Samstaða um að mótmæla vígvæðingu á norðurslóðum Sylvía Hall skrifar 31. ágúst 2019 12:00 Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir flokkinn leggja áherslu á að vígvæðingu sé haldið utan við uppbyggingu á hernaðarmannvirkjum. Aðsend Á flokksráðsfundi Vinstri grænna sem fer nú fram á Hótel Skaftafelli í Öræfum var aukinni vígvæðingu í Norðurhöfum og á norðurslóðum mótmælt einróma. Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og formaður flokksins, segir það vera ljóst að flokkurinn hafi alltaf verið mótfallinn aukinni vígvæðingu á þessu svæði. Í ályktun flokksráðsins sem samþykkt var í hádeginu var kallað eftir pólitískri og almennri umræðu um aukin hernaðarleg umsvif á Suðurnesjum. Flokksráðið áréttaði að aukin vígvæðing stuðlaði að meiri ófriði og hafi einnig í för með sér stórt kolefnisfótspor, sem væri olía á eld þeirrar ógnar sem steðjar að heiminum vegna loftslagsbreytinga.Þingmenn sátu fyrir svörum á flokksráðsfundinum í morgun.AðsendHamfarahlýnun stærsta áskorunin „Okkar afstaða í þessum málum er sú að við leggjumst gegn allri vígvæðingu á norðurslóðum og höfum lagt mikla áherslu á það að þeim sé haldið utan við uppbyggingu á hernaðar- og varnarmannvirkjum. Það sama má auðvitað segja almennt um Norðurhöf þar sem við sjáum auðvitað mjög aukna umferð ýmiskonar farartækja sem eru í hernaðarlegum tilgangi,“ segir Katrín í samtali við fréttastofu. Loftslagsmálin og hamfarahlýnun af þeirra völdum voru einnig á dagskrá flokksráðsins og segir ráðið það vera brýnasta pólitíska verkefni samtímans að sporna við þeirri þróun og grípa til aðgerða. Aðgerðir gegn loftslagsbreytingum séu leiðarstefið í allri pólitískri stefnumótun Vinstri grænna samkvæmt ályktun flokksráðsins. Samhliða aðgerðum í loftslagsmálum ályktar flokksráðið að staðið verði vörð um velferð almennings og tryggt að aðgerðir gegn loftslagsbreytingum verði ekki til þess að auka á ójöfnuð heldur verði það gert með skýrri forgangsröðun í þágu velsældar og breyttri hugsun í ríkisrekstri.Frá flokksráðsfundinum í Öræfum.AðsendBrýnt að ljúka breytingum á lögum um jarðakaup Meðal þess sem flokksráðið kemur inn á í ályktun sinni eru breytingar á lögum og reglum um jarða- og fasteignaviðskipti hér á landi. Það sé nauðsynlegt að heimildir séu til staðar til að takmarka eignarhald og stýra auðlindanýtingu. „Í því samhengi er nauðsynlegt að samþykkt verði ákvæði um þjóðareign á auðlindum í stjórnarskrá,“ segir í ályktuninni. Í ályktun flokksráðs var einnig fagnað langþráðri friðlýsingu Jökulsár á Fjöllum, sem hefur verið baráttumál Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs frá upphafi. Í gær tilkynntu ritari flokksins og varaformaður, þau Edward Huijbens og Elín Oddný Sigurðardóttir, að þau myndu ekki gefa kost á sér til endurkjörs. Það verður því breyting í forystu flokksins á komandi landsfundi í október. Flokksráðsfundi lýkur nú síðdegis með göngu um þjóðgarðinn í Skaftafelli undir leiðsögn staðkunnugra flokksráðsfulltrúa. Jarðakaup útlendinga Loftslagsmál Norðurslóðir Vinstri græn Tengdar fréttir Katrín segir ekki gaman í pólitík nema tekin sé áhætta Formaður Vinstri grænna og forsætisráðherra segir það hafa verið áhættu að ganga til stjórnarsamstarfs við Sjálfstæðisflokkinn en það sé ekki gaman í stjórnmálum nema tekin sé áhætta. 8. febrúar 2019 13:15 Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Stofna ný samtök gegn ESB aðild Innlent Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Erlent Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Erlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Innlent Fleiri fréttir Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Sjá meira
