Konan sem fæddi barn ein og óstudd í fangaklefa höfðar mál Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 31. ágúst 2019 00:03 Sanchez segir að sex klukkutímar hefðu liðið frá því hún sagði fangelsisverði að hún væri með hríðarverki og þar til hún fæddi barnið sitt ein og óstudd í fangaklefa. Diana Sanchez sem neyddist til að fæða barnið sitt einsömul í fangaklefa í Denver hefur nú höfðað mál gegn borgar- og lögregluyfirvöldum í Denver í Bandaríkjunum. Hún krefst þess að henni verði greiddar skaðabætur og að fangelsismálayfirvöld geri algjöra stefnubreytingu á viðhorfi í garð barnshafandi fanga. Sanchez vaknaði snemma um morguninn 31. júlí 2018 vegna óþæginda. Þegar hún snæddi morgunverð fór hún að finna fyrir samdráttarverkjum. Fimm tímum síðar missti hún vatnið. Þrátt fyrir að hennar helsta ósk væri að komast á spítala var henni ekki leyft það. Sanchez segir að sex klukkutímar hefðu liðið frá því hún sagði fangelsisverði að hún væri með hríðarverki og þar til hún fæddi barnið sitt ein og óstudd í fangaklefa. Mari Newman, lögmaður Sanchez, segir í samtali við CNN að upplifun umbjóðanda síns hefði verið virkilega óhugnanleg. Newman segir að Sanchez sé fyrst og fremst að leitast eftir því að svona nokkuð muni aldrei gerast aftur. Þrátt fyrir sannanir á myndbandsupptökum neitar lögreglustjóri umdæmisins að starfsfólkið hefði gert neitt rangt. Þrátt fyrir fullyrðingarnar varð atvikið þó til þess að verklagi um barnshafandi fanga hefur verið breytt. Myndefni úr eftirlitsmyndavélum innan úr klefa Sanchez sýnir hana fyrst kalla eftir aðstoð klukkan 6:30. Þá sést hún ítrekað banka á dyr klefans klukkan 09:43 til að reyna að ná athygli fangelsisvarða. Korteri síðar sést fangavörður rétta Sanchez eins konar bómullargrisju sem Sanchez breiddi yfir rúmið sitt. Því næst klæddi hún sig úr buxunum og kom sér fyrir í rúminu sínu. Þrjátíu mínútum síðar sést Sanchez engjast sundur saman af kvölum og litlu seinna var hún farin að ofanda. Hún klæddi sig úr næbuxunum og gerði sig líklega til að taka á móti barninu. Skyndilega birtist fangavörður í dyragættinni en hann gerði þó ekkert til að hjálpa henni. Sanchez lagðist á aðra hliðina og fæddi drenginn sinn alveg sjálf. Stuttu síðar kemur hjúkrunarfræðingur inn í klefann og virtist hissa á að barn væri komið í heiminn. Sanchez kvartaði til fangelsismálayfirvalda og sagðist hafa minnst átta sinnum beðið um að hringt yrði á sjúkrabíl þennan morgun. Fangaverðirnir hringdu þó ekki á sjúkrabíl fyrr en hún var búin að fæða barnið en í skjölum kemur fram að starfsfólkið hefði hringt eftir sjúkrabíl en tekið fram að ekki væri um neyð að ræða. „Ég var svo umkomulaus. Enginn hjálpaði mér. Það voru margir þarna fyrir utan en samt gerði enginn neitt til að hjálpa. Sársaukinn – hann var bara ólýsanlegur en það sem var sárast var staðreyndin að öllum var sama,“ sagði Sanchez í samtali við CNN stuttu eftir atvikið. Bandaríkin Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Innlent Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Innlent Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Innlent Fleiri fréttir Yfirvöld sögð rukka háar fjárhæðir fyrir afhendingu líka mótmælenda Fyrrverandi forseti dæmdur í fimm ára fangelsi „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Sjá meira
Diana Sanchez sem neyddist til að fæða barnið sitt einsömul í fangaklefa í Denver hefur nú höfðað mál gegn borgar- og lögregluyfirvöldum í Denver í Bandaríkjunum. Hún krefst þess að henni verði greiddar skaðabætur og að fangelsismálayfirvöld geri algjöra stefnubreytingu á viðhorfi í garð barnshafandi fanga. Sanchez vaknaði snemma um morguninn 31. júlí 2018 vegna óþæginda. Þegar hún snæddi morgunverð fór hún að finna fyrir samdráttarverkjum. Fimm tímum síðar missti hún vatnið. Þrátt fyrir að hennar helsta ósk væri að komast á spítala var henni ekki leyft það. Sanchez segir að sex klukkutímar hefðu liðið frá því hún sagði fangelsisverði að hún væri með hríðarverki og þar til hún fæddi barnið sitt ein og óstudd í fangaklefa. Mari Newman, lögmaður Sanchez, segir í samtali við CNN að upplifun umbjóðanda síns hefði verið virkilega óhugnanleg. Newman segir að Sanchez sé fyrst og fremst að leitast eftir því að svona nokkuð muni aldrei gerast aftur. Þrátt fyrir sannanir á myndbandsupptökum neitar lögreglustjóri umdæmisins að starfsfólkið hefði gert neitt rangt. Þrátt fyrir fullyrðingarnar varð atvikið þó til þess að verklagi um barnshafandi fanga hefur verið breytt. Myndefni úr eftirlitsmyndavélum innan úr klefa Sanchez sýnir hana fyrst kalla eftir aðstoð klukkan 6:30. Þá sést hún ítrekað banka á dyr klefans klukkan 09:43 til að reyna að ná athygli fangelsisvarða. Korteri síðar sést fangavörður rétta Sanchez eins konar bómullargrisju sem Sanchez breiddi yfir rúmið sitt. Því næst klæddi hún sig úr buxunum og kom sér fyrir í rúminu sínu. Þrjátíu mínútum síðar sést Sanchez engjast sundur saman af kvölum og litlu seinna var hún farin að ofanda. Hún klæddi sig úr næbuxunum og gerði sig líklega til að taka á móti barninu. Skyndilega birtist fangavörður í dyragættinni en hann gerði þó ekkert til að hjálpa henni. Sanchez lagðist á aðra hliðina og fæddi drenginn sinn alveg sjálf. Stuttu síðar kemur hjúkrunarfræðingur inn í klefann og virtist hissa á að barn væri komið í heiminn. Sanchez kvartaði til fangelsismálayfirvalda og sagðist hafa minnst átta sinnum beðið um að hringt yrði á sjúkrabíl þennan morgun. Fangaverðirnir hringdu þó ekki á sjúkrabíl fyrr en hún var búin að fæða barnið en í skjölum kemur fram að starfsfólkið hefði hringt eftir sjúkrabíl en tekið fram að ekki væri um neyð að ræða. „Ég var svo umkomulaus. Enginn hjálpaði mér. Það voru margir þarna fyrir utan en samt gerði enginn neitt til að hjálpa. Sársaukinn – hann var bara ólýsanlegur en það sem var sárast var staðreyndin að öllum var sama,“ sagði Sanchez í samtali við CNN stuttu eftir atvikið.
Bandaríkin Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Innlent Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Innlent Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Innlent Fleiri fréttir Yfirvöld sögð rukka háar fjárhæðir fyrir afhendingu líka mótmælenda Fyrrverandi forseti dæmdur í fimm ára fangelsi „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Sjá meira
Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent
Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent