Ísrael stóð fyrir sprengjuárás á íranska herstöð í Írak Andri Eysteinsson skrifar 23. ágúst 2019 12:13 Netanyahu hefur ýjað að því að Ísrael beri ábyrgð. Getty/NurPhoto Ísrael stóð að baki sprengjuárás á íranska vopnageymslu í Írak í síðasta mánuði. Þetta staðfesta fulltrúar bandarískra yfirvalda. AP greinir frá. Hingað til hefur enginn lýst yfir ábyrgð á verknaðnum en írösk yfirvöld hafa leitað að þeim sem ábyrgð bera. Háværir orðrómar hafa þó breiðst út um svæðið að Ísrael hafi staðið að árásunum. Fyrr í vikunni sakaði foringi hersamtakanna PMU Ísrael um að hafa beitt drónum þegar vopnageymslan var eyðilögð en kenndi þó Bandaríkjunum einnig um. Tveir íranskir hermenn létu lífið í árásinni 19.júlí. Herstöðin er stödd í Amirli í Salaheddin í norðurhluta landsins. Sprengjuárásin 19. Júlí er ein þriggja sem voru framkvæmdar á íranskar herstöðvar í Írak í sumar. Fulltrúar Bandaríkjastjórnar sem ekki vilja koma fram undir nafni segja það öruggt að Ísrael hafi staðið að baki hið minnsta einni þeirra. Þrátt fyrir að Ísrael hafi ekki lýst yfir ábyrgð á árásunum þykjast margir geta lesið það út úr orðum Benjamíns Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels, að ríkið sé ábyrgt. Í viðtali við rússneska sjónvarpsstöð í vikunni sagði Netanjahú að Íran fái enga friðhelgi frá Ísrael. Netanjahú sakaði Íran um að setja upp herstöðvar víðs vegar um miðausturlönd til þess að tryggja stöðu sína gagnvart Ísrael. „Við bregðumst víða við þegar ríki vill gjöreyða okkur. Ég hef veitt öryggissveitum leyfi til þess að gera hvað sem þarf til þess að stöðva áform Írana“ sagði Netanjahú. Írak Íran Ísrael Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Erlent Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Erlent Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Innlent 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Erlent Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Erlent Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Erlent Fleiri fréttir Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Sjá meira
Ísrael stóð að baki sprengjuárás á íranska vopnageymslu í Írak í síðasta mánuði. Þetta staðfesta fulltrúar bandarískra yfirvalda. AP greinir frá. Hingað til hefur enginn lýst yfir ábyrgð á verknaðnum en írösk yfirvöld hafa leitað að þeim sem ábyrgð bera. Háværir orðrómar hafa þó breiðst út um svæðið að Ísrael hafi staðið að árásunum. Fyrr í vikunni sakaði foringi hersamtakanna PMU Ísrael um að hafa beitt drónum þegar vopnageymslan var eyðilögð en kenndi þó Bandaríkjunum einnig um. Tveir íranskir hermenn létu lífið í árásinni 19.júlí. Herstöðin er stödd í Amirli í Salaheddin í norðurhluta landsins. Sprengjuárásin 19. Júlí er ein þriggja sem voru framkvæmdar á íranskar herstöðvar í Írak í sumar. Fulltrúar Bandaríkjastjórnar sem ekki vilja koma fram undir nafni segja það öruggt að Ísrael hafi staðið að baki hið minnsta einni þeirra. Þrátt fyrir að Ísrael hafi ekki lýst yfir ábyrgð á árásunum þykjast margir geta lesið það út úr orðum Benjamíns Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels, að ríkið sé ábyrgt. Í viðtali við rússneska sjónvarpsstöð í vikunni sagði Netanjahú að Íran fái enga friðhelgi frá Ísrael. Netanjahú sakaði Íran um að setja upp herstöðvar víðs vegar um miðausturlönd til þess að tryggja stöðu sína gagnvart Ísrael. „Við bregðumst víða við þegar ríki vill gjöreyða okkur. Ég hef veitt öryggissveitum leyfi til þess að gera hvað sem þarf til þess að stöðva áform Írana“ sagði Netanjahú.
Írak Íran Ísrael Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Erlent Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Erlent Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Innlent 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Erlent Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Erlent Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Erlent Fleiri fréttir Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Sjá meira