Indland Davíð Stefánsson skrifar 9. september 2019 07:00 Ýmsir erlendir ráðamenn hafa heimsótt Ísland á síðustu vikum. Þar má nefna Angelu Merkel Þýskalandskanslara, forsætisráðherra Norðurlanda, Vladímír Títov, varautanríkisráðherra Rússlands, og nú síðast Mike Pence, varaforseta Bandaríkjanna. Í þessari viku bætist við enn ein heimsóknin sem er ekki síður áhugaverð. Forseti Indlands, Shri Ram Nath Kovind, kemur í dag í opinbera heimsókn. Hann mun meðal annars funda með forseta Íslands og heimsækja íslensk fyrirtæki. Með honum er 36 manna viðskiptasendinefnd skipuð fulltrúum indverskra fyrirtækja úr ýmsum atvinnugreinum. Indland er áhugavert fyrir margra hluta sakir. Þar er ein elsta siðmenningin, allt að átta þúsund ára. Á síðustu árum hefur þetta þrettán hundruð milljón manna ríki, fjölmennasta lýðræðisríki heims, gengið í gegnum gríðarlegar samfélagsbreytingar og hagvöxt. Indland er ríki samfélagsandstæðna og breytinga. Það segir sína sögu að Kovind forseti tilheyrir 200 milljón manna stétt Dalíta sem til skamms tíma voru taldir til neðsta þreps hins forna indverska stéttakerfis og nutu minni réttinda en efri stéttir. Mörg fyrirtæki á Vesturlöndum horfa nú til Indlands og aukinnar kaupgetu millistéttar landsins, alls um þrjú til fjögur hundruð milljónir manna og myndar einn stærsta neytendamarkað heims. Indverskir milljónamæringar eru um 200.000 og fer fjölgandi. Á síðustu árum hefur indverskt viðskiptaumhverfi verið opnað æ meir fyrir alþjóðaviðskiptum. Í því skyni hafa stjórnvöld einfaldað reglugerðir og skattakerfi og aukið vernd fyrir fjárfestingar. Breska tímaritið Economist áætlar að árið 2031 verði Indland þriðja stærsta hagkerfi heims, stutt af tilfærslu atvinnu milljóna manna frá dreifbýli til þéttbýlis. Hætt er við að gríðarlegar samfélagsbreytingar og misskipting auðs leiði til félagslegrar og pólitískrar spennu. Vaxandi efnahagslegur máttur muni gera Indland að áhrifamiklu alþjóðlegu afli sem finni sér samleið með hagsmunum Bandaríkjanna og Japan. Á næsta áratug er einnig líklegt að samkeppni við Kína um áhrif í Suður-Asíu muni aukast enn frekar. Ísland er lítið hagkerfi sem á mikið undir öflugum alþjóðasamskiptum. Velferð landsins byggir á virkni í þessum viðskiptum. Samskiptin við Indland hafa verið takmörkuð en eru vaxandi. Opnun sendiráðs Íslands í Nýju-Delí árið 2006 og opnun sendiráðs Indverja hér árið 2008 hefur þar mikil áhrif. Íslendingar geta sótt á indverskan markað vaxandi millistéttar með tæknivörur og sérfræðiþekkingu hvað varðar líftækni, matvinnslutækni og heilbrigðisþjónustu. Á síðasta ári heimsóttu um 20 þúsund Indverjar Ísland heim. Allar líkur eru á að þeim fjölgi til muna á næstu árum. Íslendingar ættu einnig að geta dregið úr kostnaði við framleiðslu og þjónustu með meiri samvinnu við indversk fyrirtæki. Heimsókn forseta Indlands verður vonandi hvatning til aukinna viðskipta og samskipta þjóðanna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Davíð Stefánsson Heimsókn Mike Pence Indland Mest lesið Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson Skoðun Fíllinn í hjarta Reykjavíkur Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson Skoðun Skoðun Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon skrifar Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri sem fáir eru að ræða? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? skrifar Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun Öll endurhæfing er í eðli sínu starfsendurhæfing Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins? Birgir Finnsson skrifar Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Vinnustaðir fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar Skoðun Blóð, sviti og tár Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir skrifar Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Bjánarnir úti á landi Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Hvað kostar EES samningurinn þjóðina? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun En hvað með loftslagið? Emma Soffía Elkjær Emilsdóttir,Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Ráðherra og valdníðsla í hans nafni Örn Pálmason skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 1/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Sjá meira
Ýmsir erlendir ráðamenn hafa heimsótt Ísland á síðustu vikum. Þar má nefna Angelu Merkel Þýskalandskanslara, forsætisráðherra Norðurlanda, Vladímír Títov, varautanríkisráðherra Rússlands, og nú síðast Mike Pence, varaforseta Bandaríkjanna. Í þessari viku bætist við enn ein heimsóknin sem er ekki síður áhugaverð. Forseti Indlands, Shri Ram Nath Kovind, kemur í dag í opinbera heimsókn. Hann mun meðal annars funda með forseta Íslands og heimsækja íslensk fyrirtæki. Með honum er 36 manna viðskiptasendinefnd skipuð fulltrúum indverskra fyrirtækja úr ýmsum atvinnugreinum. Indland er áhugavert fyrir margra hluta sakir. Þar er ein elsta siðmenningin, allt að átta þúsund ára. Á síðustu árum hefur þetta þrettán hundruð milljón manna ríki, fjölmennasta lýðræðisríki heims, gengið í gegnum gríðarlegar samfélagsbreytingar og hagvöxt. Indland er ríki samfélagsandstæðna og breytinga. Það segir sína sögu að Kovind forseti tilheyrir 200 milljón manna stétt Dalíta sem til skamms tíma voru taldir til neðsta þreps hins forna indverska stéttakerfis og nutu minni réttinda en efri stéttir. Mörg fyrirtæki á Vesturlöndum horfa nú til Indlands og aukinnar kaupgetu millistéttar landsins, alls um þrjú til fjögur hundruð milljónir manna og myndar einn stærsta neytendamarkað heims. Indverskir milljónamæringar eru um 200.000 og fer fjölgandi. Á síðustu árum hefur indverskt viðskiptaumhverfi verið opnað æ meir fyrir alþjóðaviðskiptum. Í því skyni hafa stjórnvöld einfaldað reglugerðir og skattakerfi og aukið vernd fyrir fjárfestingar. Breska tímaritið Economist áætlar að árið 2031 verði Indland þriðja stærsta hagkerfi heims, stutt af tilfærslu atvinnu milljóna manna frá dreifbýli til þéttbýlis. Hætt er við að gríðarlegar samfélagsbreytingar og misskipting auðs leiði til félagslegrar og pólitískrar spennu. Vaxandi efnahagslegur máttur muni gera Indland að áhrifamiklu alþjóðlegu afli sem finni sér samleið með hagsmunum Bandaríkjanna og Japan. Á næsta áratug er einnig líklegt að samkeppni við Kína um áhrif í Suður-Asíu muni aukast enn frekar. Ísland er lítið hagkerfi sem á mikið undir öflugum alþjóðasamskiptum. Velferð landsins byggir á virkni í þessum viðskiptum. Samskiptin við Indland hafa verið takmörkuð en eru vaxandi. Opnun sendiráðs Íslands í Nýju-Delí árið 2006 og opnun sendiráðs Indverja hér árið 2008 hefur þar mikil áhrif. Íslendingar geta sótt á indverskan markað vaxandi millistéttar með tæknivörur og sérfræðiþekkingu hvað varðar líftækni, matvinnslutækni og heilbrigðisþjónustu. Á síðasta ári heimsóttu um 20 þúsund Indverjar Ísland heim. Allar líkur eru á að þeim fjölgi til muna á næstu árum. Íslendingar ættu einnig að geta dregið úr kostnaði við framleiðslu og þjónustu með meiri samvinnu við indversk fyrirtæki. Heimsókn forseta Indlands verður vonandi hvatning til aukinna viðskipta og samskipta þjóðanna.
Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun
Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar
Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun
Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun