Ritstjóri Tekjublaðsins segir um viðkvæmar upplýsingar að ræða Jakob Bjarnar skrifar 20. ágúst 2019 13:08 Trausti Hafliðason og hans menn hafa staðið í ströngu undanfarnar vikurnar við að undirbúa, taka saman og birta upplýsingar um tekjur Íslendinga. Útgáfa Tekjublaðsins boðar komu veturs eins og lóan syngur inn sumarið. Alltaf í ágúst birtast upplýsingar frá skattstjóra um útsvarsskildar tekjur og hafa fjölmiðlar lengi gert sér mat úr því. Þar hefur Tekjublaðið verið í fylkingarbrjósti og hefur árum saman gefið út blöð sem byggja á þessum upplýsingum. Ritstjóri Viðskiptablaðsins og Tekjublaðs Frjálsrar verslunar er Trausti Hafliðason. Hann segir útgáfu blaðsins útheimta mikinn undirbúning. Trausti segir að þeir séu að vinna inn í tiltekið format sem liggi fyrir en það hljóti að hafa kostað ævintýralega mikla vinnu að koma því á koppinn. „Þú þarft að búa til lista með nöfnum samkvæmt tiltekinni kríteríu í ákveðnum flokkum. Þú þarft að afla þér upplýsinga um þetta fólk og bera saman við kennitölu, svo þú sért örugglega með rétta manneskju. Þeir eru margir Jónar Jónssynir í landinu. Svo eru þetta viðkvæmar upplýsingar þannig að það þarf að passa sig mjög vel.“Listamenn með félög um sínar tekjur Trausti segir að þeir séu með þar til gert exelskjal sem byggir á ákveðnum formúlum sem miðar við þessar uppgefnu útsvarstekjur. „Við reiknum út tekjur miðað við útsvar. Ef viðkomandi er að hækka mikið milli ára þá flaggar skjalið því, þá sjáum við það strax og förum aftur yfir allt slíkt. Til að baktryggja að við séum að fara með réttar upplýsingar, það þarf að slá ýmsa slíka varnagla. Ef menn eru komnir yfir ákveðna upphæð, þá flaggar skjalið því líka. Það gefur augaleið að í þessum tekjuupplýsingum, byggir á útsvarsskildum tekjum, þá endurspeglar það ekkert endilega föst laun viðkomandi einstaklings á ári,“ bendir Trausti á. Og segir að þarna inni í séu ekki laun fyrir ýmis aukastörf og hlunnindi; dagpeningar og bílastyrkir eru til að mynda ekki inni í þessu.Kári Stefánsson hækkaði gríðarlega í launum milli ára. Fór úr því að vera "aðeins" með 7,5 milljónir á mánuði í 27,5 milljónir. Og munar um minna.„Þetta þarf ekki endilega að gefa fullkomna mynd af tekjum. Svo eru ákveðnar starfstéttir þar sem menn eru með einhvern rekstur í félögum. Gott dæmi um það er Arnaldur Indriðason rithöfundur.“ Trausti segist ekki vita hversu algengt það er að listamenn séu með sérstök félög um sínar tekjur en líklega hafi margir þann háttinn á. „Og maður spyr sig til dæmis gagnvart fasteignasölum, sem er nýr flokkur hjá okkur og svo áhrifavaldar nýr flokkur hjá okkur líka. Miðað við hversu áberandi og þekktir þeir eru endurspegla launin það ekki endilega. Maður veltir því fyrir sér hvort þeir eru að fá laun annars staðar frá?“Ekkert sem kemur sérstaklega á óvart Blaðamenn Viðskiptablaðsins/Tekjublaðsins hafa nú verið að garfa í þessum málum undanfarna daga. Og því ekki úr vegi að spyrja Trausta hvort þarna sé eitthvað sem komi honum sérstaklega á óvart? Hann segir svo ekki vera. „Nei, ekkert sem kemur mér sérstaklega á óvart. Auðvitað var það athyglisvert að til dæmis Kári Stefánsson forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar skyldi hækka úr 7,5 milljón í 27,5 milli ára. En, það voru skýringar á því. Íslensk erfðagreining sendi tilkynningu um að hann hafi fengið greitt úr séreignasparnaði en það flokkast þá sem tekjur. En fullyrða að hann sé með sömu tekjur og áður.