Þingmenn skora hverjir á aðra vegna ákvörðunar Johnsons Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 30. ágúst 2019 06:15 Evrópusinnar mótmæltu útgöngunni fyrir utan þinghúsið í gær. Líkt og svo oft áður. Nordicphotos/AFP Áfram hélt umræðan í gær um þá ákvörðun Boris Johnson forsætisráðherra að fresta þingfundum. Drottning féllst á bón Johnsons á miðvikudag sem þýðir í raun að þingfundum verður frestað í annarri viku septembermánaðar og öll óafgreidd frumvörp fara aftur á byrjunarreit. Þar með er tíminn orðinn naumur fyrir þingmenn að festa í lög að samningslaus útganga úr ESB sé ekki í boði. Breskir stjórnmálamenn voru ýmist hrifnir eða reiðir vegna ákvörðunarinnar og sögðu andstæðingar ríkisstjórnarinnar á miðvikudag að Johnson hagaði sér einfaldlega eins og einræðisherra í málinu. Hann væri að ganga framhjá þinginu og hundsa þá staðreynd að í Bretlandi væri þingræði. Þessu var Johnson ekki sammála. Nætursvefninn gerði lítið til þess að lægja öldurnar. Jacob Rees-Mogg, harður Brexit-sinni sem stýrir því hvenær stjórnarfrumvörp eru lögð fram, reið á vaðið og skoraði á stjórnarandstæðinga að láta kné fylgja kviði eftir umræðu þeirra um vantraust á Johnson-stjórnina. „Þetta fólk sem er allt að væla og gnísta tönnum veit það fullvel að það hefur tvo kosti í stöðunni. Annar er að skipta um ríkisstjórn og hinn að breyta lögunum,“ sagði Rees-Mogg og bætti við: „Ef þið hafið hvorki hugrekkið né þorið til þess að gera annað hvort munum við ganga út þann 31. október í samræmi við niðurstöður þjóðaratkvæðagreiðslunnar.“ John McDonnell úr Verkamannaflokki tók áskoruninni ekki þegjandi. Sagði flokkinn opinn fyrir því að leggja fram vantrauststillögu sem og fyrir nýjum kosningum. „Ég vil hafa það algjörlega á hreinu, og þetta eru persónuleg skilaboð til Boris Johnson, láttu vaða.“ Verkamannaflokksmaðurinn var ekki sá eini sem ræddi um nýjar kosningar í gær. Ken Clarke, samflokksmaður Johnsons sem er þó alls ekki hrifinn af leiðtoganum, sagði það deginum ljósara að það væri einmitt markmið forsætisráðherrans. „Hann hefur ákveðið að hann vilji kosningar sem snúast um Breta gegn útlendingum, um Breta gegn þinginu, og hann blaðrar um að gera ríkið hið besta í heiminum, föðurlandsást og Trump-lega hluti.“ Barry Gardiner, viðskiptamálatalsmaður Verkamannaflokksins, sagði í gær að á mánudag myndi þingið reyna að fara af stað með umræður um að banna samningslausa útgöngu. Þótt naumur meirihluti sé gegn slíkri útgöngu á þingi þykir óljóst hvort andstæðingar Johnsons innan Íhaldsflokksins myndu fella ríkisstjórnina. Skoskur dómstóll hlýddi í gær á málflutning í máli sem 75 þingmenn hafa höfðað til að fá úr því skorið hvort þingfrestunin sé lögleg. Birtist í Fréttablaðinu Bretland Brexit Tengdar fréttir Boris Johnson sagður haga sér eins og hann sé einræðisherra Andstæðingar breska forsætisráðherrans eru æfir vegna ákvörðunar hans um að fresta þingfundum. Þýðir að þingið hefur minni tíma, jafnvel of lítinn, til að koma í gegn löggjöf sem bannar samningslausa útgöngu. Þingforseti segir ákvörðunina vera aðför gegn stjórnarskrá. 29. ágúst 2019 06:00 Þingmenn þvert á flokka búa sig undir átök við Boris Johnson Bæði þingmenn Íhaldsflokksins sem og þingmenn úr stjórnarandstöðu ræddu sín á milli í kvöld hvernig koma má í veg fyrir að Bretar gangi úr ESB án samnings. 28. ágúst 2019 23:45 Hugh Grant lætur Boris Johnson fá það óþvegið "Þú skalt ekki leggja framtíð barnanna minna í hættu. Þú skalt ekki eyðileggja frelsið sem afi minn barðist fyrir í tveimur heimsstyrjöldum.“ Svona hefst reiðilestur breska leikarans Hugh Grant yfir forsætisráðherra Bretlands, íhaldsmannsins Boris Johnson, á Twitter. 29. ágúst 2019 13:37 Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Erlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Fékk afa sinn með sér á skólabekk Innlent Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Erlent Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Innlent Fleiri fréttir Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Sjá meira
