ESB og Ísland – þjóðaratkvæðagreiðsla um aðildarviðræður Guðjón Viðar Valdimarsson skrifar 21. ágúst 2019 07:00 Þar sem maður var staddur í sumarfríi á Ítalíu þá tók maður eftir því að matarverð er um það bil helmingi lægra en heima á Íslandi. Það sama hefur maður séð varðandi vexti af íbúðarhúsnæði en þeir eru einnig helmingi lægri þar en á Íslandi. Þá vaknar ávallt upp þessi spurning hjá mér og sennilega flest öllum öðrum Íslendingum á ferðalögum: Hvers vegna er það? Svarið er í raun einfalt, við erum ekki í ESB. Við erum í EES og þó það tryggi okkur aðgang að innri markaði ESB þá tryggir það okkur ekki fullan ávinning í formi lækkaðs matarverðs og vaxta. Værum við aðilar að ESB og með evru sem gjaldmiðil þá værum við að njóta þessa ávinnings til jafns við aðra borgara ESB. Þetta er svona einfalt. Með EES-samningnum var komið á fót sameiginlegu efnahagssvæði sem byggist á frjálsum vöruflutningum, frjálsri för launafólks, frjálsri þjónustustarfsemi og staðfesturétti, ásamt frjálsum fjármagnshreyfingum (fjórþætta frelsið). Til þess að þetta fyrirkomulag virki þá þurfa allir að spila eftir sömu reglum innan þessa sameiginlega innri markaðar ESB/EES. Af samningnum leiðir því að okkur ber að innleiða inn í íslenska löggjöf allar þær reglur sem hafa verið samþykktar á vettvangi EES-samstarfsins. Þess ber að geta að þetta á einungis við þær reglur ESB sem varða gildissvið EES-samnings. Samkvæmt upplýsingum á vef Stjórnarráðsins varðandi samning um Evrópska efnahagssvæðið þá hafa 13,4% af þeim lögum og reglum sem ESB hefur samþykkt frá árinu 1994 til ársloka 2016 verið tekin upp í EES-samninginn. Það er því ljóst að við erum ekki að „gúmmístimpla“ öll lög og reglur ESB og þannig framselja fullveldi okkar. Við erum aðilar að alþjóðlegum samningi og þess vegna þurfum við að taka upp ákveðna þætti löggjafar ESB sem falla undir gildissvið EES. Hins vegar þýðir þetta jafnframt að værum við ekki að taka upp þessar reglur þá mundum við ekki lengur vera aðili að þessum samningi og þar liggur kjarni málsins. Umræðan um þennan þriðja orkupakka er gott dæmi um þetta. Þar sem við erum aðilar að þessum samningi þá verðum við að innleiða þennan orkupakka og ef við gerum það ekki þá erum við í raun að segja upp EES-samningnum í heild sinni. Þetta er svona svipað og að vera á móti hita en ekki kvefi þ.e.a.s. einkennum sjúkdóms en ekki sjúkdómnum sjálfum. Þessi ESB-mál eru að kljúfa heilu flokkana í herðar niður og þetta byggist allt á þessari grundvallarspurningu: Viljum við vera hluti af ESB eða ekki? EES-samningurinn tryggir okkur nánast allt það sem slík aðild hefði í för með sér en þó ekki þann hluta sem hefði best gildi fyrir lífskjör almennings í landinu. Sá hluti kjósenda sem er á móti ESB/ESS hefur auðvitað rétt á sinni skoðun en þá væri hreinlegast að segja það bara beint út. Ég er hins vegar nokkuð viss um að sá hluti kjósenda vildi gjarna fá niðurstöðu í þessi mál og það er augljós leið til þess. Í fyrsta lagi þyrfti að efna til þjóðaratkvæðagreiðslu um að fela stjórnvöldum að halda áfram/hefja aðildarviðræður við ESB eða segja upp EES-samningnum. Það væru þessir tveir kostir sem væri kosið um og aðeins þannig fengjum við niðurstöðu í þetta mál til frambúðar. Nú hafa Norðmenn kosið tvisvar um og hafnað aðild að ESB, Bretar hafa kosið að yfirgefa ESB og í báðum tilvikum hefur vilji þjóðarinnar verið virtur af stjórnvöldum. Væri ekki ráð að við leystum úr þessum málum á sama hátt, með þjóðaratkvæðagreiðslu?Höfundur er viðskiptafræðingur Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Efnahagsmál Evrópusambandið Mest lesið Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun Halldór 20.09.2025 Halldór Heimur á heljarþröm? Innflutningur á hatursorðræðu til Íslands! Arna Magnea Danks Skoðun Móðir í Breiðholti hjólar 5.000 kílómetra Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Eru Íslendingar feigir? Olíuvinnsla! Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason Skoðun Ástæðan fyrir því að við þurfum möguleika á dánaraðstoð Ingrid Kuhlman Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Sterkara framhaldsskólakerfi Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Skoðun Skoðun Frelsi til sölu Erling Kári Freysson skrifar Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason skrifar Skoðun Móðir í Breiðholti hjólar 5.000 kílómetra Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Viðreisn lætur verkin tala Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterkara framhaldsskólakerfi Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Eru Íslendingar feigir? Olíuvinnsla! Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Ástæðan fyrir því að við þurfum möguleika á dánaraðstoð Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Heimur á heljarþröm? Innflutningur á hatursorðræðu til Íslands! