Smálánafyrirtækið Ecommerce segir íslensk lög ekki gilda um sína starfsemi Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 27. ágúst 2019 18:30 Smálánafélagið Ecommerce er ósammála þeirri ákvörðun Neytendastofu að íslensk lög gildi um smálán félagsins og ætlar að kæra hana til áfrýjunarnefndar neytendamála. Forstjórinn segir félagið hafa farið að flestum tilmælum stofnunarinnar en fallist hvorki á íslenskt eftirlit né úrskurði. Umboðsmaður skuldara og Neytendasamtökin fagna ákvörðun Neytendastofu. Neytendastofa birti ákvörðun sína í máli gegn smálánafélaginu Ecommerce 2020 í gær, sem staðsett er í Danmörku en rekur fimm smálánafyrirtæki hér á landi. Fram hefur komið að niðurstaða stofnunarinnar sé sú að félaginu beri að fara að íslenskum lögum. Fram kemur að félagið hafi brotið gegn íslenskum neytendalögum með innheimtu hás kostnaðar af lánum og með ófullnægjandi upplýsingum í stöðluðu eyðublaði og lánssamningum. Þeim fyrirmælum var beint til félagsins að koma upplýsingum í viðunandi horf. Ecommerce sendi fréttastofu tilkynningu í dag þar sem fram kemur að félagið sé ósammála því að íslensk lög gildi um smálánin og að fyrirtækið ætli að kæra ákvörðun Neytendastofu til áfrýjunarnefndar neytendamála. Í tilvitnun í forstjóra fyrirtækisins segir að félagið hafi lækkað vexti en þeir voru áður á bilinu 3.400 prósent til 13.200 prósent. Umbætur hafi verið gerðar á stöðluðu eyðublaði og lánssamningi. Þá telji fyrirtækið að vísa eigi til danskra eftirlitsstjórnvalda og úrskurðaraðila en ekki íslenskra eins og Neytendastofa kveði á um. Stjórnendur fyrirtækisins telja að dönsk lög eigi að gilda um lánssamninga.Sigur myndi breyta miklu fyrir skjólstæðinga Umboðsmanns skuldara Formaður Neytendasamtakanna fagnaði ákvörðun Neytendastofu í samtali við fréttastofu í gær og það sama gerði lögfræðingur hjá Umboðsmanni skuldara í dag en tveir þriðju þeirra sem leita þangað hafa tekið smálán af einhverjum toga. „Það er auðvitað mjög jákvætt að sjá þessa ákvörðun frá Neytendastofu og við höfum bent ítrekað á þennan kostnað, að hann sé alltof hár og ekki í samræmi við lög, en það hefur auðvitað verið ágreiningur um hvort að íslensk lög gildi um þetta fyrirtæki,“ sagði Sara Jasonardóttir, lögfræðingur og verkefnisstjóri hjá Umboðsmanni skuldara í samtali við fréttastofu. Fram hefur komið að Neytendasamtökin séu að kanna grundvöll fyrir hópmálsókn gegn eCommerce á grundvelli ákvörðunar Neytendastofu. Sara segir það jákvætt ef samtökin ynnu sigur. „Ef þeir ynnu sigur í slíku máli myndi það breyta miklu hjá okkar skjólstæðingum.“Fréttatilkynningu Ecommerce 2020 má sjá hér í heild sinni:Neytendastofa sendi frá sér í gær tilkynningu þess efnis að stofnunin hafi komist að þeirri niðurstöðu að Ecommerce 2020 beri í ákveðnum tilvikum að fara að íslenskum lögum, en ekki dönskum, í viðskiptum sína við íslenska neytendur. Í ákvörðun Neytendastofu segir einnig að Ecommerce 2020 beri að breyta stöðluðu eyðublaði og lánasamningum til samræmis við athugasemdir stofunnar. Ecommerce 2020 vill koma því á framfæri að fyrirtækið hefur undanfarna mánuði átt í góðu samstarfi með Neytendastofu og tekið til greina athugasemdir er snúa að verklagi Ecommerce 2020 og bætt þar úr. Búið er að stórlækka kostnað á lánum sem standa viðskiptavinum til boða, neytendum til hagsbóta. Eftir stendur að félagið er ósammála þeirri niðurstöðu Neytendastofu að íslensk lög gildi um lánin. „Við höfðum lækkað vexti áður en nokkrar athugasemdir bárust frá Neytendastofu og þannig tryggt neytendum sem best kjör. Eins og segir í ákvörðuninni þá gerðum við umbætur á stöðluðu eyðublaði og lánasamningi en féllumst hins vegar ekki á allar athugasemdirnar og þá helst þær sem snúa að upplýsingum um eftirlitsstjórnvald og úrskurðaraðila. Gerðum við þar af leiðandi ekki þær breytingar, enda teljum við að vísa eigi til danskra stofnana þar að lútandi.