Umfjöllun og viðtöl: Keflavík 1-2 KR | KR fjarlægist fallsvæðið Gabríel Sighvatsson skrifar 25. ágúst 2019 17:00 Sveindís Jane Jónsdóttir og Ingunn Haraldsdóttir í kapphlaupi í fyrri leiknum. Vísir/Daníel Keflavík fékk KR í heimsókn í sex stiga leik í fallbaráttu Pepsi Max deildar kvenna en KR-konur ætluðu sér að hefna fyrir fyrri leikinn sem Keflavíkurkonur unnu 4-0 í Frostaskjólinu. Fyrir leik munaði 3 stigum á liðunum í 7. og 9. sæti, heimakonur í fallsæti. Aðstæður voru mjög erfiðar, mikill vindur og búið að rigna mikið fyrir leik. Leikurinn mótaðist mikið eftir aðstæðum, það var fátt um fína drætti og baráttan allsráðandi. KR komst yfir með fyrsta færi leiksins en þá skoraði Grace Maher eftir vandræði í vörn Keflavíkur. Aytac Sharifova, markmaður, náði ekki að hreinsa eftir pressu og Katrín Ómarsdóttir náði skoti í kjölfarið sem Aytac varði í slánna og eftirleikurinn auðveldur fyrir Grace. Keflavíkurkonur jöfnuðuð fyrir hálfleik með vel útfærðri skyndisókn. Amelía Rún Fjeldsted rak endahnútinn á sóknina eftir frábæran sprett hjá Maired Clare Fulton. Keflavík hélt áfram að beita skyndisóknum í seinni hálfleik og voru næstum búnar að komast yfir þegar Sveindís Jane Jónsdóttir komst í dauðafæri en setti boltann framhjá. KR refsaði í staðinn. Liðið fékk vítaspyrnu þegar rúmar 10 mínútur voru eftir og Katrín Ómarsdóttir skoraði af öryggi. KR tók því 3 stig í dag.Af hverju vann KR?Þessi leikur gat dottið báðum megin í dag. Hvorugt liðið skapaði sér mikið af færum í dag en þau skoruðu úr þeim sem þau fengu. KR fékk vítaspyrnu undir lokin sem hjálpaði þeim klárlega en annars sýndu þær einnig mikla baráttu. Keflavík var þá þunnskipað fyrir leik en margar ungar og óreyndar stelpur spiluðu í dag.Hvað gekk illa?Leikurinn var afar bragðdaufur, aðstæður buðu ekki upp á mikið meira. Það var lítið sem ekkert um færi í leiknum og mjög erfitt fyrir bæði lið að skora. Mark Keflavíkur kom úr skyndisókn en þær fengu aðeins eitt færi fyrir utan markið. KR fékk einnig bara 1 eða 2 færi og svo vítaspyrnu til að klára leikinn.Hverjar stóðu upp úr?Stutta svarið er engin. Besti leikmaður KR var eflaust Katrín Ómarsdóttir, hún gerði vel í að skora úr vítaspyrnunni og var spræk í dag. Maired Fulton var fín á miðju Keflavíkur þegar hún komst í boltann.Hvað gerist næst?Ef við tölum hreina íslensku þá er KR er búið að tryggja áframhaldandi veru sína í Pepsí Max deild kvenna. Næsti leikur er gegn Þór/KA og getur liðið stærðfræðilega bókað sæti sitt í deildinni á næsta ári. Keflavík er í erfiðri stöðu en núna er baráttan á milli þeirra, HK/Víkings og ÍBV um síðasta örugga sætið. Keflavík heimsækir Stjörnuna næst og þarf 3 stig þar.Jóhannes Karl: Frábært að fá smá svigrúm„Ég er feykilega sáttur.“ sagði Jóhannes Karl Sigursteinsson, þjálfari KR, eftir 2-1 sigur á Keflavíkurvelli í dag. Leikurinn var mjög mikilvægur því einungis 3 stig skildu liðin að og einnig á milli falls og öryggi. „Stoltur af stelpunum og vinnunni sem við settum í þetta. Þetta var mjög erfiður leikur, allir leikmenn í Keflavíkurliðinu voru meðvitaðir um stöðuna og lögðu sig 100% fram. Þetta er gott lið að mér fannst.“ Það voru erfiðar aðstæður í dag og veðrið setti stórt strik í reikninginn. „Aðstæður voru erfiðar og við þurftum að hafa virkilega fyrir þessu. Það var ákveðið áfall þegar þær jafna. Þær voru ekki búnar að skapa mikið og okkur fannst leikurinn vera í okkar höndum.“ „Frammistaðan heilt yfir var ekki góð en það er kannski erfitt að ætlast til þess að fá góða frammistöðu í þessum aðstæðum. Við vorum í vandræðum með að láta boltann fljóta og svolítið hægt uppspil en hluti af því fer bara á rok og rigningu.“ KR vann leikinn á vítaspyrnu sem var dæmd þegar lítið var eftir og voru skiptar skoðanir á þem dómi en Jóhannes sagðist treysta dómaranum. „Það allavega sér á leikmanninum inni í klefa þannig að einhver snerting hefur verið. Það er erfitt fyrir mig að dæma það úr skýlinu, ég treysti bara að dómarinn hafi haft rétt fyrir sér þarna.