Öfgahópar gætu sprottið upp í Líbíu Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 31. ágúst 2019 07:30 Hermaður úr liði hinnar alþjóðlega samþykktu ríkisstjórnar sést hér munda riffilinn sinn. Nordicphotos/AFP Borgarastyrjöldin í Líbíu gæti leitt til þess að hryðjuverkasamtök á svæðinu vaxi og dafni og ný samtök gætu sprottið upp sömuleiðis vegna óreiðunnar sem ríkir í landinu. Þetta sagði Stephen Townsend, hershöfðingi og einn æðstu manna bandaríska hersins í Afríku, við Military Times í vikunni. Að hans sögn er fyrsta forgangsatriði Bandaríkjamanna að fyrirbyggja slíkt í samstarfi við hina alþjóðlega viðurkenndu ríkisstjórn landsins. „Átökin í Líbíu eru vel til þess fallin að veita hryðjuverkasamtökum í landinu aukið súrefni. Þetta er ástand sem við fylgjumst afar vel með. Samstarf í málinu hefur aukist og við vinnum saman að pólitískri lausn. Óreiðan gerir það að verkum að það er auðveldara fyrir hryðjuverkasamtök að sækja sér liðsstyrk, þjálfa og komast af,“ sagði Chris Karns, upplýsingafulltrúi bandaríska hersins í Afríku, og bætti við að gögn sem Bandaríkjamenn hafa undir höndum sýndu fram á að þetta væri raunin. Vargöld hefur verið í Líbíu allt frá því í febrúar 2011 þegar hið svokallaða arabíska vor braust út. Þá kom til átaka á milli uppreisnarmanna og líbíska hersins, sem studdi enn Muammar Gaddafi einræðisherra. Gaddafi var felldur í október sama ár og ný ríkisstjórn lýsti Líbíu frelsaða. En ekkert varð af frelsun og friði. Hin nýja bráðabirgðastjórn vék fyrir svokölluðu Þjóðarráði (GNC) sem sat svo lengur en umboð þess gerði ráð fyrir. Khalifa Haftar hershöfðingi og leiðtogi Líbíska þjóðarhersins gerði uppreisn í maí 2014. Hæstiréttur úrskurðaði í kjölfarið að Ahmed Maiteg væri ólöglegur forsætisráðherra, nýtt þing var kjörið og þá kom til átaka á milli fylgismanna hins nýja þings og stuðningsmanna Þjóðarráðsstjórnarinnar. Það var ekki fyrr en í mars 2016 sem ný, alþjóðlega viðurkennd ríkisstjórn, kom til Trípólí í boði Sameinuðu þjóðanna. Haftar og stuðningsfólk hans, með höfuðstöðvar sínar í Tobruk, styðja ríkisstjórnina ekki og hafa allar götur síðan sótt stíft að Trípólí-stjórninni. Í dag heldur Tobruk-stjórnin langstærstum hluta landsins og sækir enn í dag að Trípólí og Sirte. Þá er ótalinn hlutur hryðjuverkasamtakanna sem kenna sig við íslamskt ríki (ISIS) í styrjöldinni. ISIS heldur ekki miklu landsvæði í Líbíu en hefur gert fjölda hryðjuverkaárása. Birtist í Fréttablaðinu Líbía Mest lesið „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Erlent „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ Innlent Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Innlent Örlög Bayrou ráðast 8. september Erlent Skjálfti við Húsavík Innlent „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent Alvarlegt hversu mörg börn skortir samkennd Innlent Fleiri fréttir Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Sjá meira
Borgarastyrjöldin í Líbíu gæti leitt til þess að hryðjuverkasamtök á svæðinu vaxi og dafni og ný samtök gætu sprottið upp sömuleiðis vegna óreiðunnar sem ríkir í landinu. Þetta sagði Stephen Townsend, hershöfðingi og einn æðstu manna bandaríska hersins í Afríku, við Military Times í vikunni. Að hans sögn er fyrsta forgangsatriði Bandaríkjamanna að fyrirbyggja slíkt í samstarfi við hina alþjóðlega viðurkenndu ríkisstjórn landsins. „Átökin í Líbíu eru vel til þess fallin að veita hryðjuverkasamtökum í landinu aukið súrefni. Þetta er ástand sem við fylgjumst afar vel með. Samstarf í málinu hefur aukist og við vinnum saman að pólitískri lausn. Óreiðan gerir það að verkum að það er auðveldara fyrir hryðjuverkasamtök að sækja sér liðsstyrk, þjálfa og komast af,“ sagði Chris Karns, upplýsingafulltrúi bandaríska hersins í Afríku, og bætti við að gögn sem Bandaríkjamenn hafa undir höndum sýndu fram á að þetta væri raunin. Vargöld hefur verið í Líbíu allt frá því í febrúar 2011 þegar hið svokallaða arabíska vor braust út. Þá kom til átaka á milli uppreisnarmanna og líbíska hersins, sem studdi enn Muammar Gaddafi einræðisherra. Gaddafi var felldur í október sama ár og ný ríkisstjórn lýsti Líbíu frelsaða. En ekkert varð af frelsun og friði. Hin nýja bráðabirgðastjórn vék fyrir svokölluðu Þjóðarráði (GNC) sem sat svo lengur en umboð þess gerði ráð fyrir. Khalifa Haftar hershöfðingi og leiðtogi Líbíska þjóðarhersins gerði uppreisn í maí 2014. Hæstiréttur úrskurðaði í kjölfarið að Ahmed Maiteg væri ólöglegur forsætisráðherra, nýtt þing var kjörið og þá kom til átaka á milli fylgismanna hins nýja þings og stuðningsmanna Þjóðarráðsstjórnarinnar. Það var ekki fyrr en í mars 2016 sem ný, alþjóðlega viðurkennd ríkisstjórn, kom til Trípólí í boði Sameinuðu þjóðanna. Haftar og stuðningsfólk hans, með höfuðstöðvar sínar í Tobruk, styðja ríkisstjórnina ekki og hafa allar götur síðan sótt stíft að Trípólí-stjórninni. Í dag heldur Tobruk-stjórnin langstærstum hluta landsins og sækir enn í dag að Trípólí og Sirte. Þá er ótalinn hlutur hryðjuverkasamtakanna sem kenna sig við íslamskt ríki (ISIS) í styrjöldinni. ISIS heldur ekki miklu landsvæði í Líbíu en hefur gert fjölda hryðjuverkaárása.
Birtist í Fréttablaðinu Líbía Mest lesið „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Erlent „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ Innlent Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Innlent Örlög Bayrou ráðast 8. september Erlent Skjálfti við Húsavík Innlent „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent Alvarlegt hversu mörg börn skortir samkennd Innlent Fleiri fréttir Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Sjá meira