Súdan tekur skref í átt að lýðræði með skipan nýs forsætisráðherra Andri Eysteinsson skrifar 22. ágúst 2019 10:32 Abdalla Hamdok í pontu á fundi Fríverslunarsamtaka Afríkusambandsins í Addis Ababa í Eþíópíu árið 2015 Getty/Anadolu Abdalla Hamdok hefur verið skipaður fimmtándi forsætisráðherra Súdan, ríkis sem hefur mátt þola erfiða, blóði drifna tíma undanfarið. Mótmælt hefur verið látlaust í ríkinu mánuði saman og hefur herforingjastjórnin tekið á mótmælendum af fullum krafti. BBC greinir frá.Fimm mánuðir eru liðnir frá því að Omari al-Bashir, þáverandi forseta Afríkuríkisins Súdan, var steypt af stóli af her landsins. Mikil mótmæli hafa verið í landinu frá því fyrir áramót, fyrst gegn stjórn al-Bashir, sem ríkti í tæp 30 ár, og seinna gegn herstjórninni sem tók við völdum eftir að forsetanum umdeilda var komið frá. Eftir valdaránið fannst mikið reiðufé á heimili al-Bashir sem var einnig ákærður fyrir að hafa hvatt til þess að mótmælendur yrðu drepnir. Herstjórnin var heldur ekki hrædd við að skjóta á mótmælendur en hundruðir mótmælenda voru drepnir á vormánuðum og í byrjun sumars. Um miðjan júlí síðastliðinn gerðu deiluaðilar, herforingjastjórnin og mótmælendur, samkomulag um deilingu valda í Súdan. Samkomulagið gekk út á að fylkingarnar deili völdum í ríkinu næstu þrjú ár, að því loknu verði kosin ný ríkisstjórn. Fengu mótmælendur það hlutverk að útnefnda forsætisráðherra og hefur ákvörðun verið tekin.Herinn að vissu leyti við völd frá 1989 Nýr forsætisráðherra Súdan, og sá fyrsti í áraraðir sem hefur raunveruleg ítök í stjórn landsins, er hinn 63 ára gamli Abdalla Hamdok sem áður hefur starfað fyrir Sameinuðu Þjóðirnar í nágrannaríkinu Eþíópíu. Hamdok er hagfræðimenntaður en hann lærði bæði í háskólanum í Kartúm og í háskólanum í Manchester í Bretlandi. Fyrir tæpu ári, í september 2018, bauð þáverandi forsetinn Omar al-Bashir Hamdok stöðu fjármálaráðherra Súdan. Hamdok kaus þó að hafna tilnefningunni. Með skipan Hamdok rennur upp nýr tími í sögu Súdan. Um er að ræða fyrsta skiptið frá árinu 1989, þegar al-Bashir náði völdum með valdaráni, sem herlið Súdan fer ekki með stjórn landsins. „Forgangsmál ríkisstjórnarinnar eru að stöðva stríðið, stuðla að varanlegum friði, tækla efnahagsvandamál landsins og byggja upp utanríkisstefnu landsins, sagði Hamdok þegar hann tók við embætti í gær. Súdan Mest lesið Snjókoman rétt að byrja Innlent Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Erlent Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Erlent Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Erlent Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Innlent Fleiri fréttir Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Sjá meira
Abdalla Hamdok hefur verið skipaður fimmtándi forsætisráðherra Súdan, ríkis sem hefur mátt þola erfiða, blóði drifna tíma undanfarið. Mótmælt hefur verið látlaust í ríkinu mánuði saman og hefur herforingjastjórnin tekið á mótmælendum af fullum krafti. BBC greinir frá.Fimm mánuðir eru liðnir frá því að Omari al-Bashir, þáverandi forseta Afríkuríkisins Súdan, var steypt af stóli af her landsins. Mikil mótmæli hafa verið í landinu frá því fyrir áramót, fyrst gegn stjórn al-Bashir, sem ríkti í tæp 30 ár, og seinna gegn herstjórninni sem tók við völdum eftir að forsetanum umdeilda var komið frá. Eftir valdaránið fannst mikið reiðufé á heimili al-Bashir sem var einnig ákærður fyrir að hafa hvatt til þess að mótmælendur yrðu drepnir. Herstjórnin var heldur ekki hrædd við að skjóta á mótmælendur en hundruðir mótmælenda voru drepnir á vormánuðum og í byrjun sumars. Um miðjan júlí síðastliðinn gerðu deiluaðilar, herforingjastjórnin og mótmælendur, samkomulag um deilingu valda í Súdan. Samkomulagið gekk út á að fylkingarnar deili völdum í ríkinu næstu þrjú ár, að því loknu verði kosin ný ríkisstjórn. Fengu mótmælendur það hlutverk að útnefnda forsætisráðherra og hefur ákvörðun verið tekin.Herinn að vissu leyti við völd frá 1989 Nýr forsætisráðherra Súdan, og sá fyrsti í áraraðir sem hefur raunveruleg ítök í stjórn landsins, er hinn 63 ára gamli Abdalla Hamdok sem áður hefur starfað fyrir Sameinuðu Þjóðirnar í nágrannaríkinu Eþíópíu. Hamdok er hagfræðimenntaður en hann lærði bæði í háskólanum í Kartúm og í háskólanum í Manchester í Bretlandi. Fyrir tæpu ári, í september 2018, bauð þáverandi forsetinn Omar al-Bashir Hamdok stöðu fjármálaráðherra Súdan. Hamdok kaus þó að hafna tilnefningunni. Með skipan Hamdok rennur upp nýr tími í sögu Súdan. Um er að ræða fyrsta skiptið frá árinu 1989, þegar al-Bashir náði völdum með valdaráni, sem herlið Súdan fer ekki með stjórn landsins. „Forgangsmál ríkisstjórnarinnar eru að stöðva stríðið, stuðla að varanlegum friði, tækla efnahagsvandamál landsins og byggja upp utanríkisstefnu landsins, sagði Hamdok þegar hann tók við embætti í gær.
Súdan Mest lesið Snjókoman rétt að byrja Innlent Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Erlent Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Erlent Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Erlent Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Innlent Fleiri fréttir Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Sjá meira