Orkan okkar segist ekki bera ábyrgð á miðadreifingum í Fossvogskirkjugarði Sylvía Hall skrifar 22. ágúst 2019 21:36 Einum miða var komið fyrir í blómaskreytingu í garðinum. Twitter Miðum frá samtökunum Orkan okkar var stillt upp í blómaskreytingum og við leiði í Fossvogskirkjugarði. Erlingur Sigvaldsson var á göngu um kirkjugarðinn þegar hann varð var við miðana, sem hann segir hafa verið á í það minnsta þremur leiðum. „Þetta var aðkoman. Ég var í Pokémon Go í Fossvogskirkjugarði, sem ég hef gert nokkrum sinnum áður, og labbaði fram hjá þessum leiðum sem voru nokkuð undarlega merkt,“ segir Erlingur sem vakti athygli á málinu á Twitter. Hann hafi séð miðunum stillt upp á þremur leiðum en í garðinum var að finna annan pappír sem hann segir mögulega hafa fokið af leiðunum. Yfirskrift miðana er „10 góðar ástæður til að segja nei við orkupakkanum“ og eru þar útlistuð rök samtakanna fyrir því að hafna innleiðingu þriðja orkupakkans. Hann segir miðana hafa verið áberandi á leiðunum og það hafi vakið athygli hans.„Við erum ekki að setja þetta á leiði“Miðarnir fundust á þremur leiðum í garðinum.TwitterÍ samtali við fréttastofu segist Birgir Örn Steingrímsson, einn talsmanna Orkunnar okkar, ekki kannast við miðadreifinguna. Hún sé ekki á vegum samtakanna sjálfra heldur sé líklegra að andstæðingar þeirra séu á bakvið gjörninginn. „Leiðum í Fossvogskirkjugarði? Það er einhver sem er að reyna að koma höggi á okkur, ég hef aldrei vitað þetta,“ segir Birgir. Hann segir málið vera hið ótrúlegasta. „Þetta er einhver sem er að reyna að klekkja á okkur, það eru margir Samfylkingarmenn og Viðreisnarmenn sem eru ekki voða hrifnir af þessu. Það er nokkuð ljóst að þetta er eitthvað svoleiðis, við erum ekki að setja þetta á leiði.“ Vigdís Hauksdóttir, annar talsmanna samtakanna, var verulega brugðið þegar blaðamaður bar miðadreifinguna undir hana. Hún sagðist ekki vilja tjá sig um málið, en það væri ljóst að samtökin sjálf bæru ekki ábyrgð á miðadreifingunni. Pokemon Go Reykjavík Þriðji orkupakkinn Tengdar fréttir Strætó og Pósturinn taka niður áróður Orkunnar okkar Einn stofnenda Orkunnar okkar segir áróðursspjöldin ekki hafa verið hengd upp með vilja samtakanna og að þeim sem það gerði hafi verið bent á að það sé ekki leyfilegt. 29. júlí 2019 14:31 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Fleiri fréttir „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Sjá meira
Miðum frá samtökunum Orkan okkar var stillt upp í blómaskreytingum og við leiði í Fossvogskirkjugarði. Erlingur Sigvaldsson var á göngu um kirkjugarðinn þegar hann varð var við miðana, sem hann segir hafa verið á í það minnsta þremur leiðum. „Þetta var aðkoman. Ég var í Pokémon Go í Fossvogskirkjugarði, sem ég hef gert nokkrum sinnum áður, og labbaði fram hjá þessum leiðum sem voru nokkuð undarlega merkt,“ segir Erlingur sem vakti athygli á málinu á Twitter. Hann hafi séð miðunum stillt upp á þremur leiðum en í garðinum var að finna annan pappír sem hann segir mögulega hafa fokið af leiðunum. Yfirskrift miðana er „10 góðar ástæður til að segja nei við orkupakkanum“ og eru þar útlistuð rök samtakanna fyrir því að hafna innleiðingu þriðja orkupakkans. Hann segir miðana hafa verið áberandi á leiðunum og það hafi vakið athygli hans.„Við erum ekki að setja þetta á leiði“Miðarnir fundust á þremur leiðum í garðinum.TwitterÍ samtali við fréttastofu segist Birgir Örn Steingrímsson, einn talsmanna Orkunnar okkar, ekki kannast við miðadreifinguna. Hún sé ekki á vegum samtakanna sjálfra heldur sé líklegra að andstæðingar þeirra séu á bakvið gjörninginn. „Leiðum í Fossvogskirkjugarði? Það er einhver sem er að reyna að koma höggi á okkur, ég hef aldrei vitað þetta,“ segir Birgir. Hann segir málið vera hið ótrúlegasta. „Þetta er einhver sem er að reyna að klekkja á okkur, það eru margir Samfylkingarmenn og Viðreisnarmenn sem eru ekki voða hrifnir af þessu. Það er nokkuð ljóst að þetta er eitthvað svoleiðis, við erum ekki að setja þetta á leiði.“ Vigdís Hauksdóttir, annar talsmanna samtakanna, var verulega brugðið þegar blaðamaður bar miðadreifinguna undir hana. Hún sagðist ekki vilja tjá sig um málið, en það væri ljóst að samtökin sjálf bæru ekki ábyrgð á miðadreifingunni.
Pokemon Go Reykjavík Þriðji orkupakkinn Tengdar fréttir Strætó og Pósturinn taka niður áróður Orkunnar okkar Einn stofnenda Orkunnar okkar segir áróðursspjöldin ekki hafa verið hengd upp með vilja samtakanna og að þeim sem það gerði hafi verið bent á að það sé ekki leyfilegt. 29. júlí 2019 14:31 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Fleiri fréttir „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Sjá meira
Strætó og Pósturinn taka niður áróður Orkunnar okkar Einn stofnenda Orkunnar okkar segir áróðursspjöldin ekki hafa verið hengd upp með vilja samtakanna og að þeim sem það gerði hafi verið bent á að það sé ekki leyfilegt. 29. júlí 2019 14:31