Umfjöllun og viðtöl: Valur - Fram 20-14 | Valur tók tvö stig í fyrsta leik Svava Kristín Gretarsdóttir skrifar 9. september 2019 21:15 Snorri Steinn Guðjónsson og hans menn mæta Fram í kvöld. vísir/ernir Valur hafði betur gegn Fram í Reykjavíkur slagnum í 1. umferð olís deildar karla á Hlíðarenda í kvöld. Valur hafði yfirhöndin frá upphafi og vann að lokum sex marka sigur, 20-14. Valur byrjaði leikinn betur og skoraði fyrstu þrjú mörk leiksins. Fram jafnaði hins vegar leikinn í stöðunni 5-5 og náðu þeir að halda í við Val í nokkrar mínútur áður en heimamenn náðu forystunni á ný. Þetta var leikur markmanna, en bæði Daníel Freyr Andrésson og Lárus Helgi Ólafsson áttu stórleik, en Lárus Helgi var með tæplega 60% markvörslu í fyrri hálfleik. Valur fór þó með þriggja marka forystu inní hálfleikinn, 10-7. Fram var lengi í gang í síðari hálfleik og skoraði ekki mark á fyrstu 10 mínútunum. Valur hélt þá áfram að bæta í forskotið og náði 7 marka forystu, 14-7 sem þeir héldu í út leikinn. Sóknarleikur beggja liða var slakur en þá sérstaklega hjá gestunum sem reyndu hvað þeir gátu en þeim vantaði gæðin til að klára sínar sóknir. Leiknum lauk með sex marka sigri Vals, 20-14, sanngjarnar lokatölur á HlíðarendaAf hverju vann Valur? Valur hefur töluvert betri leikmenn í sínu liði og tefldi í dag fram sterku liði gegn löskuðu Fram liðinu. Vörn og markvarsla hjá Val var uppá 10 sem varð þess valdandi að Fram átti í miklum erfiðleikum með að skora úr uppstilltri sókn. Hverjir stóðu upp úr?Daníel Freyr Andrésson, markvörður Vals, var frábær í dag. Hann endaði með 55% markvörslu. Magnús Óli Magnússon sem hefur verið meiddur frá því á síðasta tímabili var mættur á gólfið og skoraði hann 6 mörk. Það var þó vörnin sem stóð upp úr og þar voru þeir Ýmir Örn Gíslason og Alexander Örn Júlíusson atkvæðamestir að vanda. Lárus Helgi Ólafsson var langbesti leikmaður Fram, með 17 bolta varða og tæpa 50% markvörslu. Það telur þó lítið þegar liðið hans skorar ekki.Hvað gekk illa? Sóknarleikur beggja liða var slakur í kvöld. Uppstilltur sóknarleikur Fram var átakanlegur, þeir börðust vel en þeim vantaði gæði. Hvað er framundan? Í næstu umferð er stórleikur í Kaplakrika þegar tvö af sterkustu liðum deildarinnar mætast, FH og Valur, áhugaverð viðureign framundan þar en á sama tíma mætir Fram ÍBV og er nokkuð ljóst að þeir þurfa að sýna betri leik þar ætli þeir sér að taka stig í þeim leik Snorri Steinn: Við þurfum að geta brugðist betur við svona hægum leik„Við getum alveg spilað betur, sérstaklega sóknarlega“ sagði Snorri Steinn Guðjónsson, þjálfari Vals, að leik loknum „Það er alltaf erfitt að byrja svona mót, þetta rennur alltaf aðeins blint í sjóinn og við erum búnir að vera í smá brasi á undirbúnings tímabilinu“ „Enn ég er bara mjög ánægður með sigurinn, ánægður með varnarleikinn og Danna í markinu. Það er ekki hægt að kvarta þegar þú færð á þig 14 mörk“ sagði Snorri Steinn sem hrósar þar Daníel Frey Andréssyni fyrir sinn leik, hann var án nokkurs vafa maður leiksins. „Fram gerði þetta líka ágætlega, þeir nátturlega hægðu á leiknum og spiluðu langar sóknir, jafnvel þegar þeir voru í yfirtölu. Við bjuggumst alveg við því en þurfum samt sem áður að geta brugðist betur við því og hraðað á leiknum þegar á þarf að halda“ sagði Snorri ósáttur við að þeir hafi leyft Fram að hægja á leiknum Valur, líkt og önnur lið í upphafi móts, saknaði leikmanna í dag en hafa endurheimt Magnús Óla Magnússon úr meiðslum og segir Snorri það ánægjulegt að sé orðinn leikfær strax í upphafi móts „Maggi kom inn fyrir ekki svo löngu síðan, það hefur gengið vel og hann er orðinn leikfær. Það er auðvitað frábært fyrir okkur og hann að fá hann til baka.