Áfram hélt umræðan í gær um þá ákvörðun Boris Johnson forsætisráðherra að fresta þingfundum. Drottning féllst á bón Johnsons á miðvikudag sem þýðir í raun að þingfundum verður frestað í annarri viku septembermánaðar og öll óafgreidd frumvörp fara aftur á byrjunarreit. Þar með er tíminn orðinn naumur fyrir þingmenn að festa í lög að samningslaus útganga úr ESB sé ekki í boði. Breskir stjórnmálamenn voru ýmist hrifnir eða reiðir vegna ákvörðunarinnar og sögðu andstæðingar ríkisstjórnarinnar á miðvikudag að Johnson hagaði sér einfaldlega eins og einræðisherra í málinu. Hann væri að ganga framhjá þinginu og hundsa þá staðreynd að í Bretlandi væri þingræði. Þessu var Johnson ekki sammála. Nætursvefninn gerði lítið til þess að lægja öldurnar. Jacob Rees-Mogg, harður Brexit-sinni sem stýrir því hvenær stjórnarfrumvörp eru lögð fram, reið á vaðið og skoraði á stjórnarandstæðinga að láta kné fylgja kviði eftir umræðu þeirra um vantraust á Johnson-stjórnina. „Þetta fólk sem er allt að væla og gnísta tönnum veit það fullvel að það hefur tvo kosti í stöðunni. Annar er að skipta um ríkisstjórn og hinn að breyta lögunum,“ sagði Rees-Mogg og bætti við: „Ef þið hafið hvorki hugrekkið né þorið til þess að gera annað hvort munum við ganga út þann 31. október í samræmi við niðurstöður þjóðaratkvæðagreiðslunnar.“ John McDonnell úr Verkamannaflokki tók áskoruninni ekki þegjandi. Sagði flokkinn opinn fyrir því að leggja fram vantrauststillögu sem og fyrir nýjum kosningum. „Ég vil hafa það algjörlega á hreinu, og þetta eru persónuleg skilaboð til Boris Johnson, láttu vaða.“ Verkamannaflokksmaðurinn var ekki sá eini sem ræddi um nýjar kosningar í gær. Ken Clarke, samflokksmaður Johnsons sem er þó alls ekki hrifinn af leiðtoganum, sagði það deginum ljósara að það væri einmitt markmið forsætisráðherrans. „Hann hefur ákveðið að hann vilji kosningar sem snúast um Breta gegn útlendingum, um Breta gegn þinginu, og hann blaðrar um að gera ríkið hið besta í heiminum, föðurlandsást og Trump-lega hluti.“ Barry Gardiner, viðskiptamálatalsmaður Verkamannaflokksins, sagði í gær að á mánudag myndi þingið reyna að fara af stað með umræður um að banna samningslausa útgöngu. Þótt naumur meirihluti sé gegn slíkri útgöngu á þingi þykir óljóst hvort andstæðingar Johnsons innan Íhaldsflokksins myndu fella ríkisstjórnina. Skoskur dómstóll hlýddi í gær á málflutning í máli sem 75 þingmenn hafa höfðað til að fá úr því skorið hvort þingfrestunin sé lögleg.
Birtist í Fréttablaðinu Bretland Brexit Tengdar fréttir Boris Johnson sagður haga sér eins og hann sé einræðisherra Andstæðingar breska forsætisráðherrans eru æfir vegna ákvörðunar hans um að fresta þingfundum. Þýðir að þingið hefur minni tíma, jafnvel of lítinn, til að koma í gegn löggjöf sem bannar samningslausa útgöngu. Þingforseti segir ákvörðunina vera aðför gegn stjórnarskrá. 29. ágúst 2019 06:00 Þingmenn þvert á flokka búa sig undir átök við Boris Johnson Bæði þingmenn Íhaldsflokksins sem og þingmenn úr stjórnarandstöðu ræddu sín á milli í kvöld hvernig koma má í veg fyrir að Bretar gangi úr ESB án samnings. 28. ágúst 2019 23:45 Hugh Grant lætur Boris Johnson fá það óþvegið "Þú skalt ekki leggja framtíð barnanna minna í hættu. Þú skalt ekki eyðileggja frelsið sem afi minn barðist fyrir í tveimur heimsstyrjöldum.“ Svona hefst reiðilestur breska leikarans Hugh Grant yfir forsætisráðherra Bretlands, íhaldsmannsins Boris Johnson, á Twitter. 29. ágúst 2019 13:37 Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Erlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Fékk afa sinn með sér á skólabekk Innlent Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Erlent Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Innlent Fleiri fréttir Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Sjá meira
Boris Johnson sagður haga sér eins og hann sé einræðisherra Andstæðingar breska forsætisráðherrans eru æfir vegna ákvörðunar hans um að fresta þingfundum. Þýðir að þingið hefur minni tíma, jafnvel of lítinn, til að koma í gegn löggjöf sem bannar samningslausa útgöngu. Þingforseti segir ákvörðunina vera aðför gegn stjórnarskrá. 29. ágúst 2019 06:00
Þingmenn þvert á flokka búa sig undir átök við Boris Johnson Bæði þingmenn Íhaldsflokksins sem og þingmenn úr stjórnarandstöðu ræddu sín á milli í kvöld hvernig koma má í veg fyrir að Bretar gangi úr ESB án samnings. 28. ágúst 2019 23:45
Hugh Grant lætur Boris Johnson fá það óþvegið "Þú skalt ekki leggja framtíð barnanna minna í hættu. Þú skalt ekki eyðileggja frelsið sem afi minn barðist fyrir í tveimur heimsstyrjöldum.“ Svona hefst reiðilestur breska leikarans Hugh Grant yfir forsætisráðherra Bretlands, íhaldsmannsins Boris Johnson, á Twitter. 29. ágúst 2019 13:37