“ (Ondrej Smakal, forstjóri Ecommerce 2020) Fyrirtækið hefur tekið þá ákvörðun að kæra ákvörðun Neytendastofu til áfrýjunarnefndar neytendamála. Unnið er að kærunni að svo stöddu. „Við teljum að dönsk lög, en ekki íslensk, gildi um þá samninga sem við höfum gert við viðskiptavini okkar og erum á því að það sé nauðsynlegt að fá skorið úr þessu lagalega álitaefni. Þangað til að úrskurður fæst munum við að sjálfsögðu halda áfram að gera okkar til þess að samstarfið við Neytendastofu verði sem best“ (Ondrej Smakal) Neytendur Smálán Mest lesið ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Viðskipti innlent Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi Viðskipti innlent „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ Viðskipti innlent Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Viðskipti innlent 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Viðskipti innlent Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Viðskipti innlent Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Viðskipti innlent Íþróttafræðin inn á vinnustaðinn: Yfirmenn ekki lengur alvitri einhyrningurinn Atvinnulíf Eiríkur Orri til Ofar Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Eiríkur Orri til Ofar Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi „Það verður andskoti flókið“ Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Ásgeir og Darri til Landslaga Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Hvetur stjórnvöld til að veita ferðaskrifstofum lán eins og í Covid Búið að greiða laun og barnabætur Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Snaps teygir anga sína út á Hlemm „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Hrun í makríl og kolmunna Sjá meira
Smálánafélagið Ecommerce er ósammála þeirri ákvörðun Neytendastofu að íslensk lög gildi um smálán félagsins og ætlar að kæra hana til áfrýjunarnefndar neytendamála. Forstjórinn segir félagið hafa farið að flestum tilmælum stofnunarinnar en fallist hvorki á íslenskt eftirlit né úrskurði. Umboðsmaður skuldara og Neytendasamtökin fagna ákvörðun Neytendastofu. Neytendastofa birti ákvörðun sína í máli gegn smálánafélaginu Ecommerce 2020 í gær, sem staðsett er í Danmörku en rekur fimm smálánafyrirtæki hér á landi. Fram hefur komið að niðurstaða stofnunarinnar sé sú að félaginu beri að fara að íslenskum lögum. Fram kemur að félagið hafi brotið gegn íslenskum neytendalögum með innheimtu hás kostnaðar af lánum og með ófullnægjandi upplýsingum í stöðluðu eyðublaði og lánssamningum. Þeim fyrirmælum var beint til félagsins að koma upplýsingum í viðunandi horf. Ecommerce sendi fréttastofu tilkynningu í dag þar sem fram kemur að félagið sé ósammála því að íslensk lög gildi um smálánin og að fyrirtækið ætli að kæra ákvörðun Neytendastofu til áfrýjunarnefndar neytendamála. Í tilvitnun í forstjóra fyrirtækisins segir að félagið hafi lækkað vexti en þeir voru áður á bilinu 3.400 prósent til 13.200 prósent. Umbætur hafi verið gerðar á stöðluðu eyðublaði og lánssamningi. Þá telji fyrirtækið að vísa eigi til danskra eftirlitsstjórnvalda og úrskurðaraðila en ekki íslenskra eins og Neytendastofa kveði á um. Stjórnendur fyrirtækisins telja að dönsk lög eigi að gilda um lánssamninga.Sigur myndi breyta miklu fyrir skjólstæðinga Umboðsmanns skuldara Formaður Neytendasamtakanna fagnaði ákvörðun Neytendastofu í samtali við fréttastofu í gær og það sama gerði lögfræðingur hjá Umboðsmanni skuldara í dag en tveir þriðju þeirra sem leita þangað hafa tekið