“Velgengni Arnaldur allt frá því hann skrifaði sína fyrstu glæpasögu, Syni duftsins 1997, hefur verið með ólíkindum. Hann er þó ekki með hæstu tekjurnar meðal rithöfunda heldur Óskar Magnússon. Á þessu eru ýmsar skýringar.EPA/QUIQUE GARCIATrausti segir að einnig veki háar tekur Jóns Björnssonar forstjóra hjá Festi athygli. „En, hann hætti störfum á árinu og þetta var uppgjör á kaupréttindum hans hjá félaginu. Sem útskýrir þau háu laun,“ segir Trausti og rekur nokkur sambærileg dæmi önnur.Skattsvikarar og annað fólk Upplýsingum úr Tekjublaðinu sem helst er slegið upp snúa vitaskuld að þeim sem hæstar hafa tekjurnar. Vellauðugum kóngum og drottningum. En, ekkert er ljós án skugga. Jafnframt vekja litlar sem engar tekjur athygli og er þá oft talað um vinnukonuútsvar í háði. Við vinnslu á Tekjublaðinu, var það þá svo að menn hnutu um eitthvað sem mátti augljóslega telja hrein og klár skattsvik? Er það algengt samkvæmt þessum upplýsingum? „Ég treysti mér ekki út á þá hálu braut,“ segir Trausti. Við höfum enga innistæðu til að tjá okkur um það. En, menn þurfa ekki annað en lesa blaðið og koma þá auga eitthvað sem kemur á óvart. Einhver forstjóri sem er nokkur hundruð þúsund krónur á mánuði, þá vekur það athygli. En á móti kemur þá þarf ekki að vera neitt óeðlilegt við það. Þetta getur verið með ýmsum móti. Hér eru að ræða útsvarskildar tekjur.“Einhver einarðasti andstæðingur þess að upplýsingar um tekjur séu birtar opinberlega er Björgvin Guðmundsson, fyrrverandi ritstjóri Viðskiptablaðsins.Trausti ítrekar þannig að þetta séu ekki upplýsingar sem draga megi of víðtækar og afgerandi ályktanir af.Deilir ekki einörðum skoðunum Björgvins Birting þessara upplýsinga eru umdeildar, ekki síst úr ranni frjálshyggjumanna sem eðli máls samkvæmt eru ekki síst markhópur Viðskiptablaðsins. Sá sem harðast hefur barist gegn því að þessar upplýsingar séu aðgengilegar, og kærði hann meðal annars vefinn tekjur.is til Persónuverndar fyrir birtingu á upplýsingum um tekjur, er Björgvin Guðmundsson framkvæmdastjóri KOM almannatengsla. Björgvin er fyrrverandi ritstjóri Viðskiptablaðsins. Hver er afstaða Trausta til þessa? Hann segist vera að sinna vinnu sinni en varðandi persónulega afstöðu sína segir hann: „Í prinsippinu hef ég ekki jafn sterkar skoðanir og fyrrum kollegi minn á birtingu þessara upplýsinga. Ef ég má orða það svo?“ Fjölmiðlar Skattar og tollar Tekjur Tengdar fréttir Óskar telst langtekjuhæsti listamaðurinn Bóndinn, rithöfundurinn, athafnamaðurinn, lögmaðurinn og formaður Landssamtaka landeigenda Óskar Magnússon telst tekjuhæsti listamaðurinn á Íslandi á síðasta ári. 20. ágúst 2019 11:00 Vargurinn tekjuhæsta samfélagsmiðlastjarnan Töluverður tekjumunur er innan raða íslenskra áhrifavalda, ef marka má Tekjublað Frjálsrar verslunar. 20. ágúst 2019 10:01 Tekjur Íslendinga: Jón með 28,3 milljónir á mánuði Jón Björnsson, fyrrverandi forstjóri Festar, er tekjuhæstur íslenskra forstjóra ef marka má tekjublað Frjálsrar verslunar sem kom út í dag. Samkvæmt útreikningum blaðsins nema mánaðarlaun Jóns á árinu 2018 28,363 milljónum króna. Næst launahæstur er forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, Kári Stefánsson með 27,514 milljónir á mánuði. 