“ Það var lítið um örvhenta leikmenn í liði Vals í dag en þeir Agnar Smári Jónsson, Finnur Ingi Stefánsson og Sveinn Aron Sveinsson sátu allir uppí stúku. Snorri vonast til þess að fá annan hvorn hornamanninn inn fyrir næsta leik „Ég veit það ekki alveg en ég geri mér vonir um að einhverjir verði með í næsta leik. Ef það verða engin bakslög í vikunni þá verða vonandi Finnur eða Svenni með á móti FH“ sagði Snorri að lokum í von um að annar hvor hægri hornamaðurinn, Finnur Ingi Stefánsson eða Sveinn Aron Sveinsson, verði með í stórleiknum í Kaplakrika í næstu umferð Gummi Páls: Þeir sem mæta á parketið eiga bara að skila sínuGuðmundur Helgi Pálsson, þjálfari Fram, var ósáttur við sóknarleik sinna manna í kvöld. „Fyrsti leikur og allt það en sóknarleikurinn var bara hræðilegur. Vörnin var ágæt, Lalli var góður en markmaðurinn hjá þeim og vörnin var bara frábær og við réðum ekkert við það, því miður“ sagði Gummi en hrósar þó Lárusi Helga Ólafssyni, markverði liðsins, fyrir sinn leik „Við vorum alveg að fá ágætis færi inná milli en við þurfum að fara aðeins yfir þetta betur. Við vissum alveg af þessu vandamáli, en þetta er bara fyrsti leikur og við höldum bara áfram„ Þrátt fyrir að það vanti lykilleikmenn í lið Fram segir Gummi að það skipti ekki máli, hann segir að það vanti leikmenn í öll lið og að þeir leikmenn sem mæta til leiks eigi bara að vera klárir „Það vantar í öll liðin, allsstaðar, svo það er engin afsökun. Þessi gæjar sem eru mættir útá parketið hverju sinni eiga bara að skila sínu. Enn eins og ég segi þá var markmaðurinn hjá þeim frábær og vörnin var frábær, þá verða skotin frá okkur bara léleg og við skoruðum bara 14 mörk en við fengum líka bara 20 mörk á okkur“ sagði Gummi sem tekur það jákvætt með sér að hafa aðeins fengið á sig 20 mörk Fram er spáð 10.-11. sæti deildarinnar af spámönnum handboltans. Gummi viðurkennir að þetta verði erfitt tímabil en segir jafnframt að þeim hafi verið spá falli áður og að þeir hafi sýnt að þeir geti vel haldið sér uppi „Þetta verður basl, við vitum það alveg. Það er fullt af stigum eftir svo við erum rólegir“ sagði Gummi léttur að lokum Olís-deild karla
Valur hafði betur gegn Fram í Reykjavíkur slagnum í 1. umferð olís deildar karla á Hlíðarenda í kvöld. Valur hafði yfirhöndin frá upphafi og vann að lokum sex marka sigur, 20-14. Valur byrjaði leikinn betur og skoraði fyrstu þrjú mörk leiksins. Fram jafnaði hins vegar leikinn í stöðunni 5-5 og náðu þeir að halda í við Val í nokkrar mínútur áður en heimamenn náðu forystunni á ný. Þetta var leikur markmanna, en bæði Daníel Freyr Andrésson og Lárus Helgi Ólafsson áttu stórleik, en Lárus Helgi var með tæplega 60% markvörslu í fyrri hálfleik. Valur fór þó með þriggja marka forystu inní hálfleikinn, 10-7. Fram var lengi í gang í síðari hálfleik og skoraði ekki mark á fyrstu 10 mínútunum. Valur hélt þá áfram að bæta í forskotið og náði 7 marka forystu, 14-7 sem þeir héldu í út leikinn. Sóknarleikur beggja liða var slakur en þá sérstaklega hjá gestunum sem reyndu hvað þeir gátu en þeim vantaði gæðin til að klára sínar sóknir. Leiknum lauk með sex marka sigri Vals, 20-14, sanngjarnar lokatölur á HlíðarendaAf hverju vann Valur? Valur hefur töluvert betri leikmenn í sínu liði og tefldi í dag fram sterku liði gegn löskuðu Fram liðinu. Vörn og markvarsla hjá Val var uppá 10 sem varð þess valdandi að Fram átti í miklum erfiðleikum með að skora úr uppstilltri sókn. Hverjir stóðu upp úr?Daníel Freyr Andrésson, markvörður Vals, var frábær í dag. Hann endaði með 55% markvörslu. Magnús Óli Magnússon sem hefur verið meiddur frá því á síðasta tímabili var mættur á gólfið og skoraði hann 6 mörk. Það var þó vörnin sem stóð upp úr og þar voru þeir Ýmir Örn Gíslason og Alexander Örn Júlíusson atkvæðamestir að vanda. Lárus Helgi Ólafsson var langbesti leikmaður Fram, með 17 bolta varða og tæpa 50% markvörslu. Það telur þó lítið þegar liðið hans skorar ekki.Hvað gekk illa? Sóknarleikur beggja liða var slakur í kvöld. Uppstilltur sóknarleikur Fram var átakanlegur, þeir