smálán af einhverjum toga. „Það er auðvitað mjög jákvætt að sjá þessa ákvörðun frá Neytendastofu og við höfum bent ítrekað á þennan kostnað, að hann sé alltof hár og ekki í samræmi við lög, en það hefur auðvitað verið ágreiningur um hvort að íslensk lög gildi um þetta fyrirtæki,“ sagði Sara Jasonardóttir, lögfræðingur og verkefnisstjóri hjá Umboðsmanni skuldara í samtali við fréttastofu. Fram hefur komið að Neytendasamtökin séu að kanna grundvöll fyrir hópmálsókn gegn eCommerce á grundvelli ákvörðunar Neytendastofu. Sara segir það jákvætt ef samtökin ynnu sigur. „Ef þeir ynnu sigur í slíku máli myndi það breyta miklu hjá okkar skjólstæðingum.“Fréttatilkynningu Ecommerce 2020 má sjá hér í heild sinni:Neytendastofa sendi frá sér í gær tilkynningu þess efnis að stofnunin hafi komist að þeirri niðurstöðu að Ecommerce 2020 beri í ákveðnum tilvikum að fara að íslenskum lögum, en ekki dönskum, í viðskiptum sína við íslenska neytendur. Í ákvörðun Neytendastofu segir einnig að Ecommerce 2020 beri að breyta stöðluðu eyðublaði og lánasamningum til samræmis við athugasemdir stofunnar. Ecommerce 2020 vill koma því á framfæri að fyrirtækið hefur undanfarna mánuði átt í góðu samstarfi með Neytendastofu og tekið til greina athugasemdir er snúa að verklagi Ecommerce 2020 og bætt þar úr. Búið er að stórlækka kostnað á lánum sem standa viðskiptavinum til boða, neytendum til hagsbóta. Eftir stendur að félagið er ósammála þeirri niðurstöðu Neytendastofu að íslensk lög gildi um lánin. „Við höfðum lækkað vexti áður en nokkrar athugasemdir bárust frá Neytendastofu og þannig tryggt neytendum sem best kjör. Eins og segir í ákvörðuninni þá gerðum við umbætur á stöðluðu eyðublaði og lánasamningi en féllumst hins vegar ekki á allar athugasemdirnar og þá helst þær sem snúa að upplýsingum um eftirlitsstjórnvald og úrskurðaraðila. Gerðum við þar af leiðandi ekki þær breytingar, enda teljum við að vísa eigi til danskra stofnana þar að lútandi.“ (Ondrej Smakal, forstjóri Ecommerce 2020) Fyrirtækið hefur tekið þá ákvörðun að kæra ákvörðun Neytendastofu til áfrýjunarnefndar neytendamála. Unnið er að kærunni að svo stöddu. „Við teljum að dönsk lög, en ekki íslensk, gildi um þá samninga sem við höfum gert við viðskiptavini okkar og erum á því að það sé nauðsynlegt að fá skorið úr þessu lagalega álitaefni. Þangað til að úrskurður fæst munum við að sjálfsögðu halda áfram að gera okkar til þess að samstarfið við Neytendastofu verði sem best“ (Ondrej Smakal)
Neytendur Smálán Mest lesið ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Viðskipti innlent Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi Viðskipti innlent „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ Viðskipti innlent Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Viðskipti innlent 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Viðskipti innlent Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Viðskipti innlent Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Viðskipti innlent Íþróttafræðin inn á vinnustaðinn: Yfirmenn ekki lengur alvitri einhyrningurinn Atvinnulíf Eiríkur Orri til Ofar Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Eiríkur Orri til Ofar Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi „Það verður andskoti flókið“ Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Ásgeir og Darri til Landslaga Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Hvetur stjórnvöld til að veita ferðaskrifstofum lán eins og í Covid Búið að greiða laun og barnabætur Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Snaps teygir anga sína út á Hlemm „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Hrun í makríl og kolmunna Sjá meira