20. ágúst 2019 09:45 Tekjur Íslendinga: Katrín Tanja trónir enn á toppnum Crossfitstjarnan Katrín Tanja Davíðsdóttir, er tekjuhæsti íslenski íþróttamaðurinn annað árið í röð ef marka má tekjublað Frjálsrar verslunar sem kom út í dag. 20. ágúst 2019 10:30 Tekjur Íslendinga: Tekjur bankastjóra allt að 5,8 milljónir á mánuði Arnar Scheving Thorsteinsson fjármálastjóri er tekjuhæsti starfsmaður fjármálafyrirtækis árið 2018, samkvæmt útreikningum Tekjublaðs Frjálsrar verslunar. Í blaðinu er Arnar sagður hafa 9,590 milljónir króna í mánaðartekjur á síðasta ári. 20. ágúst 2019 12:36 Mest lesið Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Viðskipti innlent Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Viðskipti innlent Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Viðskipti innlent Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Viðskipti innlent Snjallsímar tróna enn á toppnum í jólakönnun ELKO Samstarf Spá hressilegri vaxtalækkun Viðskipti innlent Fleiri fréttir Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sjá meira
Útgáfa Tekjublaðsins boðar komu veturs eins og lóan syngur inn sumarið. Alltaf í ágúst birtast upplýsingar frá skattstjóra um útsvarsskildar tekjur og hafa fjölmiðlar lengi gert sér mat úr því. Þar hefur Tekjublaðið verið í fylkingarbrjósti og hefur árum saman gefið út blöð sem byggja á þessum upplýsingum. Ritstjóri Viðskiptablaðsins og Tekjublaðs Frjálsrar verslunar er Trausti Hafliðason. Hann segir útgáfu blaðsins útheimta mikinn undirbúning. Trausti segir að þeir séu að vinna inn í tiltekið format sem liggi fyrir en það hljóti að hafa kostað ævintýralega mikla vinnu að koma því á koppinn. „Þú þarft að búa til lista með nöfnum samkvæmt tiltekinni kríteríu í ákveðnum flokkum. Þú þarft að afla þér upplýsinga um þetta fólk og bera saman við kennitölu, svo þú sért örugglega með rétta manneskju. Þeir eru margir Jónar Jónssynir í landinu. Svo eru þetta viðkvæmar upplýsingar þannig að það þarf að passa sig mjög vel.“Listamenn með félög um sínar tekjur Trausti segir að þeir séu með þar til gert exelskjal sem byggir á ákveðnum formúlum sem miðar við þessar uppgefnu útsvarstekjur. „Við reiknum út tekjur miðað við útsvar. Ef viðkomandi er að hækka mikið milli ára þá flaggar skjalið því, þá sjáum við það strax og förum aftur yfir allt slíkt. Til að baktryggja að við séum að fara með réttar upplýsingar, það þarf að slá ýmsa slíka varnagla. Ef menn eru komnir yfir ákveðna upphæð, þá flaggar skjalið því líka. Það gefur augaleið að í þessum tekjuupplýsingum, byggir á útsvarsskildum tekjum, þá endurspeglar það ekkert endilega föst laun viðkomandi einstaklings á ári,“ bendir Trausti á. Og segir að þarna inni í séu ekki laun fyrir ýmis aukastörf og hlunnindi; dagpeningar og bílastyrkir eru til að mynda ekki inni í þessu.Kári Stefánsson hækkaði gríðarlega í launum milli ára. Fór úr því að vera "aðeins" með 7,5 milljónir á mánuði í 27,5 milljónir. Og munar um minna.„Þetta þarf ekki endilega að gefa fullkomna mynd af tekjum. Svo eru ákveðnar starfstéttir þar sem menn eru með einhvern rekstur í félögum. Gott dæmi um það er Arnaldur Indriðason rithöfundur.