“ KR fer með sigrinum upp í 6. sæti og er nú með 16 stig, 6 stigum frá fallsæti. „Það er frábært að fá smá svigrúm niður í fallsvæðið og vonandi gefur það okkur smá ró í næstu verkefni.“Gunnar Magnús: Mjög þungt yfir manniGunnar Magnús Jónsson, þjálfari Keflavíkur var svekktur með niðurstöðuna í dag. „Þetta var virkilega súrt. Það er mjög þungt yfir manni og þungt yfir stelpunum inni í klefa. Þetta var leikur sem þær lögðu sig mikið fram í og það dugði ekki til að fá stig. KR-ingarnir voru klókari, sérstaklega í seinni hálfleik.“ „Fyrri hálfleikurinn var góður, flott hjá stelpunum. Við vorum með mikið af ungum stelpum og stelpum sem hafa ekki mikið. Þær gáfu sig allar í þetta, það er ekki hægt að taka það af þeim en eins og ég segi, það dugði ekki til.“ Gunnari fannst reynsla KR skína í gegn í dag en hans hópur af ungum stelpum náðu ekki að nýta aðstæðurnar sem best. „Það var kannski bara reynsla og klókindi. Þær eru með klókar stelpur þarna, þær náðu að spila rétt í aðstæðum sem voru í dag. Við vorum að vandræðast í seinni hálfleik með vindinn í bakið og náðum ekki að nýta það eins og við ætluðum að gera.“ KR fékk vítaspyrnu rétt fyrir leikslok sem þær skoruðu sigurmarkið úr en Gunnar fannst hún ekki eiga rétt á sér við fyrstu sýn „Hún var mjög „soft“ fannst mér en ef hún kom við hana er hægt að réttlæta þennan dóm. Ég þarf að skoða það betur. Það er ekki gott að dæma um það á þessum tímapunkti án þess að vera búinn að skoða þetta. Það er fúlt of erfitt að taka því á þessum tímapunkti.“ Keflavík er enn að leita eftir 3 stigum til að hífa sig upp úr fallsæti. „Staðan versnar með hverjum leiknum á meðan við náum ekki í stig. Það eru þrír leikir eftir og á móti liðum í kringum okkur. Við erum ekkert búin að gefast upp, alls ekki. Meðan það er von þá verður allt gefið í þetta.“ Pepsi Max-deild kvenna
Keflavík fékk KR í heimsókn í sex stiga leik í fallbaráttu Pepsi Max deildar kvenna en KR-konur ætluðu sér að hefna fyrir fyrri leikinn sem Keflavíkurkonur unnu 4-0 í Frostaskjólinu. Fyrir leik munaði 3 stigum á liðunum í 7. og 9. sæti, heimakonur í fallsæti. Aðstæður voru mjög erfiðar, mikill vindur og búið að rigna mikið fyrir leik. Leikurinn mótaðist mikið eftir aðstæðum, það var fátt um fína drætti og baráttan allsráðandi. KR komst yfir með fyrsta færi leiksins en þá skoraði Grace Maher eftir vandræði í vörn Keflavíkur. Aytac Sharifova, markmaður, náði ekki að hreinsa eftir pressu og Katrín Ómarsdóttir náði skoti í kjölfarið sem Aytac varði í slánna og eftirleikurinn auðveldur fyrir Grace. Keflavíkurkonur jöfnuðuð fyrir hálfleik með vel útfærðri skyndisókn. Amelía Rún Fjeldsted rak endahnútinn á sóknina eftir frábæran sprett hjá Maired Clare Fulton. Keflavík hélt áfram að beita skyndisóknum í seinni hálfleik og voru næstum búnar að komast yfir þegar Sveindís Jane Jónsdóttir komst í dauðafæri en setti boltann framhjá. KR refsaði í staðinn. Liðið fékk vítaspyrnu þegar rúmar 10 mínútur voru eftir og Katrín Ómarsdóttir skoraði af öryggi. KR tók því 3 stig í dag.Af hverju vann KR?Þessi leikur gat dottið báðum megin í dag. Hvorugt liðið skapaði sér mikið af færum í dag en þau skoruðu úr þeim sem þau fengu. KR fékk vítaspyrnu undir lokin sem hjálpaði þeim klárlega en annars sýndu þær einnig mikla baráttu. Keflavík var þá þunnskipað fyrir leik en margar ungar og óreyndar stelpur spiluðu í dag.Hvað gekk illa?Leikurinn var afar bragðdaufur, aðstæður buðu ekki upp á mikið meira. Það var lítið sem ekkert um færi í leiknum og mjög erfitt fyrir bæði lið að skora. Mark Keflavíkur kom úr skyndisókn en þær fengu aðeins eitt færi fyrir utan markið. KR fékk einnig bara 1 eða 2 færi og svo vítaspyrnu til að klára leikinn.Hverjar stóðu