Rúmlega 900 þúsund heimili í Japan eru nú án rafmagns eftir að fellibylurinn Faxai skall á Japan í grennd við stórborgina Tókýó.
Faxai er einn öflugasti fellibylur sem gengið hefur á land í Japan í áratugi og mikil röskun hefur orðið á samgöngum.
130 flugferðum hefur verið frestað og lestarferðir lágu niðri klukkutímum saman í þessari gríðarfjölmennu borg.