“ Trausti segist ekki vita hversu algengt það er að listamenn séu með sérstök félög um sínar tekjur en líklega hafi margir þann háttinn á. „Og maður spyr sig til dæmis gagnvart fasteignasölum, sem er nýr flokkur hjá okkur og svo áhrifavaldar nýr flokkur hjá okkur líka. Miðað við hversu áberandi og þekktir þeir eru endurspegla launin það ekki endilega. Maður veltir því fyrir sér hvort þeir eru að fá laun annars staðar frá?“Ekkert sem kemur sérstaklega á óvart Blaðamenn Viðskiptablaðsins/Tekjublaðsins hafa nú verið að garfa í þessum málum undanfarna daga. Og því ekki úr vegi að spyrja Trausta hvort þarna sé eitthvað sem komi honum sérstaklega á óvart? Hann segir svo ekki vera. „Nei, ekkert sem kemur mér sérstaklega á óvart. Auðvitað var það athyglisvert að til dæmis Kári Stefánsson forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar skyldi hækka úr 7,5 milljón í 27,5 milli ára. En, það voru skýringar á því. Íslensk erfðagreining sendi tilkynningu um að hann hafi fengið greitt úr séreignasparnaði en það flokkast þá sem tekjur. En fullyrða að hann sé með sömu tekjur og áður.“Velgengni Arnaldur allt frá því hann skrifaði sína fyrstu glæpasögu, Syni duftsins 1997, hefur verið með ólíkindum. Hann er þó ekki með hæstu tekjurnar meðal rithöfunda heldur Óskar Magnússon. Á þessu eru ýmsar skýringar.EPA/QUIQUE GARCIATrausti segir að einnig veki háar tekur Jóns Björnssonar forstjóra hjá Festi athygli. „En, hann hætti störfum á árinu og þetta var uppgjör á kaupréttindum hans hjá félaginu. Sem útskýrir þau háu laun,“ segir Trausti og rekur nokkur sambærileg dæmi önnur.Skattsvikarar og annað fólk Upplýsingum úr Tekjublaðinu sem helst er slegið upp snúa vitaskuld að þeim sem hæstar hafa tekjurnar. Vellauðugum kóngum og drottningum. En, ekkert er ljós án skugga. Jafnframt vekja litlar sem engar tekjur athygli og er þá oft talað um vinnukonuútsvar í háði. Við vinnslu á Tekjublaðinu, var það þá svo að menn hnutu um eitthvað sem mátti augljóslega telja hrein og klár skattsvik? Er það algengt samkvæmt þessum upplýsingum? „Ég treysti mér ekki út á þá hálu braut,“ segir Trausti. Við höfum enga innistæðu til að tjá okkur um það. En, menn þurfa ekki annað en lesa blaðið og koma þá auga eitthvað sem kemur á óvart. Einhver forstjóri sem er nokkur hundruð þúsund krónur á mánuði, þá vekur það athygli. En á móti kemur þá þarf ekki að vera neitt óeðlilegt við það. Þetta getur verið með ýmsum móti. Hér eru að ræða útsvarskildar tekjur.“Einhver einarðasti andstæðingur þess að upplýsingar um tekjur séu birtar opinberlega er Björgvin Guðmundsson, fyrrverandi ritstjóri Viðskiptablaðsins.Trausti ítrekar þannig að þetta séu ekki upplýsingar sem draga megi of víðtækar og afgerandi ályktanir af.Deilir ekki einörðum skoðunum Björgvins Birting þessara upplýsinga eru umdeildar, ekki síst úr ranni frjálshyggjumanna sem eðli máls samkvæmt eru ekki síst markhópur Viðskiptablaðsins. Sá sem harðast hefur barist gegn því að þessar upplýsingar séu aðgengilegar, og kærði hann meðal annars vefinn tekjur.is til Persónuverndar fyrir birtingu á upplýsingum um tekjur, er Björgvin Guðmundsson framkvæmdastjóri KOM almannatengsla. Björgvin er fyrrverandi ritstjóri Viðskiptablaðsins. Hver er afstaða Trausta til þessa? Hann segist vera að sinna vinnu sinni en varðandi persónulega afstöðu sína segir hann: „Í prinsippinu hef ég ekki jafn sterkar skoðanir og fyrrum kollegi minn á birtingu þessara upplýsinga. Ef ég má orða það svo?“
