Aftakan í Malmö: Kanna hvort morðið tengist vitnisburði konunnar í morðmáli eða afbrotasögu barnsföður hennar Birgir Olgeirsson skrifar 26. ágúst 2019 15:51 Konan var á gangi í miðborg Malmö ásamt barni sínu og barnsföður þegar dökkklæddur maður birtist óvænt og skaut hana í höfuðið. Vísir/Getty Lögreglan í Malmö er sögð með tvo anga til rannsóknar vegna morðsins á konu um þrítugt í sænsku borginni fyrr í dag. Annars vegar sé til rannsóknar hvort að morðið hafi einhverjar tengingar við barnsföður konunnar sem er sagður eiga sér afbrotasögu. Hins vegar rannsaki lögreglan hvort morðið hafi eitthvað með vitnisburð að gera sem hún gaf í þekktu morðmáli í Malmö.Greint er frá þessu á vef sænska dagblaðsins Aftonbladet. Konan var á gangi í miðborg Malmö ásamt barni sínu og barnsföður þegar dökkklæddur maður birtist óvænt og skaut hana í höfuðið. Þetta gerðist um klukkan tíu að morgni að staðartíma í Malmö. Aftonbladet segist hafa fengið fyrst um sinn upplýsingar þess efnis að tilræðismaðurinn hafi ætlað sér að drepa barnsföður konunnar, en konan orðið fyrir skotinu. Eftir frekari eftirgrennslan dagblaðsins þykir ljóst að konan hafi verið skotmark ódæðismannsins. „Það er ljóst að hún var skotmarkið,“ hefur Aftonbladet eftir heimildarmanni sínum. Aftonbladet segir árásarmanninn hafa gengið beint upp að konunni og skotið hana í höfuðið. Sjónarvottar hafa lýst þessu voðaverki sem hreinni aftöku. Sögðust vitni hafa heyrt nokkra skothvelli, allt upp í tíu talsins. Í frétt Aftonbladet segir að barnsfaðir konunnar hafi afplánað fangelsisdóm fyrir rán fyrir tíu árum síðar. Þá segir einnig í sömu frétt að konan hafi borið vitni fyrir um ári síðan þegar réttað var í morðmáli sem fór hátt. Aftonbladet segir fjölda hafa verið hótað eftir þessi réttarhöld. Vitnisburður konunnar er þó ekki sagður hafa verið veigamikill, en lögreglan rannsaki engu að síður hvort það tengist þessu morði. Sá sem skaut konuna til bana er sagður hafa flúið af vettvangi á Mercedez-bifreið sem fannst í ljósum logum um fjörutíu mínútum síðar í Lorensborg. Barn konunnar er sagt hafa fallið til jarðar þegar móðirin var skotin til bana. Það hlaut ekki alvarlega áverka og slapp barnsfaðirinn einnig ómeiddur en hann er sagður hafa farið með barnið á neyðarmóttöku. Lögreglan hefur enn ekki fundið þann sem ber ábyrgð á morðinu. Morðið á Karolin Hakim í Malmö Svíþjóð Tengdar fréttir Kona skotin til bana í miðborg Malmö: „Þetta var aftaka“ Konan var á gangi ásamt manni og barni þegar annar maður birtist óvænt og skaut hana í höfuðið. 26. ágúst 2019 13:35 Mest lesið „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Alelda bíll á Reykjanesbraut Innlent Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Innlent Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Innlent „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Erlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Innlent Umferðin færist inn á íbúðagötur Innlent Fleiri fréttir Þrjátíu slasaðir eftir drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Sjá meira
Lögreglan í Malmö er sögð með tvo anga til rannsóknar vegna morðsins á konu um þrítugt í sænsku borginni fyrr í dag. Annars vegar sé til rannsóknar hvort að morðið hafi einhverjar tengingar við barnsföður konunnar sem er sagður eiga sér afbrotasögu. Hins vegar rannsaki lögreglan hvort morðið hafi eitthvað með vitnisburð að gera sem hún gaf í þekktu morðmáli í Malmö.Greint er frá þessu á vef sænska dagblaðsins Aftonbladet. Konan var á gangi í miðborg Malmö ásamt barni sínu og barnsföður þegar dökkklæddur maður birtist óvænt og skaut hana í höfuðið. Þetta gerðist um klukkan tíu að morgni að staðartíma í Malmö. Aftonbladet segist hafa fengið fyrst um sinn upplýsingar þess efnis að tilræðismaðurinn hafi ætlað sér að drepa barnsföður konunnar, en konan orðið fyrir skotinu. Eftir frekari eftirgrennslan dagblaðsins þykir ljóst að konan hafi verið skotmark ódæðismannsins. „Það er ljóst að hún var skotmarkið,“ hefur Aftonbladet eftir heimildarmanni sínum. Aftonbladet segir árásarmanninn hafa gengið beint upp að konunni og skotið hana í höfuðið. Sjónarvottar hafa lýst þessu voðaverki sem hreinni aftöku. Sögðust vitni hafa heyrt nokkra skothvelli, allt upp í tíu talsins. Í frétt Aftonbladet segir að barnsfaðir konunnar hafi afplánað fangelsisdóm fyrir rán fyrir tíu árum síðar. Þá segir einnig í sömu frétt að konan hafi borið vitni fyrir um ári síðan þegar réttað var í morðmáli sem fór hátt. Aftonbladet segir fjölda hafa verið hótað eftir þessi réttarhöld. Vitnisburður konunnar er þó ekki sagður hafa verið veigamikill, en lögreglan rannsaki engu að síður hvort það tengist þessu morði. Sá sem skaut konuna til bana er sagður hafa flúið af vettvangi á Mercedez-bifreið sem fannst í ljósum logum um fjörutíu mínútum síðar í Lorensborg. Barn konunnar er sagt hafa fallið til jarðar þegar móðirin var skotin til bana. Það hlaut ekki alvarlega áverka og slapp barnsfaðirinn einnig ómeiddur en hann er sagður hafa farið með barnið á neyðarmóttöku. Lögreglan hefur enn ekki fundið þann sem ber ábyrgð á morðinu.
Morðið á Karolin Hakim í Malmö Svíþjóð Tengdar fréttir Kona skotin til bana í miðborg Malmö: „Þetta var aftaka“ Konan var á gangi ásamt manni og barni þegar annar maður birtist óvænt og skaut hana í höfuðið. 26. ágúst 2019 13:35 Mest lesið „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Alelda bíll á Reykjanesbraut Innlent Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Innlent Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Innlent „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Erlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Innlent Umferðin færist inn á íbúðagötur Innlent Fleiri fréttir Þrjátíu slasaðir eftir drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Sjá meira
Kona skotin til bana í miðborg Malmö: „Þetta var aftaka“ Konan var á gangi ásamt manni og barni þegar annar maður birtist óvænt og skaut hana í höfuðið. 26. ágúst 2019 13:35