Hvetur konur til að nota hormónin ekki lengur en í ár Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 30. ágúst 2019 20:00 Sterk tengsl eru á milli notkunar tíðarhvarfahormóna og brjóstakrabbameins samkvæmt nýrri rannsókn. Framkvæmdastjóri Krabbameinsskrár brýnir fyrir konum að nota hormónin ekki lengur en í ár en konur sem tóku hormónablöndur í þrjú ár að meðaltali voru í sextíu prósent meiri hættu á að fá brjóstakrabbamein. Rannsókninni er stýrt af hópi við Oxford háskóla og er hún samantekt á fjölda rannsókna víðs vegar úr heiminum þar sem byggt er á yfir hundrað þúsund krabbameinstilfellum, en Ísland tók þátt í rannsókninni. „Hún er þá afgerandi sýnist mér varðandi að tíðahvarfahormón tengist talsvert hækkaðri áhættu á brjóstakrabbameini og sérstakllega því mun lengur sem maður tekur hormónana,“ sagði Laufey Tryggvadóttir, framkvæmdastjóri Krabbameinsskrár. Engin hækkuð áhætta er ef konur taka tíðahvarfarhormónin í eitt ár eða skemur. Laufey segir því mikilvægt að konur hætti á lyfinu eftir árs notkun. Ef lyfið er tekið í eitt til fjögur ár er 60% áhættuaukningin á brjóstakrabbameini. „Og taka í fimm til fjórtán ár tengist tvöfaldri áhættu og þetta er á aldri þar sem konur eru komnar í talsverða brjóstakrabbameinsáhættu,“ sagði Laufey. Tíðahvarfahormón er lyf sem konur geta tekið inn til að vinna bug á einkennum sem fylgja breytingaraldrinum en einkennin eru hitakóf, þreyta og svefntruflanir. Laufey segir önnur hormónalyf, á borð við getnaðarvörnina pilluna, ekki með eins sterk tengsl við krabbamein. „Það hefur líka verið mjög mikið rannsakað því það taka lang flestar konur pilluna en það er miklu minna aukin áhætta þar hún hefur svolítil áhrif en ekki nærri því eins mikil áhrif og tíðahvarfahormónin hafa svo menn hafa ekki verið að mæla gegn því að nota pilluna,“ sagði Laufey. Heilbrigðismál Mest lesið Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Innlent Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Jónína vill taka við af Ásmundi Einari Innlent Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Fyrsta haustlægðin mætt til landsins Veður Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Fleiri fréttir Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd Sjá meira
Sterk tengsl eru á milli notkunar tíðarhvarfahormóna og brjóstakrabbameins samkvæmt nýrri rannsókn. Framkvæmdastjóri Krabbameinsskrár brýnir fyrir konum að nota hormónin ekki lengur en í ár en konur sem tóku hormónablöndur í þrjú ár að meðaltali voru í sextíu prósent meiri hættu á að fá brjóstakrabbamein. Rannsókninni er stýrt af hópi við Oxford háskóla og er hún samantekt á fjölda rannsókna víðs vegar úr heiminum þar sem byggt er á yfir hundrað þúsund krabbameinstilfellum, en Ísland tók þátt í rannsókninni. „Hún er þá afgerandi sýnist mér varðandi að tíðahvarfahormón tengist talsvert hækkaðri áhættu á brjóstakrabbameini og sérstakllega því mun lengur sem maður tekur hormónana,“ sagði Laufey Tryggvadóttir, framkvæmdastjóri Krabbameinsskrár. Engin hækkuð áhætta er ef konur taka tíðahvarfarhormónin í eitt ár eða skemur. Laufey segir því mikilvægt að konur hætti á lyfinu eftir árs notkun. Ef lyfið er tekið í eitt til fjögur ár er 60% áhættuaukningin á brjóstakrabbameini. „Og taka í fimm til fjórtán ár tengist tvöfaldri áhættu og þetta er á aldri þar sem konur eru komnar í talsverða brjóstakrabbameinsáhættu,“ sagði Laufey. Tíðahvarfahormón er lyf sem konur geta tekið inn til að vinna bug á einkennum sem fylgja breytingaraldrinum en einkennin eru hitakóf, þreyta og svefntruflanir. Laufey segir önnur hormónalyf, á borð við getnaðarvörnina pilluna, ekki með eins sterk tengsl við krabbamein. „Það hefur líka verið mjög mikið rannsakað því það taka lang flestar konur pilluna en það er miklu minna aukin áhætta þar hún hefur svolítil áhrif en ekki nærri því eins mikil áhrif og tíðahvarfahormónin hafa svo menn hafa ekki verið að mæla gegn því að nota pilluna,“ sagði Laufey.
Heilbrigðismál Mest lesið Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Innlent Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Jónína vill taka við af Ásmundi Einari Innlent Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Fyrsta haustlægðin mætt til landsins Veður Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Fleiri fréttir Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd Sjá meira