Guðmundur Andri fer aftur til Start í haust Smári Jökull Jónsson skrifar 23. ágúst 2019 19:14 Guðmundur Andri Tryggvason, sem vakið hefur athygli fyrir frábæra frammistöðu með Víkingi í Pepsi Max-deildinni, var í viðtali við Guðjón Guðmundsson í Sportpakkanum í kvöld. Guðmundur Andri, sem er á mála hjá Start í Noregi, var í sumar lánaður til Víkings. Guðjón Guðmundsson spurði hann hvort það hefði verið erfið ákvörðun að koma heim. „Á þessum tímapunkti var einhvern veginn það eina í stöðunni að koma heim, fá mínútur heima og sanna mig aftur. Ég fékk lítið að spila og þá var það eina í stöðunni að reyna að koma mér á lán. Víkingur varð fyrir valinu," sagði Guðmundur Andri en viðtalið við hann var í Sportpakkanum á Stöð 2 nú í kvöld. Guðmundur Andri er KR-ingur að upplagi, þar sem hann lék áður en hann var seldur til Noregs árið 2017. Þessi efnilegi leikmaður hefur heillað með frammistöðu sinni í sumar. Sex mörk í deildinni og eitt mark í Mjólkurbikarnum segir sína sögu. „Það er svo mikið af nýjum leikmönnum í liðinu í sumar og við erum aðeins búnir að vera að læra inn á hvern annan. Við erum búnir að vera í smá ströggli og þurfum eiginlega að fara að vinna leiki og sérstaklega næsta leik sem er mjög mikilvægur," en Víkingar mæta Grindvíkingum í fallslag í Pepsi-Max deildinni á sunnudag. „Það er leiðinlegt að vera ekki með í þeim leik en ég treysti náttúrulega á strákana mína," bætti Guðmundur Andri við en hann verður í leikbanni á sunnudaginn. „Við erum náttúrulega í úrslitum í bikar líka sem hefur ekki gerst lengi hérna í Víkinni. Þetta er búið að vera ágætis tímabil en við stefnum nú á að gera betur í deildinni." „Þetta er geggjað lið og auðvitað spilar þjálfarinn inn í. Arnar Gunnlaugsson var með mér í KR áður en ég fór út og ég lít mjög upp til hans. Hann er frábær þjálfari og mjög góður fyrir unga leikmenn eins og okkur í Víkinni. Það er geggjað að vera með hann og auðvitað Kára (Árnason) og Sölva (Geir Ottesen) líka sem eru mjög reynslumiklir og hjálpa okkur innan sem utan vallar." Þrátt fyrir daður við fall í allt sumar hefur fall ekki komið til tals innan leikmannahópsins. „Nei, ekki hérna í Víkinni. Við höfum eiginlega engar áhyggjur af þessu. Við þurfum bara að vinna leikina sem eftir eru. Það eru mjög mikilvægir leikir núna því við eigum leiki eftir við liðin í kringum okkur. Þessi deild er mjög jöfn og ef við vinnum þrjá í röð þá erum við komnir langt frá fallsæti." Í haust snýr Guðmundur Andri aftur til Start í Noregi. „Það er bara fínt og gott að vera búinn að skora nokkur mörk hér heima og sanna sig aðeins. Það hlýtur að ýta aðeins á eftir þeim úti að vera ekki búnir að spila mér. Næsta ár, eins og er þá verð ég þar, það er síðasta árið mitt í Start og það verður bara að koma í ljós hvort ég verði þar og spili þeim eða hvort ég fer eitthvað annað." Pepsi Max-deild karla Mest lesið Fjármagnar tennisferilinn á OnlyFans Sport Fáni stuðningsmanna Palace til rannsóknar Fótbolti Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Fótbolti Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Enski boltinn „Horft illum augum á þannig taktík í hlaupaheiminum“ Sport Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Dagskráin í dag: KR-ingar vilja slíta sig frá fallbaráttunni Sport „Við vorum skíthræddir“ Sport Mbappé afgreiddi Real Oviedo Fótbolti „Hefði viljað þriðja markið“ Sport Fleiri fréttir Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ „Spark í rassinn til að gíra okkur upp í þetta“ „Stór og merkilegur viðburður fyrir okkur“ „Vilji, kraftur, ákveðni og hugarfar hjá mínum stelpum“ Arna Eiríksdóttir: „Við töpuðum tveimur stigum í dag“ Uppgjör og vitöl: Stjarnan-FH 2-2 | FH að missa Blikana frá sér Uppgjör: Þór/KA-FHL 4-0 | Norðankonur í stuði á móti botnliðinu Fá góðar fréttir fyrir stærsta leik í sögu félagsins „Af hverju er Tómas Orri ekki að að spila í Breiðabliki?“ Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-5 | Markasúpa er Víkingar komust aftur á sigurbraut Uppgjör og viðtöl: Þróttur-Valur 0-2 | Valskonur á siglingu Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Bræðraslagur í bikarúrslitaleiknum í ár: „Er alltaf að reyna að ögra mér“ KSÍ opið fyrir sjálfkrafa bönnum en reglubreyting ekki í vinnslu Valsmenn bara mannlegir? „Ég ætla ekki í eina einustu tæklingu hérna“ Tvö mörk með fyrstu tveimur snertingunum Stúkan birti samskipti dómara: „Ég þarf að taka stórar ákvarðanir“ Sjá meira
