Litli maðurinn Lára G. Sigurðardóttir skrifar 26. ágúst 2019 10:00 Ég hljóp svo hratt að gangandi maður tók fram úr mér. Maður á líklega ekki að segja frá þessu en mér til málsbóta var ég að fara upp brekku, sem er minn helsti veikleiki. En það er allt í lagi. Ég þarf engin númer á palli eða medalíur. Minn hvati er að komast í tæri við náttúruna og fylla á súrefnistankinn. Og fá stinnari rass. Hreyfing er vanmetin hjá helmingi landsmanna sem fær ekki næga hreyfingu skv. Embætti landlæknis. Eftir góða hreyfingu eykst grunnefnaskiptahraði okkar í allt að tvo sólarhringa. Og ef hægt væri að setja allt það sem hreyfing gerir fyrir okkur í pillu myndi enginn hika við að taka hana: Hjartað styrkist, blóðþrýstingur og kólesteról lækka, lungun taka betur upp súrefni, líkur á krabbameini, sykursýki og heilablóðfalli minnka. Minnið batnar, þú sefur betur og ert glaðari. Þetta er brot af hinum jákvæðu hliðarverkunum hreyfingar. Þeir sem hreyfa sig reglulega – en ofgera sér ekki – geta sem sagt átt von á því að lifa lengra og betra lífi. Við áreynslu nýtir líkaminn allt að tuttugufalt meira súrefni og það er kaldhæðni að á sama tíma og Reykjavíkurmaraþon, fjölmennasti íþróttaviðburður landsins, á sér stað brenna súrefnislindir okkar. Fleiri en 74 þúsund skógareldar hafa geisað í Amason-regnskógum Brasilíu það sem af er þessu ári en fimmtungur súrefnis kemur þaðan. Maður upplifir sig veikmátta í þeirri vá sem við erum þarna minnt á. En maður er aldrei svo veikmátta að geta ekki haft áhrif. Við getum styrkt góðgerðarfélög eins og Rainforest Alliance til að stöðva eldana og í maraþoninu var mörgum góðum málefnum lagt lið með framlögum. Þar sannaðist að við litlu mennirnir getum haft áhrif – með eða án medalíu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Heilsa Lára G. Sigurðardóttir Mest lesið Háttvirta nýja þingkonan, María Rut Kristinsdóttir Ólafur Grétar Gunnarsson Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson Skoðun Villa um fyrir bæjarbúum Vilhjálmur Árnason Skoðun Bullandi hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Olíufyrirtækin vissu Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Styrkjum stöðu leigjenda Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Hættulegustu tækin í umferðinni Eva Hauksdóttir Skoðun Suður-Íslendinga sögurnar Hans Birgisson Skoðun Alþjóðadagur krabbameinsrannsókna – eitthvað sem mig varðar? Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ísland og móðurplanta með erindi Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háttvirta nýja þingkonan, María Rut Kristinsdóttir Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðadagur krabbameinsrannsókna – eitthvað sem mig varðar? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Villa um fyrir bæjarbúum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Olíufyrirtækin vissu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar Skoðun Bullandi hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Styrkjum stöðu leigjenda Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættulegustu tækin í umferðinni Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvað myndi Sesselja segja? Hallbjörn V. Fríðhólm skrifar Skoðun Vaxtastefna Seðlabankans – á kostnað launafólks Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Suður-Íslendinga sögurnar Hans Birgisson skrifar Skoðun Íhlutun Bandaríkjanna í Venesúela: Auðlindaránið í heimsvaldastefnunni og hræsnin í „stríðinu gegn fíkniefnum“ Sæþór Benjamín Randalsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um tónlistarmenntun barna og ungmenna – opið bréf til borgarstjóra Sigrún Grendal skrifar Skoðun Hafrannsóknastofnun leggur til 95 prósent samdrátt í sjókvíaeldi á laxi Jón Kaldal skrifar Skoðun Velkomin til Helvítis Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Olíuleit við Ísland? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Hækka launin þín þegar fasteignamatið á íbúðinni þinni hækkar? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Hvað mun Pútín gera næst með því að ögra samstöðu NATO?: Rússnesk innrás í lofthelgi NATO og hlutverk Íslands í öryggi bandalagsins Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Manneklan er víða Brynhildur Bolladóttir skrifar Skoðun Sótt að hagsmunum atvinnulausra Steinar Harðarson skrifar Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Launamunur kynjanna eykst – Hvar liggur ábyrgðin? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar sannleikurinn verður fórnarlamb Davíð Bergmann skrifar Skoðun Gefum íslensku séns – að tala íslensku við alla Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Réttnefni: Viðbragð við upplýsingaóreiðu Jón Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Farsæl framfaraskref á Sólheimum Sigurjón Örn Þórsson skrifar Skoðun Austurland – þrælanýlenda Íslands Björn Ármann Ólafsson skrifar Skoðun Gervigreindin stöðluð - öryggisins vegna Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Sjá meira
Ég hljóp svo hratt að gangandi maður tók fram úr mér. Maður á líklega ekki að segja frá þessu en mér til málsbóta var ég að fara upp brekku, sem er minn helsti veikleiki. En það er allt í lagi. Ég þarf engin númer á palli eða medalíur. Minn hvati er að komast í tæri við náttúruna og fylla á súrefnistankinn. Og fá stinnari rass. Hreyfing er vanmetin hjá helmingi landsmanna sem fær ekki næga hreyfingu skv. Embætti landlæknis. Eftir góða hreyfingu eykst grunnefnaskiptahraði okkar í allt að tvo sólarhringa. Og ef hægt væri að setja allt það sem hreyfing gerir fyrir okkur í pillu myndi enginn hika við að taka hana: Hjartað styrkist, blóðþrýstingur og kólesteról lækka, lungun taka betur upp súrefni, líkur á krabbameini, sykursýki og heilablóðfalli minnka. Minnið batnar, þú sefur betur og ert glaðari. Þetta er brot af hinum jákvæðu hliðarverkunum hreyfingar. Þeir sem hreyfa sig reglulega – en ofgera sér ekki – geta sem sagt átt von á því að lifa lengra og betra lífi. Við áreynslu nýtir líkaminn allt að tuttugufalt meira súrefni og það er kaldhæðni að á sama tíma og Reykjavíkurmaraþon, fjölmennasti íþróttaviðburður landsins, á sér stað brenna súrefnislindir okkar. Fleiri en 74 þúsund skógareldar hafa geisað í Amason-regnskógum Brasilíu það sem af er þessu ári en fimmtungur súrefnis kemur þaðan. Maður upplifir sig veikmátta í þeirri vá sem við erum þarna minnt á. En maður er aldrei svo veikmátta að geta ekki haft áhrif. Við getum styrkt góðgerðarfélög eins og Rainforest Alliance til að stöðva eldana og í maraþoninu var mörgum góðum málefnum lagt lið með framlögum. Þar sannaðist að við litlu mennirnir getum haft áhrif – með eða án medalíu.
Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar
Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar
Skoðun Íhlutun Bandaríkjanna í Venesúela: Auðlindaránið í heimsvaldastefnunni og hræsnin í „stríðinu gegn fíkniefnum“ Sæþór Benjamín Randalsson skrifar
Skoðun Stöndum vörð um tónlistarmenntun barna og ungmenna – opið bréf til borgarstjóra Sigrún Grendal skrifar
Skoðun Hafrannsóknastofnun leggur til 95 prósent samdrátt í sjókvíaeldi á laxi Jón Kaldal skrifar
Skoðun Hvað mun Pútín gera næst með því að ögra samstöðu NATO?: Rússnesk innrás í lofthelgi NATO og hlutverk Íslands í öryggi bandalagsins Jun Þór Morikawa skrifar
Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson skrifar
Skoðun Gervigreindin stöðluð - öryggisins vegna Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar