Vinahópur á Spáni keypti eyðiþorp í Galisíuhéraði fyrir aðeins 140 þúsund evrur, eða rúmar 19 milljónir króna. Þorpið hefur verið mannlaust í hálfa öld og öll húsin því í niðurníðslu en vinirnir hyggjast byggja þau upp og dvelja þar í ellinni.
Alls eru um 3.000 eyðiþorp á Spáni, flest í norður og norðvesturhéruðunum. Mörg hús í eyðiþorpum eru auglýst hjá fasteignasölum og útlendingar hafa sýnt þeim áhuga á undanförnum árum.