börðust vel en þeim vantaði gæði. Hvað er framundan? Í næstu umferð er stórleikur í Kaplakrika þegar tvö af sterkustu liðum deildarinnar mætast, FH og Valur, áhugaverð viðureign framundan þar en á sama tíma mætir Fram ÍBV og er nokkuð ljóst að þeir þurfa að sýna betri leik þar ætli þeir sér að taka stig í þeim leik Snorri Steinn: Við þurfum að geta brugðist betur við svona hægum leik„Við getum alveg spilað betur, sérstaklega sóknarlega“ sagði Snorri Steinn Guðjónsson, þjálfari Vals, að leik loknum „Það er alltaf erfitt að byrja svona mót, þetta rennur alltaf aðeins blint í sjóinn og við erum búnir að vera í smá brasi á undirbúnings tímabilinu“ „Enn ég er bara mjög ánægður með sigurinn, ánægður með varnarleikinn og Danna í markinu. Það er ekki hægt að kvarta þegar þú færð á þig 14 mörk“ sagði Snorri Steinn sem hrósar þar Daníel Frey Andréssyni fyrir sinn leik, hann var án nokkurs vafa maður leiksins. „Fram gerði þetta líka ágætlega, þeir nátturlega hægðu á leiknum og spiluðu langar sóknir, jafnvel þegar þeir voru í yfirtölu. Við bjuggumst alveg við því en þurfum samt sem áður að geta brugðist betur við því og hraðað á leiknum þegar á þarf að halda“ sagði Snorri ósáttur við að þeir hafi leyft Fram að hægja á leiknum Valur, líkt og önnur lið í upphafi móts, saknaði leikmanna í dag en hafa endurheimt Magnús Óla Magnússon úr meiðslum og segir Snorri það ánægjulegt að sé orðinn leikfær strax í upphafi móts „Maggi kom inn fyrir ekki svo löngu síðan, það hefur gengið vel og hann er orðinn leikfær. Það er auðvitað frábært fyrir okkur og hann að fá hann til baka.“ Það var lítið um örvhenta leikmenn í liði Vals í dag en þeir Agnar Smári Jónsson, Finnur Ingi Stefánsson og Sveinn Aron Sveinsson sátu allir uppí stúku. Snorri vonast til þess að fá annan hvorn hornamanninn inn fyrir næsta leik „Ég veit það ekki alveg en ég geri mér vonir um að einhverjir verði með í næsta leik. Ef það verða engin bakslög í vikunni þá verða vonandi Finnur eða Svenni með á móti FH“ sagði Snorri að lokum í von um að annar hvor hægri hornamaðurinn, Finnur Ingi Stefánsson eða Sveinn Aron Sveinsson, verði með í stórleiknum í Kaplakrika í næstu umferð Gummi Páls: Þeir sem mæta á parketið eiga bara að skila sínuGuðmundur Helgi Pálsson, þjálfari Fram, var ósáttur við sóknarleik sinna manna í kvöld. „Fyrsti leikur og allt það en sóknarleikurinn var bara hræðilegur. Vörnin var ágæt, Lalli var góður en markmaðurinn hjá þeim og vörnin var bara frábær og við réðum ekkert við það, því miður“ sagði Gummi en hrósar þó Lárusi Helga Ólafssyni, markverði liðsins, fyrir sinn leik „Við vorum alveg að fá ágætis færi inná milli en við þurfum að fara aðeins yfir þetta betur. Við vissum alveg af þessu vandamáli, en þetta er bara fyrsti leikur og við höldum bara áfram„ Þrátt fyrir að það vanti lykilleikmenn í lið Fram segir Gummi að það skipti ekki máli, hann segir að það vanti leikmenn í öll lið og að þeir leikmenn sem mæta til leiks eigi bara að vera klárir „Það vantar í öll liðin, allsstaðar, svo það er engin afsökun. Þessi gæjar sem eru mættir útá parketið hverju sinni eiga bara að skila sínu. Enn eins og ég segi þá var markmaðurinn hjá þeim frábær og vörnin var frábær, þá verða skotin frá okkur bara léleg og við skoruðum bara 14 mörk en við fengum líka bara 20 mörk á okkur“ sagði Gummi sem tekur það jákvætt með sér að hafa aðeins fengið á sig 20 mörk Fram er spáð 10.-11. sæti deildarinnar af spámönnum handboltans. Gummi viðurkennir að þetta verði erfitt tímabil en segir jafnframt að þeim hafi verið spá falli áður og að þeir hafi sýnt að þeir geti vel haldið sér uppi „Þetta verður basl, við vitum það alveg. Það er fullt af stigum eftir svo við erum rólegir“ sagði Gummi léttur að lokum
Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Körfubolti
Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Körfubolti