Ólíðandi brot Sighvatur Armundsson skrifar 20. ágúst 2019 10:00 Brot á réttindum launafólks á íslenskum vinnumarkaði eru staðreynd. Þetta hefur lengi legið fyrir og nýleg skýrsla Alþýðusambandsins ætti því ekki að þurfa að koma á óvart. Umfang og eðli brotanna er hins vegar sláandi. Samkvæmt tölum frá fjórum stórum aðildarfélögum ASÍ sem telja rúman helming allra félagsmanna sambandsins voru á síðasta ári gerðar 768 launakröfur að fjárhæð um 450 milljónir króna. Hafa ber í huga að hér er einungis um tilvik að ræða þar sem ábendingar stéttarfélaga um vangreidd laun hafa ekki borið árangur og formlegar launakröfur því verið lagðar fram. Það er hætt við að þessar tölur segi bara hálfa söguna því ekkert er vitað um þann fjölda sem brotið er á og leitar ekki réttar síns, annaðhvort af ótta við atvinnumissi eða einfaldlega vegna þess að viðkomandi þekkir ekki réttindi sín nægilega vel. Það kemur skýrt fram í gögnum ASÍ að viðkvæmustu hóparnir á vinnumarkaði, ungt fólk og erlendir ríkisborgarar, eru líklegastir til að verða fyrir brotum. Til að mynda var rúmur helmingur þessara launakrafna gerður vegna erlendra ríkisborgara sem eru um 26 prósent félagsmanna í umræddum stéttarfélögum og um 19 prósent alls vinnumarkaðarins. Samkvæmt spurningakönnun meðal erlendra félagsmanna ASÍ töldu 28 prósent sig hafa lent í því að hafa ekki fengið skriflegan ráðningarsamning á síðustu tólf mánuðum. Þetta hlutfall er auðvitað með hreinum ólíkindum en stemmir því miður við fyrri rannsóknir. Allt of stór hluti erlendra starfsmanna telur sig svo hafa orðið fyrir hinum ýmsu brotum á vinnumarkaði sem tengjast meðal annars vangreiddum launum, of fáum eða stuttum neysluhléum, sviknum frídögum og skorti á launaseðlum. Sem betur fer eru langflestir atvinnurekendur með sitt á hreinu og virða kjarasamninga. En eins og framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins bendir á er eitt brot einu broti of mikið. Það er bæði atvinnulífinu og verkalýðshreyfingunni til hagsbóta að útrýma þessum brotum en slíkt gerist ekki nema með góðri samvinnu þessara aðila. Málefni erlendra starfsmanna voru áberandi í kjarabaráttu síðastliðins vetrar. Þetta er hópur sem fram að því hafði haft fáa málsvara þrátt fyrir sífellda fjölgun. Nýrri forystu Eflingar tókst bæði að virkja þennan hóp og vekja athygli á slæmri stöðu hans. Skýrsla ASÍ sýnir svart á hvítu hversu mikilvæg sú barátta var. Í lífskjarasamningnum náðust einmitt fram ýmis framfaramál sem tengdust ekki launahækkunum. Aðilar vinnumarkaðarins og stjórnvöld náðu saman um mikilvægar aðgerðir til að taka á brotum á vinnumarkaði. Nauðsynlegt er að staðið verði við öll þau áform og að gengið verði hratt og örugglega til þeirra verka. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Sighvatur Arnmundsson Mest lesið Halldór 13.12.2025 Halldór Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson Skoðun Skoðun Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Glansmynd án innihalds Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson skrifar Skoðun Samvinna er eitt en samruni allt annað Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson skrifar Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson skrifar Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke skrifar Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann skrifar Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar Sjá meira
Brot á réttindum launafólks á íslenskum vinnumarkaði eru staðreynd. Þetta hefur lengi legið fyrir og nýleg skýrsla Alþýðusambandsins ætti því ekki að þurfa að koma á óvart. Umfang og eðli brotanna er hins vegar sláandi. Samkvæmt tölum frá fjórum stórum aðildarfélögum ASÍ sem telja rúman helming allra félagsmanna sambandsins voru á síðasta ári gerðar 768 launakröfur að fjárhæð um 450 milljónir króna. Hafa ber í huga að hér er einungis um tilvik að ræða þar sem ábendingar stéttarfélaga um vangreidd laun hafa ekki borið árangur og formlegar launakröfur því verið lagðar fram. Það er hætt við að þessar tölur segi bara hálfa söguna því ekkert er vitað um þann fjölda sem brotið er á og leitar ekki réttar síns, annaðhvort af ótta við atvinnumissi eða einfaldlega vegna þess að viðkomandi þekkir ekki réttindi sín nægilega vel. Það kemur skýrt fram í gögnum ASÍ að viðkvæmustu hóparnir á vinnumarkaði, ungt fólk og erlendir ríkisborgarar, eru líklegastir til að verða fyrir brotum. Til að mynda var rúmur helmingur þessara launakrafna gerður vegna erlendra ríkisborgara sem eru um 26 prósent félagsmanna í umræddum stéttarfélögum og um 19 prósent alls vinnumarkaðarins. Samkvæmt spurningakönnun meðal erlendra félagsmanna ASÍ töldu 28 prósent sig hafa lent í því að hafa ekki fengið skriflegan ráðningarsamning á síðustu tólf mánuðum. Þetta hlutfall er auðvitað með hreinum ólíkindum en stemmir því miður við fyrri rannsóknir. Allt of stór hluti erlendra starfsmanna telur sig svo hafa orðið fyrir hinum ýmsu brotum á vinnumarkaði sem tengjast meðal annars vangreiddum launum, of fáum eða stuttum neysluhléum, sviknum frídögum og skorti á launaseðlum. Sem betur fer eru langflestir atvinnurekendur með sitt á hreinu og virða kjarasamninga. En eins og framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins bendir á er eitt brot einu broti of mikið. Það er bæði atvinnulífinu og verkalýðshreyfingunni til hagsbóta að útrýma þessum brotum en slíkt gerist ekki nema með góðri samvinnu þessara aðila. Málefni erlendra starfsmanna voru áberandi í kjarabaráttu síðastliðins vetrar. Þetta er hópur sem fram að því hafði haft fáa málsvara þrátt fyrir sífellda fjölgun. Nýrri forystu Eflingar tókst bæði að virkja þennan hóp og vekja athygli á slæmri stöðu hans. Skýrsla ASÍ sýnir svart á hvítu hversu mikilvæg sú barátta var. Í lífskjarasamningnum náðust einmitt fram ýmis framfaramál sem tengdust ekki launahækkunum. Aðilar vinnumarkaðarins og stjórnvöld náðu saman um mikilvægar aðgerðir til að taka á brotum á vinnumarkaði. Nauðsynlegt er að staðið verði við öll þau áform og að gengið verði hratt og örugglega til þeirra verka.
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar
Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar
Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun