Helgi varð sjötugur í ágústmánuði og hefur starfað á skrifstofu Alþingis óslitið í 36 ár. Hann var ráðinn skrifstofustjóri Alþingis í janúar 2005 en var áður aðstoðarskrifstofustjóri Alþingis frá 1996.
Frá 1989 til 1996 var hann forstöðumaður þingmálasviðs og staðgengill skrifstofustjóra frá 1993. Helgi var í fullu starfi hjá Alþingi frá því hann var ráðinn deildarstjóri á skrifstofu þingsins 1983, en hann var enn fremur í hlutastarfi hjá Alþingi 1973–1978 samhliða námi.

Hún er með fjölbreytta starfsreynslu, hefur meðal annars starfað á skrifstofu Alþingis og var dómsmálaráðherra í ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur frá 2009 til 2010.