Fjölmiðlar Skattar og tollar Tekjur Tengdar fréttir Óskar telst langtekjuhæsti listamaðurinn Bóndinn, rithöfundurinn, athafnamaðurinn, lögmaðurinn og formaður Landssamtaka landeigenda Óskar Magnússon telst tekjuhæsti listamaðurinn á Íslandi á síðasta ári. 20. ágúst 2019 11:00 Vargurinn tekjuhæsta samfélagsmiðlastjarnan Töluverður tekjumunur er innan raða íslenskra áhrifavalda, ef marka má Tekjublað Frjálsrar verslunar. 20. ágúst 2019 10:01 Tekjur Íslendinga: Jón með 28,3 milljónir á mánuði Jón Björnsson, fyrrverandi forstjóri Festar, er tekjuhæstur íslenskra forstjóra ef marka má tekjublað Frjálsrar verslunar sem kom út í dag. Samkvæmt útreikningum blaðsins nema mánaðarlaun Jóns á árinu 2018 28,363 milljónum króna. Næst launahæstur er forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, Kári Stefánsson með 27,514 milljónir á mánuði. 20. ágúst 2019 09:45 Tekjur Íslendinga: Katrín Tanja trónir enn á toppnum Crossfitstjarnan Katrín Tanja Davíðsdóttir, er tekjuhæsti íslenski íþróttamaðurinn annað árið í röð ef marka má tekjublað Frjálsrar verslunar sem kom út í dag. 20. ágúst 2019 10:30 Tekjur Íslendinga: Tekjur bankastjóra allt að 5,8 milljónir á mánuði Arnar Scheving Thorsteinsson fjármálastjóri er tekjuhæsti starfsmaður fjármálafyrirtækis árið 2018, samkvæmt útreikningum Tekjublaðs Frjálsrar verslunar. Í blaðinu er Arnar sagður hafa 9,590 milljónir króna í mánaðartekjur á síðasta ári. 20. ágúst 2019 12:36 Mest lesið Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Viðskipti innlent Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Viðskipti innlent Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Viðskipti innlent Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Viðskipti innlent Snjallsímar tróna enn á toppnum í jólakönnun ELKO Samstarf Spá hressilegri vaxtalækkun Viðskipti innlent Fleiri fréttir Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sjá meira
Óskar telst langtekjuhæsti listamaðurinn Bóndinn, rithöfundurinn, athafnamaðurinn, lögmaðurinn og formaður Landssamtaka landeigenda Óskar Magnússon telst tekjuhæsti listamaðurinn á Íslandi á síðasta ári. 20. ágúst 2019 11:00
Vargurinn tekjuhæsta samfélagsmiðlastjarnan Töluverður tekjumunur er innan raða íslenskra áhrifavalda, ef marka má Tekjublað Frjálsrar verslunar. 20. ágúst 2019 10:01
Tekjur Íslendinga: Jón með 28,3 milljónir á mánuði Jón Björnsson, fyrrverandi forstjóri Festar, er tekjuhæstur íslenskra forstjóra ef marka má tekjublað Frjálsrar verslunar sem kom út í dag. Samkvæmt útreikningum blaðsins nema mánaðarlaun Jóns á árinu 2018 28,363 milljónum króna. Næst launahæstur er forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, Kári Stefánsson með 27,514 milljónir á mánuði. 20. ágúst 2019 09:45
Tekjur Íslendinga: Katrín Tanja trónir enn á toppnum Crossfitstjarnan Katrín Tanja Davíðsdóttir, er tekjuhæsti íslenski íþróttamaðurinn annað árið í röð ef marka má tekjublað Frjálsrar verslunar sem kom út í dag. 20. ágúst 2019 10:30
Tekjur Íslendinga: Tekjur bankastjóra allt að 5,8 milljónir á mánuði Arnar Scheving Thorsteinsson fjármálastjóri er tekjuhæsti starfsmaður fjármálafyrirtækis árið 2018, samkvæmt útreikningum Tekjublaðs Frjálsrar verslunar. Í blaðinu er Arnar sagður hafa 9,590 milljónir króna í mánaðartekjur á síðasta ári. 20. ágúst 2019 12:36