Aftakan í Malmö: Kanna hvort morðið tengist vitnisburði konunnar í morðmáli eða afbrotasögu barnsföður hennar Birgir Olgeirsson skrifar 26. ágúst 2019 15:51 Konan var á gangi í miðborg Malmö ásamt barni sínu og barnsföður þegar dökkklæddur maður birtist óvænt og skaut hana í höfuðið. Vísir/Getty Lögreglan í Malmö er sögð með tvo anga til rannsóknar vegna morðsins á konu um þrítugt í sænsku borginni fyrr í dag. Annars vegar sé til rannsóknar hvort að morðið hafi einhverjar tengingar við barnsföður konunnar sem er sagður eiga sér afbrotasögu. Hins vegar rannsaki lögreglan hvort morðið hafi eitthvað með vitnisburð að gera sem hún gaf í þekktu morðmáli í Malmö.Greint er frá þessu á vef sænska dagblaðsins Aftonbladet. Konan var á gangi í miðborg Malmö ásamt barni sínu og barnsföður þegar dökkklæddur maður birtist óvænt og skaut hana í höfuðið. Þetta gerðist um klukkan tíu að morgni að staðartíma í Malmö. Aftonbladet segist hafa fengið fyrst um sinn upplýsingar þess efnis að tilræðismaðurinn hafi ætlað sér að drepa barnsföður konunnar, en konan orðið fyrir skotinu. Eftir frekari eftirgrennslan dagblaðsins þykir ljóst að konan hafi verið skotmark ódæðismannsins. „Það er ljóst að hún var skotmarkið,“ hefur Aftonbladet eftir heimildarmanni sínum. Aftonbladet segir árásarmanninn hafa gengið beint upp að konunni og skotið hana í höfuðið. Sjónarvottar hafa lýst þessu voðaverki sem hreinni aftöku. Sögðust vitni hafa heyrt nokkra skothvelli, allt upp í tíu talsins. Í frétt Aftonbladet segir að barnsfaðir konunnar hafi afplánað fangelsisdóm fyrir rán fyrir tíu árum síðar. Þá segir einnig í sömu frétt að konan hafi borið vitni fyrir um ári síðan þegar réttað var í morðmáli sem fór hátt. Aftonbladet segir fjölda hafa verið hótað eftir þessi réttarhöld. Vitnisburður konunnar er þó ekki sagður hafa verið veigamikill, en lögreglan rannsaki engu að síður hvort það tengist þessu morði. Sá sem skaut konuna til bana er sagður hafa flúið af vettvangi á Mercedez-bifreið sem fannst í ljósum logum um fjörutíu mínútum síðar í Lorensborg. Barn konunnar er sagt hafa fallið til jarðar þegar móðirin var skotin til bana. Það hlaut ekki alvarlega áverka og slapp barnsfaðirinn einnig ómeiddur en hann er sagður hafa farið með barnið á neyðarmóttöku. Lögreglan hefur enn ekki fundið þann sem ber ábyrgð á morðinu. Morðið á Karolin Hakim í Malmö Svíþjóð Tengdar fréttir Kona skotin til bana í miðborg Malmö: „Þetta var aftaka“ Konan var á gangi ásamt manni og barni þegar annar maður birtist óvænt og skaut hana í höfuðið. 26. ágúst 2019 13:35 Mest lesið Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Erlent Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Innlent Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Samþykktu Trump-samninginn einróma Erlent Þungt hugsi og í áfalli Innlent Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Innlent „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Innlent Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Innlent Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Erlent Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Innlent Fleiri fréttir Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Niðurlægjandi fyrir Merz og AfD krefst þingkosninga á ný Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Aldrei fleiri stríð í heiminum síðan í síðari heimsstyrjöld Ráðherra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa Árásarmaðurinn í Uppsölum handtekinn Sjá meira
Lögreglan í Malmö er sögð með tvo anga til rannsóknar vegna morðsins á konu um þrítugt í sænsku borginni fyrr í dag. Annars vegar sé til rannsóknar hvort að morðið hafi einhverjar tengingar við barnsföður konunnar sem er sagður eiga sér afbrotasögu. Hins vegar rannsaki lögreglan hvort morðið hafi eitthvað með vitnisburð að gera sem hún gaf í þekktu morðmáli í Malmö.Greint er frá þessu á vef sænska dagblaðsins Aftonbladet. Konan var á gangi í miðborg Malmö ásamt barni sínu og barnsföður þegar dökkklæddur maður birtist óvænt og skaut hana í höfuðið. Þetta gerðist um klukkan tíu að morgni að staðartíma í Malmö. Aftonbladet segist hafa fengið fyrst um sinn upplýsingar þess efnis að tilræðismaðurinn hafi ætlað sér að drepa barnsföður konunnar, en konan orðið fyrir skotinu. Eftir frekari eftirgrennslan dagblaðsins þykir ljóst að konan hafi verið skotmark ódæðismannsins. „Það er ljóst að hún var skotmarkið,“ hefur Aftonbladet eftir heimildarmanni sínum. Aftonbladet segir árásarmanninn hafa gengið beint upp að konunni og skotið hana í höfuðið. Sjónarvottar hafa lýst þessu voðaverki sem hreinni aftöku. Sögðust vitni hafa heyrt nokkra skothvelli, allt upp í tíu talsins. Í frétt Aftonbladet segir að barnsfaðir konunnar hafi afplánað fangelsisdóm fyrir rán fyrir tíu árum síðar. Þá segir einnig í sömu frétt að konan hafi borið vitni fyrir um ári síðan þegar réttað var í morðmáli sem fór hátt. Aftonbladet segir fjölda hafa verið hótað eftir þessi réttarhöld. Vitnisburður konunnar er þó ekki sagður hafa verið veigamikill, en lögreglan rannsaki engu að síður hvort það tengist þessu morði. Sá sem skaut konuna til bana er sagður hafa flúið af vettvangi á Mercedez-bifreið sem fannst í ljósum logum um fjörutíu mínútum síðar í Lorensborg. Barn konunnar er sagt hafa fallið til jarðar þegar móðirin var skotin til bana. Það hlaut ekki alvarlega áverka og slapp barnsfaðirinn einnig ómeiddur en hann er sagður hafa farið með barnið á neyðarmóttöku. Lögreglan hefur enn ekki fundið þann sem ber ábyrgð á morðinu.
Morðið á Karolin Hakim í Malmö Svíþjóð Tengdar fréttir Kona skotin til bana í miðborg Malmö: „Þetta var aftaka“ Konan var á gangi ásamt manni og barni þegar annar maður birtist óvænt og skaut hana í höfuðið. 26. ágúst 2019 13:35 Mest lesið Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Erlent Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Innlent Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Samþykktu Trump-samninginn einróma Erlent Þungt hugsi og í áfalli Innlent Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Innlent „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Innlent Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Innlent Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Erlent Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Innlent Fleiri fréttir Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Niðurlægjandi fyrir Merz og AfD krefst þingkosninga á ný Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Aldrei fleiri stríð í heiminum síðan í síðari heimsstyrjöld Ráðherra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa Árásarmaðurinn í Uppsölum handtekinn Sjá meira
Kona skotin til bana í miðborg Malmö: „Þetta var aftaka“ Konan var á gangi ásamt manni og barni þegar annar maður birtist óvænt og skaut hana í höfuðið. 26. ágúst 2019 13:35