Tollvörður varð fyrir eitrun við skoðun á hraðsendingu Jóhann K. Jóhannsson skrifar 30. ágúst 2019 18:30 Tollvörður hjá Tollgæslunni þurfti að leita á slysadeild til aðhlynningar eftir að hafa orðið fyrir áhrifum eitrunar af hreinum nikótínvökva sem reynt var að smygla til landsins. Aðstoðaryfirtollvörður segir að það sé nokkuð algengt að reynt sé að smygla slíkum vökva til landsins og að hann sé ekki í viðurkenndum umbúðum, sem auki á hættu. Málið kom upp í upphafi vikunnar þegar tollvörðurinn var að skoða hraðsendingar hingað til lands. Aðstoðaryfirtollvörður segir að umrædd sending hafi verið tekin til nánari skoðunar vegna innihaldsins. Í ljós kom hreinn nikótínvökvi. „Við meðhöndlun á varningnum, þegar það er verið að koma honum fyrir í geymslu, á sér stað smit. Umbúðir ótryggar og tollvörður verður fyrir eitrunaráhrifum,“ segir Baldur Höskuldsson, aðstoðaryfirtollvörður.Baldur Höskuldsson, aðstoðaryfirtollvörðurVísir/Baldur HrafnkellInnöndun og bein snerting við nikótínvökva getur verið stórskaðleg Ekki hafi reynst unnt að mæla styrkleika vökvans en einkenni hafi fljótlega komið fram í formi höfuðverks og uppkasta. Nikótínvökvi getur verið banvænn sé hans neytt á annan hátt en leiðbeiningar segja til um. Þá getur innöndun og snerting við hreinan vökva verið stórskaðleg. „Oft og tíðum þegar við erum með nikótínvökva, sérstaklega þennan hreinni nikótínvökva sem við erum að vinna með, er hann í umbúðum sem eru ekki merktar sem slíkar,“ segir Baldur. Baldur segir að þegar grunur vakni um innanhald slíkra sendinga séu tollverðir meðvitaðir um hættuna sem fylgi nikótínvökvanum. Eftir uppákomuna í upphafi vikunnar hafi Vinnueftirlitið verið kallað til þar sem starfsaðstæður voru metnar.Dæmu um hvernig sterkum nikótínvökva er reynt að smygla til landsins.TollgæslanNikótínvökvin í umbúðum sem eru ekki tryggar Baldur segir það nokkuð algengt að reynt sé að smygla nikótínvökva til landsins en á árunum 2017 og 2018 hefur Tollgæslan lagt hald á fimm hundruð og tuttugu lítra í átján málum. „Þessir fimm hundruð og tuttugu lítrar sem að ég er að tala um eru allt sendingar sem komu hingað undir röngum formerkjum. Annað hvort hefur varan ekki verið rétt tilgreind eða hún verið í umbúðum sem bera það ekki með sér hvert innihald þeirra er. En síðan er ótalinn allur sá vökvi sem við stöðvum sem er rétt tilgreindur og við stöðvum innflutning á,“ segir Baldur.Áttið þið ykkur á því í hvaða tilgangi innflytjendur eru að nota þennan vökva og þá svona sterkan? „Við getum svo sem einungis hugleitt það en mig grunar að þetta sé til þess að blanda sinn eigin styrkleika af rafsígarettuvökva,“ segir Baldur.Sem er ekki löglegt? „Sem er yfir þeim mörkum sem er notast við á markaði í dag,“ segir Baldur. Lögreglumál Reykjavík Tengdar fréttir Mun minna hass haldlagt á Keflavíkurflugvelli í ár samanborið við síðasta ár Haldlagt hass nemur 650 grömmum fyrstu sex mánuði þessa árs samanborið við tæplega fimm kíló á sama tímabili á síðasta ári. 21. ágúst 2019 12:15 Fjögur stór stera mál á Seyðisfirði Nýlega lagði Tollgæslan hald á mikið magn stera sem fundust vandlega faldir í bíl sem kom með Norrænu til landsins og hleypur magnið á þúsundum taflna og líklegt að götuverðið hlaupi á milljónum. Tveir voru handteknir vegna málsins. 20. ágúst 2019 18:30 Mest lesið Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Níu drepnir í drónaárás á rútu Erlent Svalt þokuloft ekki langt undan Innlent Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Innlent Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Innlent Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Innlent Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Innlent Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Innlent Fleiri fréttir Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sakar RÚV um óvandaðan fréttaflutning um fjármál borgarinnar Rafmagnslaust á Granda Nítján í haldi vegna fíkniefnainnflutnings um Keflavíkurflugvöll Mál Margeirs til Landsréttar Fjármálaráðherra ánægður með söluna á Íslandsbanka Hvetja kattaeigendur til að setja kettina í útivistarbann „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Þrír grunaðir í tengslum við brunann á Stuðlum Ökumenn séu oft með óþarfa munnsöfnuð og fingurinn á lofti Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Óvíst hvar börnin lenda í haust Sjá meira
