24. ágúst Sif Sigmarsdóttir skrifar 24. ágúst 2019 09:00 Í dag er 24. ágúst. Í dag eru fjórir mánuðir til jóla. „Hvað með það?“ spyr eflaust helmingur fólks. Hinum helmingnum rennur kalt vatn milli skinns og hörunds.Hin raunverulega gjöf Gemma Hartley bað eiginmann sinn um að kaupa handa sér heimilisþrif í mæðradagsgjöf. Baðherbergi og gólf. Kannski glugga líka ef það kostaði ekki of mikið auka. Í huga Gemmu fólst gjöfin þó ekki í þrifunum sjálfum heldur skipulagningunni á þeim. Hjónin höfðu lengi ætlað að láta þrífa hjá sér. Gjöfin var að sjá eitthvað gerast innan heimilisins án þess að hún hefði yfirumsjón með verkinu; án þess að hún þyrfti að hringja fjölda símtala, óska eftir tilboðum frá mismunandi fyrirtækjum, skoða gagnrýni annarra viðskiptavina um hvert og eitt þeirra og bóka tíma. Hin raunverulega gjöf var að losna við alla „andlegu vinnuna“ við framkvæmdina – hugmyndavinnuna, skipulagið, ákvarðanatökuna. Hreint hús var aðeins bónus. Gemma vissi að eiginmaðurinn vonaði að hún léti af ósk sinni um heimilisþrif og bæði um eitthvað einfaldara í mæðradagsgjöf; eitthvað af Amazon sem hann gæti pantað með músarsmelli og fengið sent heim. En Gemma hvikaði ekki. Daginn fyrir mæðradaginn hringdi eiginmaðurinn loks í eitt fyrirtæki og fékk tilboð í verkið. Honum fannst það hátt. Hann sagði við Gemmu að hann gæti þrifið baðherbergið sjálfur en ef Gemma endilega vildi gæti hann svo sem bókað rándýra þjónustu fyrirtækisins. Hvað vildi hún að hann gerði? Það sem Gemma vildi var að eiginmaðurinn spyrðist fyrir um – til dæmis meðal vina á Facebook – hvort einhver vissi um góða ræstiþjónustu. Hún vildi að hann hringdi á nokkra staði en ekki bara einn. Hún vildi að hann sæi um „andlegu vinnuna“ sem Gemma hefði innt af hendi ef verkið hefði verið á hennar könnu. Gemma fékk hálsmen í mæðradagsgjöf. Kassinn með gjafapappírnum sem eiginmaðurinn hafði notað til að pakka inn gjöfinni lá á miðju gólfi. Á meðan eiginmaður Gemmu lokaði sig inni á baðherbergi og þreif í makindum stóð Gemma í ströngu frammi í stofu og gætti barna þeirra þriggja og háði tapaða baráttu við að koma í veg fyrir að þau legðu öll herbergi heimilisins – nema baðherbergið – í rúst. Eiginmaðurinn taldi sig gefa Gemmu það sem hún óskaði sér heitast: Hreint baðherbergi. Axlir hans sigu af vonbrigðum þegar hann kom að Gemmu þar sem hún stóð önug uppi á stól að basla við að koma kassanum með gjafapappírnum fyrir á sínum stað uppi í efstu hillu. „Þú hefðir getað beðið mig um að ganga frá þessu.“ Eitthvað innra með Gemmu brast. „Það er mergurinn málsins,“ hvæsti hún. „Mér finnst ég ekki eiga að þurfa að biðja.“ Hin ósýnilega vinna Í nýlegri íslenskri rannsókn sem birtist í Tímariti um viðskipti og efnahagsmál kemur fram að konur beri enn meginábyrgð á heimilinu. Tæp 39% kvenna en aðeins 4% karla segjast að mestu leyti sjá um heimilisstörfin. En heimilisstörfin eru meira en handtökin. Þegar blaðamaðurinn Gemma Hartley sagði söguna af mæðradagsgjöfinni í tímaritsgrein ætlaði allt um koll að keyra. Tveir milljarðar hafa nú smellt á greinina. Gemma hafði borið kennsl á byrði sem margar konur rogast með á bakinu, „andlega vinnu“ sem fer að mestu fram í huganum svo fáir taka eftir henni og felst meðal annars í að vita hvað er til í ísskápnum, skipuleggja innkaupalista, halda utan um dagatalið, muna hvenær næsta bekkjarafmæli er, ákveða hver afmælisgjöfin skuli vera, vera með augun á klukkunni og sjá til þess að allir byrji að klæða sig í föt í tæka tíð, skipuleggja rólóferðir, ákveða nesti, vita hvað er í kvöldmatinn, muna hvort klippa þurfi táneglurnar á krökkunum – og skipuleggja jólin. Í dag er 24. ágúst. Færð þú hroll er þú lest dagsetninguna? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Sif Sigmarsdóttir Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson Skoðun Partí í Dúfnahólum 10 Þórlindur Kjartansson Skoðun Skoðun Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Sjá meira