upp úr?Stutta svarið er engin. Besti leikmaður KR var eflaust Katrín Ómarsdóttir, hún gerði vel í að skora úr vítaspyrnunni og var spræk í dag. Maired Fulton var fín á miðju Keflavíkur þegar hún komst í boltann.Hvað gerist næst?Ef við tölum hreina íslensku þá er KR er búið að tryggja áframhaldandi veru sína í Pepsí Max deild kvenna. Næsti leikur er gegn Þór/KA og getur liðið stærðfræðilega bókað sæti sitt í deildinni á næsta ári. Keflavík er í erfiðri stöðu en núna er baráttan á milli þeirra, HK/Víkings og ÍBV um síðasta örugga sætið. Keflavík heimsækir Stjörnuna næst og þarf 3 stig þar.Jóhannes Karl: Frábært að fá smá svigrúm„Ég er feykilega sáttur.“ sagði Jóhannes Karl Sigursteinsson, þjálfari KR, eftir 2-1 sigur á Keflavíkurvelli í dag. Leikurinn var mjög mikilvægur því einungis 3 stig skildu liðin að og einnig á milli falls og öryggi. „Stoltur af stelpunum og vinnunni sem við settum í þetta. Þetta var mjög erfiður leikur, allir leikmenn í Keflavíkurliðinu voru meðvitaðir um stöðuna og lögðu sig 100% fram. Þetta er gott lið að mér fannst.“ Það voru erfiðar aðstæður í dag og veðrið setti stórt strik í reikninginn. „Aðstæður voru erfiðar og við þurftum að hafa virkilega fyrir þessu. Það var ákveðið áfall þegar þær jafna. Þær voru ekki búnar að skapa mikið og okkur fannst leikurinn vera í okkar höndum.“ „Frammistaðan heilt yfir var ekki góð en það er kannski erfitt að ætlast til þess að fá góða frammistöðu í þessum aðstæðum. Við vorum í vandræðum með að láta boltann fljóta og svolítið hægt uppspil en hluti af því fer bara á rok og rigningu.“ KR vann leikinn á vítaspyrnu sem var dæmd þegar lítið var eftir og voru skiptar skoðanir á þem dómi en Jóhannes sagðist treysta dómaranum. „Það allavega sér á leikmanninum inni í klefa þannig að einhver snerting hefur verið. Það er erfitt fyrir mig að dæma það úr skýlinu, ég treysti bara að dómarinn hafi haft rétt fyrir sér þarna.“ KR fer með sigrinum upp í 6. sæti og er nú með 16 stig, 6 stigum frá fallsæti. „Það er frábært að fá smá svigrúm niður í fallsvæðið og vonandi gefur það okkur smá ró í næstu verkefni.“Gunnar Magnús: Mjög þungt yfir manniGunnar Magnús Jónsson, þjálfari Keflavíkur var svekktur með niðurstöðuna í dag. „Þetta var virkilega súrt. Það er mjög þungt yfir manni og þungt yfir stelpunum inni í klefa. Þetta var leikur sem þær lögðu sig mikið fram í og það dugði ekki til að fá stig. KR-ingarnir voru klókari, sérstaklega í seinni hálfleik.“ „Fyrri hálfleikurinn var góður, flott hjá stelpunum. Við vorum með mikið af ungum stelpum og stelpum sem hafa ekki mikið. Þær gáfu sig allar í þetta, það er ekki hægt að taka það af þeim en eins og ég segi, það dugði ekki til.“ Gunnari fannst reynsla KR skína í gegn í dag en hans hópur af ungum stelpum náðu ekki að nýta aðstæðurnar sem best. „Það var kannski bara reynsla og klókindi. Þær eru með klókar stelpur þarna, þær náðu að spila rétt í aðstæðum sem voru í dag. Við vorum að vandræðast í seinni hálfleik með vindinn í bakið og náðum ekki að nýta það eins og við ætluðum að gera.“ KR fékk vítaspyrnu rétt fyrir leikslok sem þær skoruðu sigurmarkið úr en Gunnar fannst hún ekki eiga rétt á sér við fyrstu sýn „Hún var mjög „soft“ fannst mér en ef hún kom við hana er hægt að réttlæta þennan dóm. Ég þarf að skoða það betur. Það er ekki gott að dæma um það á þessum tímapunkti án þess að vera búinn að skoða þetta. Það er fúlt of erfitt að taka því á þessum tímapunkti.“ Keflavík er enn að leita eftir 3 stigum til að hífa sig upp úr fallsæti. „Staðan versnar með hverjum leiknum á meðan við náum ekki í stig. Það eru þrír leikir eftir og á móti liðum í kringum okkur. Við erum ekkert búin að gefast upp, alls ekki. Meðan það er von þá verður allt gefið í þetta.“
Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti
Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti