Samstaða um að mótmæla vígvæðingu á norðurslóðum Sylvía Hall skrifar 31. ágúst 2019 12:00 Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir flokkinn leggja áherslu á að vígvæðingu sé haldið utan við uppbyggingu á hernaðarmannvirkjum. Aðsend Á flokksráðsfundi Vinstri grænna sem fer nú fram á Hótel Skaftafelli í Öræfum var aukinni vígvæðingu í Norðurhöfum og á norðurslóðum mótmælt einróma. Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og formaður flokksins, segir það vera ljóst að flokkurinn hafi alltaf verið mótfallinn aukinni vígvæðingu á þessu svæði. Í ályktun flokksráðsins sem samþykkt var í hádeginu var kallað eftir pólitískri og almennri umræðu um aukin hernaðarleg umsvif á Suðurnesjum. Flokksráðið áréttaði að aukin vígvæðing stuðlaði að meiri ófriði og hafi einnig í för með sér stórt kolefnisfótspor, sem væri olía á eld þeirrar ógnar sem steðjar að heiminum vegna loftslagsbreytinga.Þingmenn sátu fyrir svörum á flokksráðsfundinum í morgun.AðsendHamfarahlýnun stærsta áskorunin „Okkar afstaða í þessum málum er sú að við leggjumst gegn allri vígvæðingu á norðurslóðum og höfum lagt mikla áherslu á það að þeim sé haldið utan við uppbyggingu á hernaðar- og varnarmannvirkjum. Það sama má auðvitað segja almennt um Norðurhöf þar sem við sjáum auðvitað mjög aukna umferð ýmiskonar farartækja sem eru í hernaðarlegum tilgangi,“ segir Katrín í samtali við fréttastofu. Loftslagsmálin og hamfarahlýnun af þeirra völdum voru einnig á dagskrá flokksráðsins og segir ráðið það vera brýnasta pólitíska verkefni samtímans að sporna við þeirri þróun og grípa til aðgerða. Aðgerðir gegn loftslagsbreytingum séu leiðarstefið í allri pólitískri stefnumótun Vinstri grænna samkvæmt ályktun flokksráðsins. Samhliða aðgerðum í loftslagsmálum ályktar flokksráðið að staðið verði vörð um velferð almennings og tryggt að aðgerðir gegn loftslagsbreytingum verði ekki til þess að auka á ójöfnuð heldur verði það gert með skýrri forgangsröðun í þágu velsældar og breyttri hugsun í ríkisrekstri.Frá flokksráðsfundinum í Öræfum.AðsendBrýnt að ljúka breytingum á lögum um jarðakaup Meðal þess sem flokksráðið kemur inn á í ályktun sinni eru breytingar á lögum og reglum um jarða- og fasteignaviðskipti hér á landi. Það sé nauðsynlegt að heimildir séu til staðar til að takmarka eignarhald og stýra auðlindanýtingu. „Í því samhengi er nauðsynlegt að samþykkt verði ákvæði um þjóðareign á auðlindum í stjórnarskrá,“ segir í ályktuninni. Í ályktun flokksráðs var einnig fagnað langþráðri friðlýsingu Jökulsár á Fjöllum, sem hefur verið baráttumál Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs frá upphafi. Í gær tilkynntu ritari flokksins og varaformaður, þau Edward Huijbens og Elín Oddný Sigurðardóttir, að þau myndu ekki gefa kost á sér til endurkjörs. Það verður því breyting í forystu flokksins á komandi landsfundi í október. Flokksráðsfundi lýkur nú síðdegis með göngu um þjóðgarðinn í Skaftafelli undir leiðsögn staðkunnugra flokksráðsfulltrúa. Jarðakaup útlendinga Loftslagsmál Norðurslóðir Vinstri græn Tengdar fréttir Katrín segir ekki gaman í pólitík nema tekin sé áhætta Formaður Vinstri grænna og forsætisráðherra segir það hafa verið áhættu að ganga til stjórnarsamstarfs við Sjálfstæðisflokkinn en það sé ekki gaman í stjórnmálum nema tekin sé áhætta. 8. febrúar 2019 13:15 Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Sjá meira
Á flokksráðsfundi Vinstri grænna sem fer nú fram á Hótel Skaftafelli í Öræfum var aukinni vígvæðingu í Norðurhöfum og á norðurslóðum mótmælt einróma. Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og formaður flokksins, segir það vera ljóst að flokkurinn hafi alltaf verið mótfallinn aukinni vígvæðingu á þessu svæði. Í ályktun flokksráðsins sem samþykkt var í hádeginu var kallað eftir pólitískri og almennri umræðu um aukin hernaðarleg umsvif á Suðurnesjum. Flokksráðið áréttaði að aukin vígvæðing stuðlaði að meiri ófriði og hafi einnig í för með sér stórt kolefnisfótspor, sem væri olía á eld þeirrar ógnar sem steðjar að heiminum vegna loftslagsbreytinga.Þingmenn sátu fyrir svörum á flokksráðsfundinum í morgun.AðsendHamfarahlýnun stærsta áskorunin „Okkar afstaða í þessum málum er sú að við leggjumst gegn allri vígvæðingu á norðurslóðum og höfum lagt mikla áherslu á það að þeim sé haldið utan við uppbyggingu á hernaðar- og varnarmannvirkjum. Það sama má auðvitað segja almennt um Norðurhöf þar sem við sjáum auðvitað mjög aukna umferð ýmiskonar farartækja sem eru í hernaðarlegum tilgangi,“ segir Katrín í samtali við fréttastofu. Loftslagsmálin og hamfarahlýnun af þeirra völdum voru einnig á dagskrá flokksráðsins og segir ráðið það vera brýnasta pólitíska verkefni samtímans að sporna við þeirri þróun og grípa til aðgerða. Aðgerðir gegn loftslagsbreytingum séu leiðarstefið í allri pólitískri stefnumótun Vinstri grænna samkvæmt ályktun flokksráðsins. Samhliða aðgerðum í loftslagsmálum ályktar flokksráðið að staðið verði vörð um velferð almennings og tryggt að aðgerðir gegn loftslagsbreytingum verði ekki til þess að auka á ójöfnuð heldur verði það gert með skýrri forgangsröðun í þágu velsældar og breyttri hugsun í ríkisrekstri.Frá flokksráðsfundinum í Öræfum.AðsendBrýnt að ljúka breytingum á lögum um jarðakaup Meðal þess sem flokksráðið kemur inn á í ályktun sinni eru breytingar á lögum og reglum um jarða- og fasteignaviðskipti hér á landi. Það sé nauðsynlegt að heimildir séu til staðar til að takmarka eignarhald og stýra auðlindanýtingu. „Í því samhengi er nauðsynlegt að samþykkt verði ákvæði um þjóðareign á auðlindum í stjórnarskrá,“ segir í ályktuninni. Í ályktun flokksráðs var einnig fagnað langþráðri friðlýsingu Jökulsár á Fjöllum, sem hefur verið baráttumál Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs frá upphafi. Í gær tilkynntu ritari flokksins og varaformaður, þau Edward Huijbens og Elín Oddný Sigurðardóttir, að þau myndu ekki gefa kost á sér til endurkjörs. Það verður því breyting í forystu flokksins á komandi landsfundi í október. Flokksráðsfundi lýkur nú síðdegis með göngu um þjóðgarðinn í Skaftafelli undir leiðsögn staðkunnugra flokksráðsfulltrúa.
Jarðakaup útlendinga Loftslagsmál Norðurslóðir Vinstri græn Tengdar fréttir Katrín segir ekki gaman í pólitík nema tekin sé áhætta Formaður Vinstri grænna og forsætisráðherra segir það hafa verið áhættu að ganga til stjórnarsamstarfs við Sjálfstæðisflokkinn en það sé ekki gaman í stjórnmálum nema tekin sé áhætta. 8. febrúar 2019 13:15 Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Sjá meira
Katrín segir ekki gaman í pólitík nema tekin sé áhætta Formaður Vinstri grænna og forsætisráðherra segir það hafa verið áhættu að ganga til stjórnarsamstarfs við Sjálfstæðisflokkinn en það sé ekki gaman í stjórnmálum nema tekin sé áhætta. 8. febrúar 2019 13:15