Morðið í Malmö: Barnsfaðir konunnar hafði verið dæmdur fyrir eitt stærsta rán í sögu Danmerkur Birgir Olgeirsson skrifar 27. ágúst 2019 14:39 Konan var læknir og nýbökuð móðir. Vísir/Getty Konan sem var myrt í Malmö í gær var læknir og nýbökuð móðir. Barnsfaðir hennar var dæmdur fyrir aðild sína að einu stærsta ráni í sögu Danmerkur. Greint er frá þessu á vef sænska ríkisútvarpsins SVT sem greinir frá því að afbrotasaga barnsföður konunnar sé á meðal þess sem sé til rannsóknar varðandi morðið. Skoðar lögreglan hvort fortíð barnsföðurins hafi eitthvað haft með morðið að gera eða þá hvort vitnisburður konunnar í morðmáli hafi tengst því á einhvern hátt. Sænska ríkisútvarpið segir frá því að konan hafi eignast barnið í sumar en hún stundaði læknanám erlendis áður en hún fékk stöðu sem læknir í Svíþjóð. Samkvæmt upplýsingum SVT þá hafði konan aldrei komist í kast við lögin. Þá á hún ekki að hafa verið flækt í glæpsamlegt athæfi. Barnsfaðirinn er 35 ára gamall en hann hafði tengingar í undirheima Malmö. Árið 2010 var hann dæmdur til átta ára fangelsisvistar fyrir aðild sína að Bröndby-ráninu þar sem ræningjar komust undan með 60 milljónir danskra króna í farteskinu. Kom maðurinn að skipulagningu ránsins ásamt því að vera einn af þeim sem frömdu það. Konan var á gangi ásamt barni sínu og barnsföður í miðborg Malmö þegar maður gekk óvænt upp að henni og skaut hana í höfuðið. Nokkrir skothvellir heyrðust áður en gerandinn flúði af vettvangi. Hvorki barninu né barnsföðurnum varð meint af. Lögreglan í Malmö hélt blaðamannafund í morgun þar sem kom fram að einn er í haldi í tengslum við rannsókn á morðinu. Hann er talinn hafa átt sér vitorðsmenn en lagt hefur verið hald á það sem lögreglan telur vera morðvopnið. Danmörk Morðið á Karolin Hakim í Malmö Svíþjóð Tengdar fréttir Morðvopnið líklega fundið en morðinginn ekki Maðurinn sem er í haldi sænsku lögreglunnar í tengslum við rannsókn á morði þrítugu konunnar, sem skotin var til bana í Malmö í gær, er grunaður um aðild að verknaðinum auk þess að hafa gerist brotlegur við það sem lögregla kallar gróft brot á vopnalögum. 27. ágúst 2019 08:39 Einn handtekinn vegna morðsins í Malmö Einn maður var handtekinn í Malmö síðdegis í dag grunaður um aðild að morði á konu um þrítugt í sænsku borginni í morgun. 26. ágúst 2019 20:03 Aftakan í Malmö: Kanna hvort morðið tengist vitnisburði konunnar í morðmáli eða afbrotasögu barnsföður hennar Konan var á gangi í miðborg Malmö ásamt barni sínu og barnsföður þegar dökkklæddur maður birtist óvænt og skaut hana í höfuðið. 26. ágúst 2019 15:51 Minntust konunnar sem var myrt í Malmö Íbúar Malmö héldu minningarathöfn í gærkvöld um sænsku konuna sem skotinn var til bana í borginni í gær. 27. ágúst 2019 07:33 Mest lesið Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Innlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Fleiri fréttir Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Sjá meira
