24. ágúst Sif Sigmarsdóttir skrifar 24. ágúst 2019 09:00 Í dag er 24. ágúst. Í dag eru fjórir mánuðir til jóla. „Hvað með það?“ spyr eflaust helmingur fólks. Hinum helmingnum rennur kalt vatn milli skinns og hörunds.Hin raunverulega gjöf Gemma Hartley bað eiginmann sinn um að kaupa handa sér heimilisþrif í mæðradagsgjöf. Baðherbergi og gólf. Kannski glugga líka ef það kostaði ekki of mikið auka. Í huga Gemmu fólst gjöfin þó ekki í þrifunum sjálfum heldur skipulagningunni á þeim. Hjónin höfðu lengi ætlað að láta þrífa hjá sér. Gjöfin var að sjá eitthvað gerast innan heimilisins án þess að hún hefði yfirumsjón með verkinu; án þess að hún þyrfti að hringja fjölda símtala, óska eftir tilboðum frá mismunandi fyrirtækjum, skoða gagnrýni annarra viðskiptavina um hvert og eitt þeirra og bóka tíma. Hin raunverulega gjöf var að losna við alla „andlegu vinnuna“ við framkvæmdina – hugmyndavinnuna, skipulagið, ákvarðanatökuna. Hreint hús var aðeins bónus. Gemma vissi að eiginmaðurinn vonaði að hún léti af ósk sinni um heimilisþrif og bæði um eitthvað einfaldara í mæðradagsgjöf; eitthvað af Amazon sem hann gæti pantað með músarsmelli og fengið sent heim. En Gemma hvikaði ekki. Daginn fyrir mæðradaginn hringdi eiginmaðurinn loks í eitt fyrirtæki og fékk tilboð í verkið. Honum fannst það hátt. Hann sagði við Gemmu að hann gæti þrifið baðherbergið sjálfur en ef Gemma endilega vildi gæti hann svo sem bókað rándýra þjónustu fyrirtækisins. Hvað vildi hún að hann gerði? Það sem Gemma vildi var að eiginmaðurinn spyrðist fyrir um – til dæmis meðal vina á Facebook – hvort einhver vissi um góða ræstiþjónustu. Hún vildi að hann hringdi á nokkra staði en ekki bara einn. Hún vildi að hann sæi um „andlegu vinnuna“ sem Gemma hefði innt af hendi ef verkið hefði verið á hennar könnu. Gemma fékk hálsmen í mæðradagsgjöf. Kassinn með gjafapappírnum sem eiginmaðurinn hafði notað til að pakka inn gjöfinni lá á miðju gólfi. Á meðan eiginmaður Gemmu lokaði sig inni á baðherbergi og þreif í makindum stóð Gemma í ströngu frammi í stofu og gætti barna þeirra þriggja og háði tapaða baráttu við að koma í veg fyrir að þau legðu öll herbergi heimilisins – nema baðherbergið – í rúst. Eiginmaðurinn taldi sig gefa Gemmu það sem hún óskaði sér heitast: Hreint baðherbergi. Axlir hans sigu af vonbrigðum þegar hann kom að Gemmu þar sem hún stóð önug uppi á stól að basla við að koma kassanum með gjafapappírnum fyrir á sínum stað uppi í efstu hillu. „Þú hefðir getað beðið mig um að ganga frá þessu.“ Eitthvað innra með Gemmu brast. „Það er mergurinn málsins,“ hvæsti hún. „Mér finnst ég ekki eiga að þurfa að biðja.“ Hin ósýnilega vinna Í nýlegri íslenskri rannsókn sem birtist í Tímariti um viðskipti og efnahagsmál kemur fram að konur beri enn meginábyrgð á heimilinu. Tæp 39% kvenna en aðeins 4% karla segjast að mestu leyti sjá um heimilisstörfin. En heimilisstörfin eru meira en handtökin. Þegar blaðamaðurinn Gemma Hartley sagði söguna af mæðradagsgjöfinni í tímaritsgrein ætlaði allt um koll að keyra. Tveir milljarðar hafa nú smellt á greinina. Gemma hafði borið kennsl á byrði sem margar konur rogast með á bakinu, „andlega vinnu“ sem fer að mestu fram í huganum svo fáir taka eftir henni og felst meðal annars í að vita hvað er til í ísskápnum, skipuleggja innkaupalista, halda utan um dagatalið, muna hvenær næsta bekkjarafmæli er, ákveða hver afmælisgjöfin skuli vera, vera með augun á klukkunni og sjá til þess að allir byrji að klæða sig í föt í tæka tíð, skipuleggja rólóferðir, ákveða nesti, vita hvað er í kvöldmatinn, muna hvort klippa þurfi táneglurnar á krökkunum – og skipuleggja jólin. Í dag er 24. ágúst. Færð þú hroll er þú lest dagsetninguna? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Sif Sigmarsdóttir Mest lesið Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun Einu sinni enn Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Jöfn skipting skulda og eigna í sambúð Sævar Þór Jónsson Skoðun Líf eftir afplánun Eva Sóley Kristjánsdóttir Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson Skoðun Ég hef… Karólína Helga Símonardóttir Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir Skoðun Fáni okkar allra Hörður Lárusson Skoðun Skoðun Skoðun Einu sinni enn Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Skuggahliðar á þéttingu byggðar Þórarinn Hjaltason skrifar Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Jöfn skipting skulda og eigna í sambúð Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ólögleg veðmálastarfsemi á Íslandi Hákon Skúlason skrifar Skoðun Bætum fleiri stólum við borðið Ingibjörg Lilja Þórmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Pyrrosar sigur Helgi Tómasson skrifar Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Mér var sagt að þegja á meðan fréttatíminn var Haukur Brynjarsson skrifar Skoðun Allt fyrir Brussel og Nató, hitt reddast einhvern veginn Davíð Bergmann skrifar Skoðun Forljót grá hús Hjalti Andrason skrifar Skoðun Líf eftir afplánun Eva Sóley Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Fáni okkar allra Hörður Lárusson skrifar Skoðun Séríslensk hávaxtastefna Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson skrifar Skoðun Ég hef… Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Er yfirvöldum alveg sama um fólk á bifhjólum? Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Ekki mamman í hópnum - leiðtoginn í hópnum Katrín Ásta Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rannsóknarnefnd styrjalda Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Börn eiga ekki heima í fangelsi Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei skrifar Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) skrifar Skoðun Femínísk utanríkisstefna: aukin samstaða og aðgerðir Guillaume Bazard skrifar Sjá meira
Í dag er 24. ágúst. Í dag eru fjórir mánuðir til jóla. „Hvað með það?“ spyr eflaust helmingur fólks. Hinum helmingnum rennur kalt vatn milli skinns og hörunds.Hin raunverulega gjöf Gemma Hartley bað eiginmann sinn um að kaupa handa sér heimilisþrif í mæðradagsgjöf. Baðherbergi og gólf. Kannski glugga líka ef það kostaði ekki of mikið auka. Í huga Gemmu fólst gjöfin þó ekki í þrifunum sjálfum heldur skipulagningunni á þeim. Hjónin höfðu lengi ætlað að láta þrífa hjá sér. Gjöfin var að sjá eitthvað gerast innan heimilisins án þess að hún hefði yfirumsjón með verkinu; án þess að hún þyrfti að hringja fjölda símtala, óska eftir tilboðum frá mismunandi fyrirtækjum, skoða gagnrýni annarra viðskiptavina um hvert og eitt þeirra og bóka tíma. Hin raunverulega gjöf var að losna við alla „andlegu vinnuna“ við framkvæmdina – hugmyndavinnuna, skipulagið, ákvarðanatökuna. Hreint hús var aðeins bónus. Gemma vissi að eiginmaðurinn vonaði að hún léti af ósk sinni um heimilisþrif og bæði um eitthvað einfaldara í mæðradagsgjöf; eitthvað af Amazon sem hann gæti pantað með músarsmelli og fengið sent heim. En Gemma hvikaði ekki. Daginn fyrir mæðradaginn hringdi eiginmaðurinn loks í eitt fyrirtæki og fékk tilboð í verkið. Honum fannst það hátt. Hann sagði við Gemmu að hann gæti þrifið baðherbergið sjálfur en ef Gemma endilega vildi gæti hann svo sem bókað rándýra þjónustu fyrirtækisins. Hvað vildi hún að hann gerði? Það sem Gemma vildi var að eiginmaðurinn spyrðist fyrir um – til dæmis meðal vina á Facebook – hvort einhver vissi um góða ræstiþjónustu. Hún vildi að hann hringdi á nokkra staði en ekki bara einn. Hún vildi að hann sæi um „andlegu vinnuna“ sem Gemma hefði innt af hendi ef verkið hefði verið á hennar könnu. Gemma fékk hálsmen í mæðradagsgjöf. Kassinn með gjafapappírnum sem eiginmaðurinn hafði notað til að pakka inn gjöfinni lá á miðju gólfi. Á meðan eiginmaður Gemmu lokaði sig inni á baðherbergi og þreif í makindum stóð Gemma í ströngu frammi í stofu og gætti barna þeirra þriggja og háði tapaða baráttu við að koma í veg fyrir að þau legðu öll herbergi heimilisins – nema baðherbergið – í rúst. Eiginmaðurinn taldi sig gefa Gemmu það sem hún óskaði sér heitast: Hreint baðherbergi. Axlir hans sigu af vonbrigðum þegar hann kom að Gemmu þar sem hún stóð önug uppi á stól að basla við að koma kassanum með gjafapappírnum fyrir á sínum stað uppi í efstu hillu. „Þú hefðir getað beðið mig um að ganga frá þessu.“ Eitthvað innra með Gemmu brast. „Það er mergurinn málsins,“ hvæsti hún. „Mér finnst ég ekki eiga að þurfa að biðja.“ Hin ósýnilega vinna Í nýlegri íslenskri rannsókn sem birtist í Tímariti um viðskipti og efnahagsmál kemur fram að konur beri enn meginábyrgð á heimilinu. Tæp 39% kvenna en aðeins 4% karla segjast að mestu leyti sjá um heimilisstörfin. En heimilisstörfin eru meira en handtökin. Þegar blaðamaðurinn Gemma Hartley sagði söguna af mæðradagsgjöfinni í tímaritsgrein ætlaði allt um koll að keyra. Tveir milljarðar hafa nú smellt á greinina. Gemma hafði borið kennsl á byrði sem margar konur rogast með á bakinu, „andlega vinnu“ sem fer að mestu fram í huganum svo fáir taka eftir henni og felst meðal annars í að vita hvað er til í ísskápnum, skipuleggja innkaupalista, halda utan um dagatalið, muna hvenær næsta bekkjarafmæli er, ákveða hver afmælisgjöfin skuli vera, vera með augun á klukkunni og sjá til þess að allir byrji að klæða sig í föt í tæka tíð, skipuleggja rólóferðir, ákveða nesti, vita hvað er í kvöldmatinn, muna hvort klippa þurfi táneglurnar á krökkunum – og skipuleggja jólin. Í dag er 24. ágúst. Færð þú hroll er þú lest dagsetninguna?
Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun
Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson Skoðun
Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar
Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson skrifar
Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson skrifar
Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar
Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar
Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun
Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson Skoðun