau leyfðu þessum manni að drepa sig og drepa um leið möguleika margra á að fá réttlætinu fullnægt,“ sagði Araoz jafnframt. Talinn hafa framið sjálfsvíg Dánardómstjóri hefur úrskurðað að Epstein hafi framið sjálfsvíg fyrr í mánuðinum þegar hann fannst meðvitundarlaus í fangaklefa sínum. Auðkýfingurinn, sem var ákærður fyrir mansal á ungum stúlkum, beið málsmeðferðar þegar hann fannst látinn í fangaklefa sínum þann 10. ágúst síðastliðinn. Andlát Epstein bar að daginn eftir að réttarskjöl sem telja hundruð blaðsíðna voru birt, þar sem nýjar ásakanir um kynferðislega misnotkun og ofbeldi á hendur Epstein og samverkamanna hans voru birtar. Fólk með sjálfsvígshugsanir er minnt á Hjálparsíma Rauða krossins, 1717, og netspjallið. Þjálfaðir og reynslumiklir sjálfboðaliðar á öllum aldri svara þeim símtölum og spjöllum sem berast. Fullum trúnaði er heitið. Nánari upplýsingar hér.
Bandaríkin Mál Jeffrey Epstein Mál Andrésar prins Tengdar fréttir Níddist á brotnum stúlkum Fjármálamaðurinn Jeffrey Epstein braut kynferðislega á fjölda unglingsstúlkna um árabil; hélt kynlífsveislur og bauð voldugum vinum og frægum. Vinir hans, auðkýfingar og stjórnmálamenn, keppast nú við að sverja hann af sér. 17. ágúst 2019 08:45 Barnaníð í Frakklandi rannsökuð í tengslum við Epstein Aðalsaksóknari Parísar tilkynnti í dag að embættið hyggðist opna rannsókn á kynferðisbrotum gegn ólögráða einstaklingum í tengslum við Jeffrey Epstein. 23. ágúst 2019 18:17 FBI gerði rassíu á „barnaníðingaeyju“ Epsteins Bandaríska alríkislögreglan FBI réðst í leit á einkaeyju auðkýfingsins Jeffrey Epstein í Karíbahafinu á mánudag. 13. ágúst 2019 16:48 Andrés prins segist ekki hafa vitað af glæpum Epstein Í yfirlýsingunni segist Andrés koma ýmsum hlutum á hreint varðandi samband sitt við Epstein. 24. ágúst 2019 13:56 Mest lesið Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn Innlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Erlent Fleiri fréttir Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Sjá meira
Níddist á brotnum stúlkum Fjármálamaðurinn Jeffrey Epstein braut kynferðislega á fjölda unglingsstúlkna um árabil; hélt kynlífsveislur og bauð voldugum vinum og frægum. Vinir hans, auðkýfingar og stjórnmálamenn, keppast nú við að sverja hann af sér. 17. ágúst 2019 08:45
Barnaníð í Frakklandi rannsökuð í tengslum við Epstein Aðalsaksóknari Parísar tilkynnti í dag að embættið hyggðist opna rannsókn á kynferðisbrotum gegn ólögráða einstaklingum í tengslum við Jeffrey Epstein. 23. ágúst 2019 18:17
FBI gerði rassíu á „barnaníðingaeyju“ Epsteins Bandaríska alríkislögreglan FBI réðst í leit á einkaeyju auðkýfingsins Jeffrey Epstein í Karíbahafinu á mánudag. 13. ágúst 2019 16:48
Andrés prins segist ekki hafa vitað af glæpum Epstein Í yfirlýsingunni segist Andrés koma ýmsum hlutum á hreint varðandi samband sitt við Epstein. 24. ágúst 2019 13:56