Fótbolti

Æfingar Lionel Messi eru enginn sandkassaleikur

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Vinirnir Luis Suarez og Lionel Messi.
Vinirnir Luis Suarez og Lionel Messi. Getty/David Price
Lionel Messi missti af fyrsta leik tímabilsins í spænsku deildinni vegna meiðsla og Barcelona varð þar að sætta sig við 1-0 tap á móti Athletic Bilbao.

Það fer ekkert á milli að Barca liðið saknaði argentínska snillingsins sem var með 36 mörk og 15 stoðsendingar í 34 deildarleikjum á síðustu leiktíð.

Það lítur út fyrir að Lionel Messi muni ekki missa af fleirum leikjum ef marka má nýtt myndband af síðustu æfingum hans.

Lionel Messi sést þar undirbúa sig fyrir komandi tímabil með því að æfa á fullu í sandi. Þar má sjá hann taka spretti og æfa bæði tækni og skot. Argentínumaðurinn ætlar sér greinilega stóra hluti í vetur.



Messi hefur fengið tíma til að æfa einn síðustu daga. Hann er koma sér aftur af stað eftir stutt sumarfrí en hann spilaði náttúrulega með argentínska landsliðinu í Copa America í sumar.

Messi meiddist á kálfa snemma á undirbúningstímabilinu en nýtir sér eflaust sandinn til að minnka álagið á fæturnar. Eins og Skagamenn þekkja frá fornri tíð þá er það ekki slæmur undirbúningur að spila fótbolta á sandi á undirbúningstímabilinu.

Barcelona glímir við mikil meiðsli í leikmannahópnum og þessar jákvæðar fréttir af Messi koma því á góðum tíma.

Luis Suarez og Ousmane Dembele munu báðir missa af leiknum á móti Real Betis á Camp Nou á sunnudaginn

Það er þó ekki búist við að Lionel Messi verði í byrjunarliðinu en hann getur breytt miklu fyrir liðið ef hann kemur inná.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×