Konan sem var myrt í Malmö í gær var læknir og nýbökuð móðir. Barnsfaðir hennar var dæmdur fyrir aðild sína að einu stærsta ráni í sögu Danmerkur. Greint er frá þessu á vef sænska ríkisútvarpsins SVT sem greinir frá því að afbrotasaga barnsföður konunnar sé á meðal þess sem sé til rannsóknar varðandi morðið. Skoðar lögreglan hvort fortíð barnsföðurins hafi eitthvað haft með morðið að gera eða þá hvort vitnisburður konunnar í morðmáli hafi tengst því á einhvern hátt. Sænska ríkisútvarpið segir frá því að konan hafi eignast barnið í sumar en hún stundaði læknanám erlendis áður en hún fékk stöðu sem læknir í Svíþjóð. Samkvæmt upplýsingum SVT þá hafði konan aldrei komist í kast við lögin. Þá á hún ekki að hafa verið flækt í glæpsamlegt athæfi. Barnsfaðirinn er 35 ára gamall en hann hafði tengingar í undirheima Malmö. Árið 2010 var hann dæmdur til átta ára fangelsisvistar fyrir aðild sína að Bröndby-ráninu þar sem ræningjar komust undan með 60 milljónir danskra króna í farteskinu. Kom maðurinn að skipulagningu ránsins ásamt því að vera einn af þeim sem frömdu það. Konan var á gangi ásamt barni sínu og barnsföður í miðborg Malmö þegar maður gekk óvænt upp að henni og skaut hana í höfuðið. Nokkrir skothvellir heyrðust áður en gerandinn flúði af vettvangi. Hvorki barninu né barnsföðurnum varð meint af. Lögreglan í Malmö hélt blaðamannafund í morgun þar sem kom fram að einn er í haldi í tengslum við rannsókn á morðinu. Hann er talinn hafa átt sér vitorðsmenn en lagt hefur verið hald á það sem lögreglan telur vera morðvopnið.
Danmörk Morðið á Karolin Hakim í Malmö Svíþjóð Tengdar fréttir Morðvopnið líklega fundið en morðinginn ekki Maðurinn sem er í haldi sænsku lögreglunnar í tengslum við rannsókn á morði þrítugu konunnar, sem skotin var til bana í Malmö í gær, er grunaður um aðild að verknaðinum auk þess að hafa gerist brotlegur við það sem lögregla kallar gróft brot á vopnalögum. 27. ágúst 2019 08:39 Einn handtekinn vegna morðsins í Malmö Einn maður var handtekinn í Malmö síðdegis í dag grunaður um aðild að morði á konu um þrítugt í sænsku borginni í morgun. 26. ágúst 2019 20:03 Aftakan í Malmö: Kanna hvort morðið tengist vitnisburði konunnar í morðmáli eða afbrotasögu barnsföður hennar Konan var á gangi í miðborg Malmö ásamt barni sínu og barnsföður þegar dökkklæddur maður birtist óvænt og skaut hana í höfuðið. 26. ágúst 2019 15:51 Minntust konunnar sem var myrt í Malmö Íbúar Malmö héldu minningarathöfn í gærkvöld um sænsku konuna sem skotinn var til bana í borginni í gær. 27. ágúst 2019 07:33 Mest lesið Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Innlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Fleiri fréttir Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Sjá meira
Morðvopnið líklega fundið en morðinginn ekki Maðurinn sem er í haldi sænsku lögreglunnar í tengslum við rannsókn á morði þrítugu konunnar, sem skotin var til bana í Malmö í gær, er grunaður um aðild að verknaðinum auk þess að hafa gerist brotlegur við það sem lögregla kallar gróft brot á vopnalögum. 27. ágúst 2019 08:39
Einn handtekinn vegna morðsins í Malmö Einn maður var handtekinn í Malmö síðdegis í dag grunaður um aðild að morði á konu um þrítugt í sænsku borginni í morgun. 26. ágúst 2019 20:03
Aftakan í Malmö: Kanna hvort morðið tengist vitnisburði konunnar í morðmáli eða afbrotasögu barnsföður hennar Konan var á gangi í miðborg Malmö ásamt barni sínu og barnsföður þegar dökkklæddur maður birtist óvænt og skaut hana í höfuðið. 26. ágúst 2019 15:51
Minntust konunnar sem var myrt í Malmö Íbúar Malmö héldu minningarathöfn í gærkvöld um sænsku konuna sem skotinn var til bana í borginni í gær. 27. ágúst 2019 07:33