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal skrifar Skoðun Lýðræðið tekið úr höndum nemenda í Lundarskóla Benedikt Már Þorvaldsson skrifar Skoðun Geðheilbrigði er mannréttindamál Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Stuðningsyfirlýsing forstöðumanna Sólheima Elfa Björk Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar Skoðun Tími skyndilausna á húsnæðismarkaði er liðinn Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Lýðræði í mótvindi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Orka Breiðafjarðar Ingólfur Hermannsson skrifar Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar Skoðun Ísland boðar mannúð en býður útlegð Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Börnin eru ekki tölur Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Endurskoðun vaxtarmarka forsenda frekari uppbyggingar Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Að kveikja á síðustu eldspýtunni Sigurður Árni Reynisson skrifar Sjá meira
Þar sem maður var staddur í sumarfríi á Ítalíu þá tók maður eftir því að matarverð er um það bil helmingi lægra en heima á Íslandi. Það sama hefur maður séð varðandi vexti af íbúðarhúsnæði en þeir eru einnig helmingi lægri þar en á Íslandi. Þá vaknar ávallt upp þessi spurning hjá mér og sennilega flest öllum öðrum Íslendingum á ferðalögum: Hvers vegna er það? Svarið er í raun einfalt, við erum ekki í ESB. Við erum í EES og þó það tryggi okkur aðgang að innri markaði ESB þá tryggir það okkur ekki fullan ávinning í formi lækkaðs matarverðs og vaxta. Værum við aðilar að ESB og með evru sem gjaldmiðil þá værum við að njóta þessa ávinnings til jafns við aðra borgara ESB. Þetta er svona einfalt. Með EES-samningnum var komið á fót sameiginlegu efnahagssvæði sem byggist á frjálsum vöruflutningum, frjálsri för launafólks, frjálsri þjónustustarfsemi og staðfesturétti, ásamt frjálsum fjármagnshreyfingum (fjórþætta frelsið). Til þess að þetta fyrirkomulag virki þá þurfa allir að spila eftir sömu reglum innan þessa sameiginlega innri markaðar ESB/EES. Af samningnum leiðir því að okkur ber að innleiða inn í íslenska löggjöf allar þær reglur sem hafa verið samþykktar á vettvangi EES-samstarfsins. Þess ber að geta að þetta á einungis við þær reglur ESB sem varða gildissvið EES-samnings. Samkvæmt upplýsingum á vef Stjórnarráðsins varðandi samning um Evrópska efnahagssvæðið þá hafa 13,4% af þeim lögum og reglum sem ESB hefur samþykkt frá árinu 1994 til ársloka 2016 verið tekin upp í EES-samninginn. Það er því ljóst að við erum ekki að „gúmmístimpla“ öll lög og reglur ESB og þannig framselja fullveldi okkar. Við erum aðilar að alþjóðlegum samningi og þess vegna þurfum við að taka upp ákveðna þætti löggjafar ESB sem falla undir gildissvið EES. Hins vegar þýðir þetta jafnframt að værum við ekki að taka upp þessar reglur þá mundum við ekki lengur vera aðili að þessum samningi og þar liggur kjarni málsins. Umræðan um þennan þriðja orkupakka er gott dæmi um þetta. Þar sem við erum aðilar að þessum samningi þá verðum við að innleiða þennan orkupakka og ef við gerum það ekki þá erum við í raun að segja upp EES-samningnum í heild sinni. Þetta er svona svipað og að vera á móti hita en ekki kvefi þ.e.a.s. einkennum sjúkdóms en ekki sjúkdómnum sjálfum. Þessi ESB-mál eru að kljúfa heilu flokkana í herðar niður og þetta byggist allt á þessari grundvallarspurningu: Viljum við vera hluti af ESB eða ekki? EES-samningurinn tryggir okkur nánast allt það sem slík aðild hefði í för með sér en þó ekki þann hluta sem hefði best gildi fyrir lífskjör almennings í landinu. Sá hluti kjósenda sem er á móti ESB/ESS hefur auðvitað rétt á sinni skoðun en þá væri hreinlegast að segja það bara beint út. Ég er hins vegar nokkuð viss um að sá hluti kjósenda vildi gjarna fá niðurstöðu í þessi mál og það er augljós leið til þess. Í fyrsta lagi þyrfti að efna til þjóðaratkvæðagreiðslu um að fela stjórnvöldum að halda áfram/hefja aðildarviðræður við ESB eða segja upp EES-samningnum. Það væru þessir tveir kostir sem væri kosið um og aðeins þannig fengjum við niðurstöðu í þetta mál til frambúðar. Nú hafa Norðmenn kosið tvisvar um og hafnað aðild að ESB, Bretar hafa kosið að yfirgefa ESB og í báðum tilvikum hefur vilji þjóðarinnar verið virtur af stjórnvöldum. Væri ekki ráð að við leystum úr þessum málum á sama hátt, með þjóðaratkvæðagreiðslu?Höfundur er viðskiptafræðingur
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun
Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason Skoðun
Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason skrifar
Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar
Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson skrifar
Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal skrifar
Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar
Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar
Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar
Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar
Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun
Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason Skoðun