Erfiðleikar í innanlandsflugi Sighvatur Arnmundsson skrifar 27. ágúst 2019 07:00 Reykjavíkurflugvöllur í Vatnsmýrinni. Fréttablaðið/Ernir Töluverður samdráttur hefur verið í fjölda farþega sem fara um íslenska flugvelli það sem af er ári. Þannig fækkaði farþegum á Reykjavíkurflugvelli fyrstu sjö mánuði ársins um 12,4 prósent. Á Egilsstaðaflugvelli nam fækkunin 14 prósentum, á Akureyrarflugvelli 6,4 prósentum og 19,6 prósentum á öðrum flugvöllum utan Keflavíkur. Á síðasta ári voru farþegar í innanlandsflugi rúmlega 737 þúsund talsins en voru tæplega 772 þúsund árið áður. Nokkrar sveiflur hafa verið í farþegafjölda síðustu ár en mikil fækkun hefur orðið frá 2005 til 2009. Þá var fjöldi farþega í innanlandsflugi á bilinu 815 til 932 þúsund.Njáll Trausti Friðbertsson er þingmaður Sjálfstæðisflokksins.Fréttablaðið/Ernir„Það er mjög alvarleg staða komin upp í innanlandsfluginu og ég hef tekið hana mjög alvarlega og fylgst með þessari þróun undanfarin ár. Rekstur innanlandsflugs er erfiður eins og reyndar í mest öllum flugrekstri á Íslandi,“ segir Njáll Trausti Friðbertsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og flugumferðarstjóri. Hann segist leggja mikla áherslu á skosku leiðina til að styrkja innanlandsflug en hún felist í opinberum niðurgreiðslum á flugfargjöldum fyrir íbúa sem búa fjærst höfuðborgarsvæðinu. „Ég vil gjarnan í nýrri flugstefnu sem er nú í mótun sjá tekið á þessu og hún samþætt við aðrar stefnur eins og byggðastefnu. Það yrði mjög alvarleg staða sem kæmi upp ef innanlandsflug heldur áfram að veikjast og veikjast.“ Miklu skipti hvernig stjórnvöld hyggist bregðast heildrænt við. „Það er lykilatriði fyrir byggð í landinu og byggðaþróun að til staðar sé sterkt innanlandsflug fyrir þær byggðir sem fjærst eru borginni.“ Hann telur að ekki sé ekki neinn áhugi á því meðal þjóðarinnar að Ísland breytist í borgríki. „Eins leiðinlegt og slíkt samfélag yrði. Því er þó ekki að neita að við erum komin býsna langt í þeirri þróun. Við þurfum að sporna við þeirri þróun“. Árni Gunnarsson, framkvæmdastjóri Air Iceland Connect, segir efnahagsástandið hafa mikil áhrif sem og fækkun ferðamanna. „Við höfum á öllu þessu ári verið að aðlaga rekstur okkar að þessari stöðu en eigum eftir að sjá hvernig veturinn kemur út.“ Akureyri Birtist í Fréttablaðinu Fréttir af flugi Reykjavík Mest lesið Fundu Guð í App store Erlent Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Innlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Innlent Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Innlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Innlent Fleiri fréttir Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Sjá meira
Töluverður samdráttur hefur verið í fjölda farþega sem fara um íslenska flugvelli það sem af er ári. Þannig fækkaði farþegum á Reykjavíkurflugvelli fyrstu sjö mánuði ársins um 12,4 prósent. Á Egilsstaðaflugvelli nam fækkunin 14 prósentum, á Akureyrarflugvelli 6,4 prósentum og 19,6 prósentum á öðrum flugvöllum utan Keflavíkur. Á síðasta ári voru farþegar í innanlandsflugi rúmlega 737 þúsund talsins en voru tæplega 772 þúsund árið áður. Nokkrar sveiflur hafa verið í farþegafjölda síðustu ár en mikil fækkun hefur orðið frá 2005 til 2009. Þá var fjöldi farþega í innanlandsflugi á bilinu 815 til 932 þúsund.Njáll Trausti Friðbertsson er þingmaður Sjálfstæðisflokksins.Fréttablaðið/Ernir„Það er mjög alvarleg staða komin upp í innanlandsfluginu og ég hef tekið hana mjög alvarlega og fylgst með þessari þróun undanfarin ár. Rekstur innanlandsflugs er erfiður eins og reyndar í mest öllum flugrekstri á Íslandi,“ segir Njáll Trausti Friðbertsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og flugumferðarstjóri. Hann segist leggja mikla áherslu á skosku leiðina til að styrkja innanlandsflug en hún felist í opinberum niðurgreiðslum á flugfargjöldum fyrir íbúa sem búa fjærst höfuðborgarsvæðinu. „Ég vil gjarnan í nýrri flugstefnu sem er nú í mótun sjá tekið á þessu og hún samþætt við aðrar stefnur eins og byggðastefnu. Það yrði mjög alvarleg staða sem kæmi upp ef innanlandsflug heldur áfram að veikjast og veikjast.“ Miklu skipti hvernig stjórnvöld hyggist bregðast heildrænt við. „Það er lykilatriði fyrir byggð í landinu og byggðaþróun að til staðar sé sterkt innanlandsflug fyrir þær byggðir sem fjærst eru borginni.“ Hann telur að ekki sé ekki neinn áhugi á því meðal þjóðarinnar að Ísland breytist í borgríki. „Eins leiðinlegt og slíkt samfélag yrði. Því er þó ekki að neita að við erum komin býsna langt í þeirri þróun. Við þurfum að sporna við þeirri þróun“. Árni Gunnarsson, framkvæmdastjóri Air Iceland Connect, segir efnahagsástandið hafa mikil áhrif sem og fækkun ferðamanna. „Við höfum á öllu þessu ári verið að aðlaga rekstur okkar að þessari stöðu en eigum eftir að sjá hvernig veturinn kemur út.“
Akureyri Birtist í Fréttablaðinu Fréttir af flugi Reykjavík Mest lesið Fundu Guð í App store Erlent Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Innlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Innlent Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Innlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Innlent Fleiri fréttir Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Sjá meira