"Dauðir fuglar valda ekki hættu fyrir flugvélarnar“ Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 26. ágúst 2019 22:09 Flugvélin varð fyrir miklu tjóni þegar hún flaug inn í gæsager á Reykjavíkurflugvelli í dag. Myndin er af Reykjavíkurflugvelli. vísir/vilhelm Sjúkraflugvél frá Mýflugi rakst á gæsager í flugtaki á Reykjavíkurflugvelli í dag. Enginn slasaðist en tveir sjúklingar voru um borð í vélinni ásamt sjúkraflutningamanni. Þá hafi talsverðar skemmdir orðið á vélinni. Þetta segir Leifur Hallgrímsson, framkvæmdarstjóri Mýflugs, í samtali við fréttastofu Vísis en fyrst var greint frá þessu á vef Ríkisútvarpsins. Leifur segir sjúklingana tvo hafa verið á leiðinni með sjúkraflugi frá Reykjavík til Akureyrar eftir að hafa þegið læknisþjónustu. Þá hafi sjúkrabílar verið sendir upp á flugvöll til að færa þá aftur á sjúkrahús. Eiginmaður annars sjúklingsins var um borð í vélinni með konu sinni og lýsti hann því í samtali við Ríkisútvarpið hvernig flugvélin hafi hrist skyndilega og fengið á sig mikið högg. Flugmennirnir hafi þá brugðist hratt við og stöðvað flugvélina. Vélin varð fyrir miklum skemmdum og segir Leifur að orðið hafi margra milljóna króna tjón sem flugfélagið þurfi að greiða. Vélin, sem er helsta sjúkraflutningavél félagsins, verði frá í nokkra daga, jafnvel vikur. Leifur segir gríðarlega hættu skapast af þeirri ofgnótt gæsa sem býr í Vatnsmýrinni og gera þurfi eitthvað svo ekki fari enn verr en gerði í dag. Hann hafi lýst áhyggjum sínum við Isavia en ekkert hafi verið gert í málunum. „Okkar gagnrýni er á það að þeir séu ekki að gera nóg. Það er mjög mikið af fuglum þegar maður er að fara í loftið þarna. Þá eru bara flotar af gæsum á milli brautanna.“ Hann segir ástandið ekki svona á flugvöllunum á Akureyri og Egilsstöðum. Leifur segir einu lausnina til að losna við fuglinn að skjóta hann. „Ég get lofað þér einu. Það er það að dauðir fuglar þeir valda ekki hættu fyrir flugvélarnar.“ Fréttir af flugi Reykjavík Mest lesið Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Innlent Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Almyrkvi á tungli snemma á föstudagsmorgun Sjá meira
Sjúkraflugvél frá Mýflugi rakst á gæsager í flugtaki á Reykjavíkurflugvelli í dag. Enginn slasaðist en tveir sjúklingar voru um borð í vélinni ásamt sjúkraflutningamanni. Þá hafi talsverðar skemmdir orðið á vélinni. Þetta segir Leifur Hallgrímsson, framkvæmdarstjóri Mýflugs, í samtali við fréttastofu Vísis en fyrst var greint frá þessu á vef Ríkisútvarpsins. Leifur segir sjúklingana tvo hafa verið á leiðinni með sjúkraflugi frá Reykjavík til Akureyrar eftir að hafa þegið læknisþjónustu. Þá hafi sjúkrabílar verið sendir upp á flugvöll til að færa þá aftur á sjúkrahús. Eiginmaður annars sjúklingsins var um borð í vélinni með konu sinni og lýsti hann því í samtali við Ríkisútvarpið hvernig flugvélin hafi hrist skyndilega og fengið á sig mikið högg. Flugmennirnir hafi þá brugðist hratt við og stöðvað flugvélina. Vélin varð fyrir miklum skemmdum og segir Leifur að orðið hafi margra milljóna króna tjón sem flugfélagið þurfi að greiða. Vélin, sem er helsta sjúkraflutningavél félagsins, verði frá í nokkra daga, jafnvel vikur. Leifur segir gríðarlega hættu skapast af þeirri ofgnótt gæsa sem býr í Vatnsmýrinni og gera þurfi eitthvað svo ekki fari enn verr en gerði í dag. Hann hafi lýst áhyggjum sínum við Isavia en ekkert hafi verið gert í málunum. „Okkar gagnrýni er á það að þeir séu ekki að gera nóg. Það er mjög mikið af fuglum þegar maður er að fara í loftið þarna. Þá eru bara flotar af gæsum á milli brautanna.“ Hann segir ástandið ekki svona á flugvöllunum á Akureyri og Egilsstöðum. Leifur segir einu lausnina til að losna við fuglinn að skjóta hann. „Ég get lofað þér einu. Það er það að dauðir fuglar þeir valda ekki hættu fyrir flugvélarnar.“
Fréttir af flugi Reykjavík Mest lesið Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Innlent Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Almyrkvi á tungli snemma á föstudagsmorgun Sjá meira