Tollvörður hjá Tollgæslunni þurfti að leita á slysadeild til aðhlynningar eftir að hafa orðið fyrir áhrifum eitrunar af hreinum nikótínvökva sem reynt var að smygla til landsins. Aðstoðaryfirtollvörður segir að það sé nokkuð algengt að reynt sé að smygla slíkum vökva til landsins og að hann sé ekki í viðurkenndum umbúðum, sem auki á hættu. Málið kom upp í upphafi vikunnar þegar tollvörðurinn var að skoða hraðsendingar hingað til lands. Aðstoðaryfirtollvörður segir að umrædd sending hafi verið tekin til nánari skoðunar vegna innihaldsins. Í ljós kom hreinn nikótínvökvi. „Við meðhöndlun á varningnum, þegar það er verið að koma honum fyrir í geymslu, á sér stað smit. Umbúðir ótryggar og tollvörður verður fyrir eitrunaráhrifum,“ segir Baldur Höskuldsson, aðstoðaryfirtollvörður.Baldur Höskuldsson, aðstoðaryfirtollvörðurVísir/Baldur HrafnkellInnöndun og bein snerting við nikótínvökva getur verið stórskaðleg Ekki hafi reynst unnt að mæla styrkleika vökvans en einkenni hafi fljótlega komið fram í formi höfuðverks og uppkasta. Nikótínvökvi getur verið banvænn sé hans neytt á annan hátt en leiðbeiningar segja til um. Þá getur innöndun og snerting við hreinan vökva verið stórskaðleg. „Oft og tíðum þegar við erum með nikótínvökva, sérstaklega þennan hreinni nikótínvökva sem við erum að vinna með, er hann í umbúðum sem eru ekki merktar sem slíkar,“ segir Baldur. Baldur segir að þegar grunur vakni um innanhald slíkra sendinga séu tollverðir meðvitaðir um hættuna sem fylgi nikótínvökvanum. Eftir uppákomuna í upphafi vikunnar hafi Vinnueftirlitið verið kallað til þar sem starfsaðstæður voru metnar.Dæmu um hvernig sterkum nikótínvökva er reynt að smygla til landsins.TollgæslanNikótínvökvin í umbúðum sem eru ekki tryggar Baldur segir það nokkuð algengt að reynt sé að smygla nikótínvökva til landsins en á árunum 2017 og 2018 hefur Tollgæslan lagt hald á fimm hundruð og tuttugu lítra í átján málum. „Þessir fimm hundruð og tuttugu lítrar sem að ég er að tala um eru allt sendingar sem komu hingað undir röngum formerkjum. Annað hvort hefur varan ekki verið rétt tilgreind eða hún verið í umbúðum sem bera það ekki með sér hvert innihald þeirra er. En síðan er ótalinn allur sá vökvi sem við stöðvum sem er rétt tilgreindur og við stöðvum innflutning á,“ segir Baldur.Áttið þið ykkur á því í hvaða tilgangi innflytjendur eru að nota þennan vökva og þá svona sterkan? „Við getum svo sem einungis hugleitt það en mig grunar að þetta sé til þess að blanda sinn eigin styrkleika af rafsígarettuvökva,“ segir Baldur.Sem er ekki löglegt? „Sem er yfir þeim mörkum sem er notast við á markaði í dag,“ segir Baldur.
Lögreglumál Reykjavík Tengdar fréttir Mun minna hass haldlagt á Keflavíkurflugvelli í ár samanborið við síðasta ár Haldlagt hass nemur 650 grömmum fyrstu sex mánuði þessa árs samanborið við tæplega fimm kíló á sama tímabili á síðasta ári. 21. ágúst 2019 12:15 Fjögur stór stera mál á Seyðisfirði Nýlega lagði Tollgæslan hald á mikið magn stera sem fundust vandlega faldir í bíl sem kom með Norrænu til landsins og hleypur magnið á þúsundum taflna og líklegt að götuverðið hlaupi á milljónum. Tveir voru handteknir vegna málsins. 20. ágúst 2019 18:30 Mest lesið Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Níu drepnir í drónaárás á rútu Erlent Svalt þokuloft ekki langt undan Innlent Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Innlent Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Innlent Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Innlent Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Innlent Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Innlent Fleiri fréttir Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sakar RÚV um óvandaðan fréttaflutning um fjármál borgarinnar Rafmagnslaust á Granda Nítján í haldi vegna fíkniefnainnflutnings um Keflavíkurflugvöll Mál Margeirs til Landsréttar Fjármálaráðherra ánægður með söluna á Íslandsbanka Hvetja kattaeigendur til að setja kettina í útivistarbann „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Þrír grunaðir í tengslum við brunann á Stuðlum Ökumenn séu oft með óþarfa munnsöfnuð og fingurinn á lofti Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Óvíst hvar börnin lenda í haust Sjá meira
Mun minna hass haldlagt á Keflavíkurflugvelli í ár samanborið við síðasta ár Haldlagt hass nemur 650 grömmum fyrstu sex mánuði þessa árs samanborið við tæplega fimm kíló á sama tímabili á síðasta ári. 21. ágúst 2019 12:15
Fjögur stór stera mál á Seyðisfirði Nýlega lagði Tollgæslan hald á mikið magn stera sem fundust vandlega faldir í bíl sem kom með Norrænu til landsins og hleypur magnið á þúsundum taflna og líklegt að götuverðið hlaupi á milljónum. Tveir voru handteknir vegna málsins. 20. ágúst 2019 18:30