Guðmundur Andri Tryggvason, sem vakið hefur athygli fyrir frábæra frammistöðu með Víkingi í Pepsi Max-deildinni, var í viðtali við Guðjón Guðmundsson í Sportpakkanum í kvöld. Guðmundur Andri, sem er á mála hjá Start í Noregi, var í sumar lánaður til Víkings. Guðjón Guðmundsson spurði hann hvort það hefði verið erfið ákvörðun að koma heim. „Á þessum tímapunkti var einhvern veginn það eina í stöðunni að koma heim, fá mínútur heima og sanna mig aftur. Ég fékk lítið að spila og þá var það eina í stöðunni að reyna að koma mér á lán. Víkingur varð fyrir valinu," sagði Guðmundur Andri en viðtalið við hann var í Sportpakkanum á Stöð 2 nú í kvöld. Guðmundur Andri er KR-ingur að upplagi, þar sem hann lék áður en hann var seldur til Noregs árið 2017. Þessi efnilegi leikmaður hefur heillað með frammistöðu sinni í sumar. Sex mörk í deildinni og eitt mark í Mjólkurbikarnum segir sína sögu. „Það er svo mikið af nýjum leikmönnum í liðinu í sumar og við erum aðeins búnir að vera að læra inn á hvern annan. Við erum búnir að vera í smá ströggli og þurfum eiginlega að fara að vinna leiki og sérstaklega næsta leik sem er mjög mikilvægur," en Víkingar mæta Grindvíkingum í fallslag í Pepsi-Max deildinni á sunnudag. „Það er leiðinlegt að vera ekki með í þeim leik en ég treysti náttúrulega á strákana mína," bætti Guðmundur Andri við en hann verður í leikbanni á sunnudaginn. „Við erum náttúrulega í úrslitum í bikar líka sem hefur ekki gerst lengi hérna í Víkinni. Þetta er búið að vera ágætis tímabil en við stefnum nú á að gera betur í deildinni." „Þetta er geggjað lið og auðvitað spilar þjálfarinn inn í. Arnar Gunnlaugsson var með mér í KR áður en ég fór út og ég lít mjög upp til hans. Hann er frábær þjálfari og mjög góður fyrir unga leikmenn eins og okkur í Víkinni. Það er geggjað að vera með hann og auðvitað Kára (Árnason) og Sölva (Geir Ottesen) líka sem eru mjög reynslumiklir og hjálpa okkur innan sem utan vallar." Þrátt fyrir daður við fall í allt sumar hefur fall ekki komið til tals innan leikmannahópsins. „Nei, ekki hérna í Víkinni. Við höfum eiginlega engar áhyggjur af þessu. Við þurfum bara að vinna leikina sem eftir eru. Það eru mjög mikilvægir leikir núna því við eigum leiki eftir við liðin í kringum okkur. Þessi deild er mjög jöfn og ef við vinnum þrjá í röð þá erum við komnir langt frá fallsæti." Í haust snýr Guðmundur Andri aftur til Start í Noregi. „Það er bara fínt og gott að vera búinn að skora nokkur mörk hér heima og sanna sig aðeins. Það hlýtur að ýta aðeins á eftir þeim úti að vera ekki búnir að spila mér. Næsta ár, eins og er þá verð ég þar, það er síðasta árið mitt í Start og það verður bara að koma í ljós hvort ég verði þar og spili þeim eða hvort ég fer eitthvað annað."
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Fjármagnar tennisferilinn á OnlyFans Sport Fáni stuðningsmanna Palace til rannsóknar Fótbolti Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Fótbolti Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Enski boltinn „Horft illum augum á þannig taktík í hlaupaheiminum“ Sport Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Dagskráin í dag: KR-ingar vilja slíta sig frá fallbaráttunni Sport „Við vorum skíthræddir“ Sport Mbappé afgreiddi Real Oviedo Fótbolti „Hefði viljað þriðja markið“ Sport Fleiri fréttir Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ „Spark í rassinn til að gíra okkur upp í þetta“ „Stór og merkilegur viðburður fyrir okkur“ „Vilji, kraftur, ákveðni og hugarfar hjá mínum stelpum“ Arna Eiríksdóttir: „Við töpuðum tveimur stigum í dag“ Uppgjör og vitöl: Stjarnan-FH 2-2 | FH að missa Blikana frá sér Uppgjör: Þór/KA-FHL 4-0 | Norðankonur í stuði á móti botnliðinu Fá góðar fréttir fyrir stærsta leik í sögu félagsins „Af hverju er Tómas Orri ekki að að spila í Breiðabliki?“ Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-5 | Markasúpa er Víkingar komust aftur á sigurbraut Uppgjör og viðtöl: Þróttur-Valur 0-2 | Valskonur á siglingu Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Bræðraslagur í bikarúrslitaleiknum í ár: „Er alltaf að reyna að ögra mér“ KSÍ opið fyrir sjálfkrafa bönnum en reglubreyting ekki í vinnslu Valsmenn bara mannlegir? „Ég ætla ekki í eina einustu tæklingu hérna“ Tvö mörk með fyrstu tveimur snertingunum Stúkan birti samskipti dómara: „Ég þarf að taka stórar ákvarðanir“ Sjá meira