Innlent

Grísirnir Glóð og Gná hafa lokið störfum

Andri Eysteinsson skrifar
Glóð eða Gná svalar þorstanum á heitu sumarkvöldi.
Glóð eða Gná svalar þorstanum á heitu sumarkvöldi. Vísir/Andri
Grísirnir Glóð og Gná sem kætt hafa Bolvíkinga á milli þess sem þær hafa unnið starf sitt, að éta upp kerfil, hafa lokið þjónustu sinni við bæinn og hefur verið fundið nýtt heimili. Bæjarstjóri Bolungarvíkur, Jón Páll Hreinsson, greinir frá þessu á Instagramsíðu bæjarstjóra Bolungarvíkur.

Um var að ræða tilraunaverkefni Bolungarvíkur í samstarfi við Náttúrustofu Vestfjarða. Voru grísirnir fengnir til þess að éta kerfil í bænum en kerfilinn hefur verið mikil plága í Bolungarvík. Heimili grísanna var í sunnanverðum Hólnum, rétt fyrir neðan Hólskirkju.

Bæjarstjórinn greinir frá því að Glóð og Gná hafi fengið heimili á bóndabæ í Ísafjarðardjúpi eftir að hafa sinnt störfum sínum af mikilli prýði.


Tengdar fréttir

Grísirnir mættir í Bolungarvík

Bolvíkingar tóku í gærkvöldi á móti nýjustu íbúum sveitarfélagsins. Um er að ræða nafnlausu grísina tvo sem til stendur að beita á kerfil í bæjarlandinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×