Á flokksráðsfundi Vinstri grænna sem fer nú fram á Hótel Skaftafelli í Öræfum var aukinni vígvæðingu í Norðurhöfum og á norðurslóðum mótmælt einróma. Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og formaður flokksins, segir það vera ljóst að flokkurinn hafi alltaf verið mótfallinn aukinni vígvæðingu á þessu svæði. Í ályktun flokksráðsins sem samþykkt var í hádeginu var kallað eftir pólitískri og almennri umræðu um aukin hernaðarleg umsvif á Suðurnesjum. Flokksráðið áréttaði að aukin vígvæðing stuðlaði að meiri ófriði og hafi einnig í för með sér stórt kolefnisfótspor, sem væri olía á eld þeirrar ógnar sem steðjar að heiminum vegna loftslagsbreytinga.Þingmenn sátu fyrir svörum á flokksráðsfundinum í morgun.AðsendHamfarahlýnun stærsta áskorunin „Okkar afstaða í þessum málum er sú að við leggjumst gegn allri vígvæðingu á norðurslóðum og höfum lagt mikla áherslu á það að þeim sé haldið utan við uppbyggingu á hernaðar- og varnarmannvirkjum. Það sama má auðvitað segja almennt um Norðurhöf þar sem við sjáum auðvitað mjög aukna umferð ýmiskonar farartækja sem eru í hernaðarlegum tilgangi,“ segir Katrín í samtali við fréttastofu. Loftslagsmálin og hamfarahlýnun af þeirra völdum voru einnig á dagskrá flokksráðsins og segir ráðið það vera brýnasta pólitíska verkefni samtímans að sporna við þeirri þróun og grípa til aðgerða. Aðgerðir gegn loftslagsbreytingum séu leiðarstefið í allri pólitískri stefnumótun Vinstri grænna samkvæmt ályktun flokksráðsins. Samhliða aðgerðum í loftslagsmálum ályktar flokksráðið að staðið verði vörð um velferð almennings og tryggt að aðgerðir gegn loftslagsbreytingum verði ekki til þess að auka á ójöfnuð heldur verði það gert með skýrri forgangsröðun í þágu velsældar og breyttri hugsun í ríkisrekstri.Frá flokksráðsfundinum í Öræfum.AðsendBrýnt að ljúka breytingum á lögum um jarðakaup Meðal þess sem flokksráðið kemur inn á í ályktun sinni eru breytingar á lögum og reglum um jarða- og fasteignaviðskipti hér á landi. Það sé nauðsynlegt að heimildir séu til staðar til að takmarka eignarhald og stýra auðlindanýtingu. „Í því samhengi er nauðsynlegt að samþykkt verði ákvæði um þjóðareign á auðlindum í stjórnarskrá,“ segir í ályktuninni. Í ályktun flokksráðs var einnig fagnað langþráðri friðlýsingu Jökulsár á Fjöllum, sem hefur verið baráttumál Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs frá upphafi. Í gær tilkynntu ritari flokksins og varaformaður, þau Edward Huijbens og Elín Oddný Sigurðardóttir, að þau myndu ekki gefa kost á sér til endurkjörs. Það verður því breyting í forystu flokksins á komandi landsfundi í október. Flokksráðsfundi lýkur nú síðdegis með göngu um þjóðgarðinn í Skaftafelli undir leiðsögn staðkunnugra flokksráðsfulltrúa.
Jarðakaup útlendinga Loftslagsmál Norðurslóðir Vinstri græn Tengdar fréttir Katrín segir ekki gaman í pólitík nema tekin sé áhætta Formaður Vinstri grænna og forsætisráðherra segir það hafa verið áhættu að ganga til stjórnarsamstarfs við Sjálfstæðisflokkinn en það sé ekki gaman í stjórnmálum nema tekin sé áhætta. 8. febrúar 2019 13:15 Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Stofna ný samtök gegn ESB aðild Innlent Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Erlent Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Erlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Innlent Fleiri fréttir Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Sjá meira
Katrín segir ekki gaman í pólitík nema tekin sé áhætta Formaður Vinstri grænna og forsætisráðherra segir það hafa verið áhættu að ganga til stjórnarsamstarfs við Sjálfstæðisflokkinn en það sé ekki gaman í stjórnmálum nema tekin sé áhætta. 8. febrúar 2019 13:15