Í dag er 24. ágúst. Í dag eru fjórir mánuðir til jóla. „Hvað með það?“ spyr eflaust helmingur fólks. Hinum helmingnum rennur kalt vatn milli skinns og hörunds.Hin raunverulega gjöf Gemma Hartley bað eiginmann sinn um að kaupa handa sér heimilisþrif í mæðradagsgjöf. Baðherbergi og gólf. Kannski glugga líka ef það kostaði ekki of mikið auka. Í huga Gemmu fólst gjöfin þó ekki í þrifunum sjálfum heldur skipulagningunni á þeim. Hjónin höfðu lengi ætlað að láta þrífa hjá sér. Gjöfin var að sjá eitthvað gerast innan heimilisins án þess að hún hefði yfirumsjón með verkinu; án þess að hún þyrfti að hringja fjölda símtala, óska eftir tilboðum frá mismunandi fyrirtækjum, skoða gagnrýni annarra viðskiptavina um hvert og eitt þeirra og bóka tíma. Hin raunverulega gjöf var að losna við alla „andlegu vinnuna“ við framkvæmdina – hugmyndavinnuna, skipulagið, ákvarðanatökuna. Hreint hús var aðeins bónus. Gemma vissi að eiginmaðurinn vonaði að hún léti af ósk sinni um heimilisþrif og bæði um eitthvað einfaldara í mæðradagsgjöf; eitthvað af Amazon sem hann gæti pantað með músarsmelli og fengið sent heim. En Gemma hvikaði ekki. Daginn fyrir mæðradaginn hringdi eiginmaðurinn loks í eitt fyrirtæki og fékk tilboð í verkið. Honum fannst það hátt. Hann sagði við Gemmu að hann gæti þrifið baðherbergið sjálfur en ef Gemma endilega vildi gæti hann svo sem bókað rándýra þjónustu fyrirtækisins. Hvað vildi hún að hann gerði? Það sem Gemma vildi var að eiginmaðurinn spyrðist fyrir um – til dæmis meðal vina á Facebook – hvort einhver vissi um góða ræstiþjónustu. Hún vildi að hann hringdi á nokkra staði en ekki bara einn. Hún vildi að hann sæi um „andlegu vinnuna“ sem Gemma hefði innt af hendi ef verkið hefði verið á hennar könnu. Gemma fékk hálsmen í mæðradagsgjöf. Kassinn með gjafapappírnum sem eiginmaðurinn hafði notað til að pakka inn gjöfinni lá á miðju gólfi. Á meðan eiginmaður Gemmu lokaði sig inni á baðherbergi og þreif í makindum stóð Gemma í ströngu frammi í stofu og gætti barna þeirra þriggja og háði tapaða baráttu við að koma í veg fyrir að þau legðu öll herbergi heimilisins – nema baðherbergið – í rúst. Eiginmaðurinn taldi sig gefa Gemmu það sem hún óskaði sér heitast: Hreint baðherbergi. Axlir hans sigu af vonbrigðum þegar hann kom að Gemmu þar sem hún stóð önug uppi á stól að basla við að koma kassanum með gjafapappírnum fyrir á sínum stað uppi í efstu hillu. „Þú hefðir getað beðið mig um að ganga frá þessu.“ Eitthvað innra með Gemmu brast. „Það er mergurinn málsins,“ hvæsti hún. „Mér finnst ég ekki eiga að þurfa að biðja.“ Hin ósýnilega vinna Í nýlegri íslenskri rannsókn sem birtist í Tímariti um viðskipti og efnahagsmál kemur fram að konur beri enn meginábyrgð á heimilinu. Tæp 39% kvenna en aðeins 4% karla segjast að mestu leyti sjá um heimilisstörfin. En heimilisstörfin eru meira en handtökin. Þegar blaðamaðurinn Gemma Hartley sagði söguna af mæðradagsgjöfinni í tímaritsgrein ætlaði allt um koll að keyra. Tveir milljarðar hafa nú smellt á greinina. Gemma hafði borið kennsl á byrði sem margar konur rogast með á bakinu, „andlega vinnu“ sem fer að mestu fram í huganum svo fáir taka eftir henni og felst meðal annars í að vita hvað er til í ísskápnum, skipuleggja innkaupalista, halda utan um dagatalið, muna hvenær næsta bekkjarafmæli er, ákveða hver afmælisgjöfin skuli vera, vera með augun á klukkunni og sjá til þess að allir byrji að klæða sig í föt í tæka tíð, skipuleggja rólóferðir, ákveða nesti, vita hvað er í kvöldmatinn, muna hvort klippa þurfi táneglurnar á krökkunum – og skipuleggja jólin. Í dag er 24. ágúst. Færð þú hroll er þú lest dagsetninguna?
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar