Úrræði Íbúðalánasjóðs verði fyrir öll sveitarfélög sem vilji styrkja húsnæðismarkaðinn Jóhann K. Jóhannsson skrifar 23. ágúst 2019 19:00 Kópasker er í Norðurþingi sem er eitt þeirra sveitarfélaga sem hefur tekið þátt í tilraunaverkefni með Íbúðalánasjóði Vísir/Vilhelm Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra hefur ákveðið að hrinda í framkvæmd tillögum til að styrkja húsnæðismarkaðinn á landsbyggðinni. Þess er vænst að fyrstu tillögurnar verði komnar til framkvæmda á haustdögum. Nýr lánaflokkur verður í boði hjá Íbúðalánasjóði til að tryggja fjármagn á sambærilegum kjörum og fást á virkari markaðssvæðum.Áform félags- og baramálaráðherra um að breyta lögum og reglugerðum til að styrkja húsnæðismarkaðinn á landsbyggðinni hefur verið til umsagnar í samráðsgátt stjórnvalda undanfarið. Í dag var ákveðið að hrinda tillögum um verkefnið í framkvæmd með breytingum á lögum og reglugerðum. Sjö sveitarfélög hafa tekið þátt í tilraunaverkefni með Íbúðalánasjóði í því skyni að bregðast við langvarandi stöðnun á húsnæðismarkaði á landsbyggðinni. Sveitarfélögin sem hafa tekið þátt eru Snæfellsbær, Skeiða- og Gnúpverjahreppur, Norðurþing, Hörgársveit, Dalabyggð, Vesturbyggð og Seyðisfjarðarkaupstaður.Sigrún Ásta Magnúsdóttir, framkvæmdastjóri greininga- og áætlanasviðs Íbúðalánasjóðs.Húsnæðisskortur hefur hamlað atvinnuuppbyggingu á landsbyggðinni „Við erum búin að vera að vinna með þeim að greina þann vanda sem þau standa frammi fyrir og vinna að því að útbúa lausnir sem að gætu mögulega verið til þess að bregðast við þeim vanda sem þau standa frammi fyrir,“ segir Sigrún Ásta Magnúsdóttir, framkvæmdastjóri greininga- og áætlanasviðs Íbúðalánasjóðs. Húsnæðisskortur er eitt af því sem talið er að hamli atvinnuuppbyggingu á sumum svæðum. „Við auðvitað vonumst til með að þetta komi til með að skila okkur þeim niðurstöðum að við áttum okkur á því hvaða áhrif þetta muni hafa. Við erum búin að leggja fram ákveðnar tillögur svo munum við fara af stað í þessum tilraunasveitarfélögum og prófa tillögurnar og meta áhrif af þeim,“ segir Sigrún. Gangi það eftir verða tillögurnar að almennu úrræði sem fleiri sveitarfélög geta sótt um og nýtt sér. Því sem hrint verður strax af stað snýr að fjármögnun á framkvæmdartíma og þá verður ný lánaflokkur í boði hjá Íbúðalánasjóði.Á hvaða kjörum munið þið bjóða íbúðalán til þeirra sem að ætla sér að reisa byggðir á þessum svæðum? „Það verður unnið að því núna í framhaldi að það er verið að kynna reglugerð sem miðar að því að það verði hægt að veita fjármögnun til uppbyggingar íbúðahúsnæðis á sambærilegum kjörum og á virkari markaðssvæðum eins og til dæmis hér á höfuðborgarsvæðinu,“ segir Sigrún. Húsnæðismál Tengdar fréttir Ráðherra segir markaðsbrest á húsnæðismarkaði víða á landsbyggðinni Markaðsbrestur ríkir á húsnæðismarkaði víða á landsbyggðinni að mati félags- og barnamálaráðherra. Hann segir niðurstöður tilraunaverkefnis Íbúðalánasjóðs leiða þetta í ljós. Bankahrunið hafi haft meiri áhrif á húsnæðismarkaðinn úti á landi samanborið við suðvesturhornið. 24. júlí 2019 18:45 Ráðherra efnir loforð um að styrkja húsnæðismarkaðinn á landsbyggðinni Félags- og barnamálaráðherra hefur nú ákveðið að hrinda í framkvæmd tillögum til að styrkja húsnæðismarkaðinn á landsbyggðinni. Þess er vænst að fyrstu tillögurnar, þar á meðal að breytingar á lögum og reglugerðum verði komnar til framkvæmda á haustdögum og lúta að því að Íbúðalánasjóði verði gert auðveldara að veita fjármögnun til uppbyggingar húsnæðis landsbyggðinni. 23. ágúst 2019 12:40 Sveitarfélögin fagna tillögum um aukna aðstoð Íbúðalánasjóðs á landsbyggðinni Formaður stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga fagnar tillögum félags- og barnamálaráðherra um að Íbúðalánasjóður veiti auknu fjármagni til smíði nýrra íbúða og fjölgunar leiguhúsnæðis á landsbyggðinni. 25. júlí 2019 12:15 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Erlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Innlent Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Erlent Fundu Guð í App store Erlent Fleiri fréttir Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðun Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Sjá meira
Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra hefur ákveðið að hrinda í framkvæmd tillögum til að styrkja húsnæðismarkaðinn á landsbyggðinni. Þess er vænst að fyrstu tillögurnar verði komnar til framkvæmda á haustdögum. Nýr lánaflokkur verður í boði hjá Íbúðalánasjóði til að tryggja fjármagn á sambærilegum kjörum og fást á virkari markaðssvæðum.Áform félags- og baramálaráðherra um að breyta lögum og reglugerðum til að styrkja húsnæðismarkaðinn á landsbyggðinni hefur verið til umsagnar í samráðsgátt stjórnvalda undanfarið. Í dag var ákveðið að hrinda tillögum um verkefnið í framkvæmd með breytingum á lögum og reglugerðum. Sjö sveitarfélög hafa tekið þátt í tilraunaverkefni með Íbúðalánasjóði í því skyni að bregðast við langvarandi stöðnun á húsnæðismarkaði á landsbyggðinni. Sveitarfélögin sem hafa tekið þátt eru Snæfellsbær, Skeiða- og Gnúpverjahreppur, Norðurþing, Hörgársveit, Dalabyggð, Vesturbyggð og Seyðisfjarðarkaupstaður.Sigrún Ásta Magnúsdóttir, framkvæmdastjóri greininga- og áætlanasviðs Íbúðalánasjóðs.Húsnæðisskortur hefur hamlað atvinnuuppbyggingu á landsbyggðinni „Við erum búin að vera að vinna með þeim að greina þann vanda sem þau standa frammi fyrir og vinna að því að útbúa lausnir sem að gætu mögulega verið til þess að bregðast við þeim vanda sem þau standa frammi fyrir,“ segir Sigrún Ásta Magnúsdóttir, framkvæmdastjóri greininga- og áætlanasviðs Íbúðalánasjóðs. Húsnæðisskortur er eitt af því sem talið er að hamli atvinnuuppbyggingu á sumum svæðum. „Við auðvitað vonumst til með að þetta komi til með að skila okkur þeim niðurstöðum að við áttum okkur á því hvaða áhrif þetta muni hafa. Við erum búin að leggja fram ákveðnar tillögur svo munum við fara af stað í þessum tilraunasveitarfélögum og prófa tillögurnar og meta áhrif af þeim,“ segir Sigrún. Gangi það eftir verða tillögurnar að almennu úrræði sem fleiri sveitarfélög geta sótt um og nýtt sér. Því sem hrint verður strax af stað snýr að fjármögnun á framkvæmdartíma og þá verður ný lánaflokkur í boði hjá Íbúðalánasjóði.Á hvaða kjörum munið þið bjóða íbúðalán til þeirra sem að ætla sér að reisa byggðir á þessum svæðum? „Það verður unnið að því núna í framhaldi að það er verið að kynna reglugerð sem miðar að því að það verði hægt að veita fjármögnun til uppbyggingar íbúðahúsnæðis á sambærilegum kjörum og á virkari markaðssvæðum eins og til dæmis hér á höfuðborgarsvæðinu,“ segir Sigrún.
Húsnæðismál Tengdar fréttir Ráðherra segir markaðsbrest á húsnæðismarkaði víða á landsbyggðinni Markaðsbrestur ríkir á húsnæðismarkaði víða á landsbyggðinni að mati félags- og barnamálaráðherra. Hann segir niðurstöður tilraunaverkefnis Íbúðalánasjóðs leiða þetta í ljós. Bankahrunið hafi haft meiri áhrif á húsnæðismarkaðinn úti á landi samanborið við suðvesturhornið. 24. júlí 2019 18:45 Ráðherra efnir loforð um að styrkja húsnæðismarkaðinn á landsbyggðinni Félags- og barnamálaráðherra hefur nú ákveðið að hrinda í framkvæmd tillögum til að styrkja húsnæðismarkaðinn á landsbyggðinni. Þess er vænst að fyrstu tillögurnar, þar á meðal að breytingar á lögum og reglugerðum verði komnar til framkvæmda á haustdögum og lúta að því að Íbúðalánasjóði verði gert auðveldara að veita fjármögnun til uppbyggingar húsnæðis landsbyggðinni. 23. ágúst 2019 12:40 Sveitarfélögin fagna tillögum um aukna aðstoð Íbúðalánasjóðs á landsbyggðinni Formaður stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga fagnar tillögum félags- og barnamálaráðherra um að Íbúðalánasjóður veiti auknu fjármagni til smíði nýrra íbúða og fjölgunar leiguhúsnæðis á landsbyggðinni. 25. júlí 2019 12:15 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Erlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Innlent Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Erlent Fundu Guð í App store Erlent Fleiri fréttir Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðun Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Sjá meira
Ráðherra segir markaðsbrest á húsnæðismarkaði víða á landsbyggðinni Markaðsbrestur ríkir á húsnæðismarkaði víða á landsbyggðinni að mati félags- og barnamálaráðherra. Hann segir niðurstöður tilraunaverkefnis Íbúðalánasjóðs leiða þetta í ljós. Bankahrunið hafi haft meiri áhrif á húsnæðismarkaðinn úti á landi samanborið við suðvesturhornið. 24. júlí 2019 18:45
Ráðherra efnir loforð um að styrkja húsnæðismarkaðinn á landsbyggðinni Félags- og barnamálaráðherra hefur nú ákveðið að hrinda í framkvæmd tillögum til að styrkja húsnæðismarkaðinn á landsbyggðinni. Þess er vænst að fyrstu tillögurnar, þar á meðal að breytingar á lögum og reglugerðum verði komnar til framkvæmda á haustdögum og lúta að því að Íbúðalánasjóði verði gert auðveldara að veita fjármögnun til uppbyggingar húsnæðis landsbyggðinni. 23. ágúst 2019 12:40
Sveitarfélögin fagna tillögum um aukna aðstoð Íbúðalánasjóðs á landsbyggðinni Formaður stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga fagnar tillögum félags- og barnamálaráðherra um að Íbúðalánasjóður veiti auknu fjármagni til smíði nýrra íbúða og fjölgunar leiguhúsnæðis á landsbyggðinni. 25. júlí 2019 12:15
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Erlent
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Erlent